Jafnrétti er sjálfsagt mál! Aron Ólafsson skrifar 13. nóvember 2013 06:00 Það sem gleymist oftar en ekki í umræðunni er að Sjálfstæðisflokkurinn var leiðandi í jafnréttismálum á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn 1976 þegar jafnréttislögin voru samþykkt. Fyrsta konan til að gegna borgarstjóraembætti var Auður Auðuns sjálfstæðiskona og fyrsta konan í ráðherrastóli var Ragnhildur Helgadóttir einnig sjálfstæðiskona. Eftir sveitarstjórnarkosningar 2006 voru fimm konur bæjar- eða sveitarstjórar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Raunin er sú í dag að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tengdur við þennan málaflokk. Það er mesta furða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem staðið hefur vörð um mannréttindi. Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn komi þessari stefnu sinni betur á framfæri og verði aftur leiðandi afl og beiti sér sem aldrei fyrr fyrir jafnrétti. Jafnrétti verður ekki náð með lögum og reglugerðum einungis heldur þurfum við að útrýma félagslegu hömlunum sem eru allt í kringum okkur. Ég var að vinna að verkefni í stjórnunaráfanga þar sem fjallað var um siðferðislegu spurningarnar sem starfsmenn geta lent í og ein spurningin var hvort starfsmaðurinn ætti að tala við forstjóra stórfyrirtækis sem hann vann hjá. Ég var í hópi með þremur stúlkum sem, án þess að blikka, ákvaðu að forstjórinn væri karlkyns. Þegar ég var spurður álits þá gat ég bara sagt að það væri ótrúlegt að þær hefðu kynjað forstjórann sem aldrei var nefndur á nafn eða sett kyn á hann í verkefninu. Þetta er skýrt dæmi um hvernig staðalímyndir okkar eru líklegar til að hefta okkur. Ef þú getur ekki séð sjálfan þig fyrir þér í einhverju starfi þá er leiðin þangað löng. Innan borgarinnar er 8,5% kynbundinn launamismunur og reyna menn að afsaka hann með því að benda á að konur biðja síður um launahækkanir. Ef þetta eru svörin þá er rót vandans væntanlega viðhorfið. Þessi ósýnilegi veggur sem hamlar körlum að fara í umönnunarstörf og konum að verða að leiðtogum. Við verðum að taka upp fræðslu í grunnskólum landsins til þess að reyna að eyða þessum höftum, þannig að allir eigi raunverulega jöfn tækifæri lagalega og félagslega. Fimm ár í röð höfum við verið það land þar sem konur hafa það best. Ísland skorar 80 stig af 100, en eigum við að nema staðar þar? Það á ekki að vera neinn vafi á því að jafnrétti á að vera sjálfsagt! Ég, Aron Ólafsson, stefni í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Eitt af stefnumálum mínum er að setja ríka áherslu á jafnréttismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það sem gleymist oftar en ekki í umræðunni er að Sjálfstæðisflokkurinn var leiðandi í jafnréttismálum á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn 1976 þegar jafnréttislögin voru samþykkt. Fyrsta konan til að gegna borgarstjóraembætti var Auður Auðuns sjálfstæðiskona og fyrsta konan í ráðherrastóli var Ragnhildur Helgadóttir einnig sjálfstæðiskona. Eftir sveitarstjórnarkosningar 2006 voru fimm konur bæjar- eða sveitarstjórar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Raunin er sú í dag að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tengdur við þennan málaflokk. Það er mesta furða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem staðið hefur vörð um mannréttindi. Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn komi þessari stefnu sinni betur á framfæri og verði aftur leiðandi afl og beiti sér sem aldrei fyrr fyrir jafnrétti. Jafnrétti verður ekki náð með lögum og reglugerðum einungis heldur þurfum við að útrýma félagslegu hömlunum sem eru allt í kringum okkur. Ég var að vinna að verkefni í stjórnunaráfanga þar sem fjallað var um siðferðislegu spurningarnar sem starfsmenn geta lent í og ein spurningin var hvort starfsmaðurinn ætti að tala við forstjóra stórfyrirtækis sem hann vann hjá. Ég var í hópi með þremur stúlkum sem, án þess að blikka, ákvaðu að forstjórinn væri karlkyns. Þegar ég var spurður álits þá gat ég bara sagt að það væri ótrúlegt að þær hefðu kynjað forstjórann sem aldrei var nefndur á nafn eða sett kyn á hann í verkefninu. Þetta er skýrt dæmi um hvernig staðalímyndir okkar eru líklegar til að hefta okkur. Ef þú getur ekki séð sjálfan þig fyrir þér í einhverju starfi þá er leiðin þangað löng. Innan borgarinnar er 8,5% kynbundinn launamismunur og reyna menn að afsaka hann með því að benda á að konur biðja síður um launahækkanir. Ef þetta eru svörin þá er rót vandans væntanlega viðhorfið. Þessi ósýnilegi veggur sem hamlar körlum að fara í umönnunarstörf og konum að verða að leiðtogum. Við verðum að taka upp fræðslu í grunnskólum landsins til þess að reyna að eyða þessum höftum, þannig að allir eigi raunverulega jöfn tækifæri lagalega og félagslega. Fimm ár í röð höfum við verið það land þar sem konur hafa það best. Ísland skorar 80 stig af 100, en eigum við að nema staðar þar? Það á ekki að vera neinn vafi á því að jafnrétti á að vera sjálfsagt! Ég, Aron Ólafsson, stefni í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Eitt af stefnumálum mínum er að setja ríka áherslu á jafnréttismál.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun