Kynferðisofbeldi í öllum íþróttum Hanna Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Cecilia Brackenridge „Það er mikil vinna fyrir höndum og margir sem eru í afneitun með að kynferðislegt ofbeldi í íþróttum fyrirfinnist hér á landi,“ segir Celia Brackenridge, prófessor í íþróttum og menntun við Brunel-háskóla. Celia er stödd hér á landi til að flytja erindi á ráðstefnu á vegum samtakanna Blátt áfram og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd undir yfirskriftinni Forvarnir eru besta leiðin, sem stendur nú yfir. Ísland er að hennar mati langt að baki öðrum löndum þegar kemur að forvörnum vegna kynferðisofbeldis en Celia er sérfræðingur í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. Málefnið er henni hugleikið en hún hefur barist fyrir auknu forvarnarstarfi í íþróttahreyfingum í 35 ár. Að sögn Celiu er ekki til sú íþrótt þar sem kynferðisofbeldi þrífst ekki. „Það er ekki rétt ef iðkendur og þjálfarar tiltekinnar íþróttar segja að kynferðisofbeldi þekkist ekki þar. Þá eru þeir augljóslega að horfa fram hjá vandanum.“ Erindi Celiu á ráðstefnunni fjallar um forvarnir og hvernig draga megi lærdóm af reynslu annarra landa af kynferðisbrotum í íþróttum og forvörnum sem tengjast þeim. Hún segir mikla vinnu hafa verið lagða í forvarnarstarf víðs vegar í heiminum sem hafi gefið mjög góða reynslu. „Margir halda að íþróttir séu eins og ævintýraland þar sem engin vandamál eru. En það er vitað að þar þrífast vandamál eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti og þar má einnig finna kynferðisofbeldi. Við þurfum að átta okkur á því að þjálfarar hafa mikil völd og að lítill hluti þeirra er stundum þátttakandi í ofbeldisfullri hegðun.“ Hún bendir einnig á að mikilvægt sé að þjálfarar séu meðvitaðir um einkenni sem geta komið fram hjá börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og kunni að grípa til viðeigandi ráðstafana fái þeir vitneskju um slíkt. „Hluti þeirra barna sem stunda íþróttir kemur frá heimilum þar sem þau hafa orðið fyrir ofbeldi. Þjálfarar hafa tækifæri til þess að hjálpa þessum börnum með að þekkja einkenni kynferðisofbeldis. Það er sameiginleg ábyrgð allra að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir verða að hafa vakandi auga fyrir því.“ Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
„Það er mikil vinna fyrir höndum og margir sem eru í afneitun með að kynferðislegt ofbeldi í íþróttum fyrirfinnist hér á landi,“ segir Celia Brackenridge, prófessor í íþróttum og menntun við Brunel-háskóla. Celia er stödd hér á landi til að flytja erindi á ráðstefnu á vegum samtakanna Blátt áfram og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd undir yfirskriftinni Forvarnir eru besta leiðin, sem stendur nú yfir. Ísland er að hennar mati langt að baki öðrum löndum þegar kemur að forvörnum vegna kynferðisofbeldis en Celia er sérfræðingur í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. Málefnið er henni hugleikið en hún hefur barist fyrir auknu forvarnarstarfi í íþróttahreyfingum í 35 ár. Að sögn Celiu er ekki til sú íþrótt þar sem kynferðisofbeldi þrífst ekki. „Það er ekki rétt ef iðkendur og þjálfarar tiltekinnar íþróttar segja að kynferðisofbeldi þekkist ekki þar. Þá eru þeir augljóslega að horfa fram hjá vandanum.“ Erindi Celiu á ráðstefnunni fjallar um forvarnir og hvernig draga megi lærdóm af reynslu annarra landa af kynferðisbrotum í íþróttum og forvörnum sem tengjast þeim. Hún segir mikla vinnu hafa verið lagða í forvarnarstarf víðs vegar í heiminum sem hafi gefið mjög góða reynslu. „Margir halda að íþróttir séu eins og ævintýraland þar sem engin vandamál eru. En það er vitað að þar þrífast vandamál eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti og þar má einnig finna kynferðisofbeldi. Við þurfum að átta okkur á því að þjálfarar hafa mikil völd og að lítill hluti þeirra er stundum þátttakandi í ofbeldisfullri hegðun.“ Hún bendir einnig á að mikilvægt sé að þjálfarar séu meðvitaðir um einkenni sem geta komið fram hjá börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og kunni að grípa til viðeigandi ráðstafana fái þeir vitneskju um slíkt. „Hluti þeirra barna sem stunda íþróttir kemur frá heimilum þar sem þau hafa orðið fyrir ofbeldi. Þjálfarar hafa tækifæri til þess að hjálpa þessum börnum með að þekkja einkenni kynferðisofbeldis. Það er sameiginleg ábyrgð allra að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir verða að hafa vakandi auga fyrir því.“
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira