Jafnrétti er sjálfsagt mál! Aron Ólafsson skrifar 13. nóvember 2013 06:00 Það sem gleymist oftar en ekki í umræðunni er að Sjálfstæðisflokkurinn var leiðandi í jafnréttismálum á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn 1976 þegar jafnréttislögin voru samþykkt. Fyrsta konan til að gegna borgarstjóraembætti var Auður Auðuns sjálfstæðiskona og fyrsta konan í ráðherrastóli var Ragnhildur Helgadóttir einnig sjálfstæðiskona. Eftir sveitarstjórnarkosningar 2006 voru fimm konur bæjar- eða sveitarstjórar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Raunin er sú í dag að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tengdur við þennan málaflokk. Það er mesta furða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem staðið hefur vörð um mannréttindi. Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn komi þessari stefnu sinni betur á framfæri og verði aftur leiðandi afl og beiti sér sem aldrei fyrr fyrir jafnrétti. Jafnrétti verður ekki náð með lögum og reglugerðum einungis heldur þurfum við að útrýma félagslegu hömlunum sem eru allt í kringum okkur. Ég var að vinna að verkefni í stjórnunaráfanga þar sem fjallað var um siðferðislegu spurningarnar sem starfsmenn geta lent í og ein spurningin var hvort starfsmaðurinn ætti að tala við forstjóra stórfyrirtækis sem hann vann hjá. Ég var í hópi með þremur stúlkum sem, án þess að blikka, ákvaðu að forstjórinn væri karlkyns. Þegar ég var spurður álits þá gat ég bara sagt að það væri ótrúlegt að þær hefðu kynjað forstjórann sem aldrei var nefndur á nafn eða sett kyn á hann í verkefninu. Þetta er skýrt dæmi um hvernig staðalímyndir okkar eru líklegar til að hefta okkur. Ef þú getur ekki séð sjálfan þig fyrir þér í einhverju starfi þá er leiðin þangað löng. Innan borgarinnar er 8,5% kynbundinn launamismunur og reyna menn að afsaka hann með því að benda á að konur biðja síður um launahækkanir. Ef þetta eru svörin þá er rót vandans væntanlega viðhorfið. Þessi ósýnilegi veggur sem hamlar körlum að fara í umönnunarstörf og konum að verða að leiðtogum. Við verðum að taka upp fræðslu í grunnskólum landsins til þess að reyna að eyða þessum höftum, þannig að allir eigi raunverulega jöfn tækifæri lagalega og félagslega. Fimm ár í röð höfum við verið það land þar sem konur hafa það best. Ísland skorar 80 stig af 100, en eigum við að nema staðar þar? Það á ekki að vera neinn vafi á því að jafnrétti á að vera sjálfsagt! Ég, Aron Ólafsson, stefni í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Eitt af stefnumálum mínum er að setja ríka áherslu á jafnréttismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem gleymist oftar en ekki í umræðunni er að Sjálfstæðisflokkurinn var leiðandi í jafnréttismálum á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn 1976 þegar jafnréttislögin voru samþykkt. Fyrsta konan til að gegna borgarstjóraembætti var Auður Auðuns sjálfstæðiskona og fyrsta konan í ráðherrastóli var Ragnhildur Helgadóttir einnig sjálfstæðiskona. Eftir sveitarstjórnarkosningar 2006 voru fimm konur bæjar- eða sveitarstjórar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Raunin er sú í dag að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tengdur við þennan málaflokk. Það er mesta furða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem staðið hefur vörð um mannréttindi. Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn komi þessari stefnu sinni betur á framfæri og verði aftur leiðandi afl og beiti sér sem aldrei fyrr fyrir jafnrétti. Jafnrétti verður ekki náð með lögum og reglugerðum einungis heldur þurfum við að útrýma félagslegu hömlunum sem eru allt í kringum okkur. Ég var að vinna að verkefni í stjórnunaráfanga þar sem fjallað var um siðferðislegu spurningarnar sem starfsmenn geta lent í og ein spurningin var hvort starfsmaðurinn ætti að tala við forstjóra stórfyrirtækis sem hann vann hjá. Ég var í hópi með þremur stúlkum sem, án þess að blikka, ákvaðu að forstjórinn væri karlkyns. Þegar ég var spurður álits þá gat ég bara sagt að það væri ótrúlegt að þær hefðu kynjað forstjórann sem aldrei var nefndur á nafn eða sett kyn á hann í verkefninu. Þetta er skýrt dæmi um hvernig staðalímyndir okkar eru líklegar til að hefta okkur. Ef þú getur ekki séð sjálfan þig fyrir þér í einhverju starfi þá er leiðin þangað löng. Innan borgarinnar er 8,5% kynbundinn launamismunur og reyna menn að afsaka hann með því að benda á að konur biðja síður um launahækkanir. Ef þetta eru svörin þá er rót vandans væntanlega viðhorfið. Þessi ósýnilegi veggur sem hamlar körlum að fara í umönnunarstörf og konum að verða að leiðtogum. Við verðum að taka upp fræðslu í grunnskólum landsins til þess að reyna að eyða þessum höftum, þannig að allir eigi raunverulega jöfn tækifæri lagalega og félagslega. Fimm ár í röð höfum við verið það land þar sem konur hafa það best. Ísland skorar 80 stig af 100, en eigum við að nema staðar þar? Það á ekki að vera neinn vafi á því að jafnrétti á að vera sjálfsagt! Ég, Aron Ólafsson, stefni í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Eitt af stefnumálum mínum er að setja ríka áherslu á jafnréttismál.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun