Baráttan gegn aðgreiningu Oddný Sturludóttir skrifar 10. apríl 2013 07:00 Íslenskir leik- og grunnskólar starfa eftir hugmyndinni um skóla án aðgreiningar, eins og skólar í velflestum löndum hins vestræna heims. Hugmyndin er einfaldlega að finna sem allra flestum börnum stað í almenna skólakerfinu og nýta mátt þess stóra samfélags til að koma þeim öllum til þess þroska sem þau hafa burði til. Baráttan gegn aðgreiningu hófst fyrir mörgum áratugum og er samferða baráttunni fyrir réttindum fólks með fötlun. En skóli án aðgreiningar snýst ekki bara um nemendur sem þurfa stuðning. Skóli án aðgreiningar snýst um þátttöku allra barna í skólasamfélaginu og hann snýst um að fjarlægja hindranir. Skóli án aðgreiningar nær aldrei fullkomnun, skólastarf er ferli sem þarf og á að vera í stöðugri endurskoðun. Með því að bregða birtu á það sem vel tekst, og það sem misferst, fáum við dýrmæt tækifæri á hverjum degi til að þróa skóla sem er fyrir öll börn.Aukin gæði menntunar Allir sem aðhyllast jöfn tækifæri og réttlátt samfélag sjá í hendi sér að skóli án aðgreiningar er eftirsóknarverður og hugmyndin spennandi. Sem betur fer benda ótal rannsóknir til þess að hugmyndin sé líka góð. Rannsóknir hafa sýnt fram á að í skólum þar sem námshópar einkennast af fjölbreytni aukast gæði menntunar hjá öllum nemendum, ekki bara þeim sem að öðrum kosti væru einangraðir í sérlausnum á jaðri skólakerfisins. Fordómar minnka, vitsmunaþroski eykst hraðar, gagnrýnin hugsun, borgaravitund og sjálfsöryggi er meira. Auk þess mælast jákvæð áhrif á bekkjaranda í skólum þar sem nemendahópurinn er fjölbreytilegur og þróun námskráa er örari. Rannsóknir sýna líka að einsleitur nemendahópur getur leitt til neikvæðra staðalmynda og mismununar sem getur orðið viðvarandi gagnvart ákveðnum nemendum. Með skóla án aðgreiningar hafa samfélög um allan hinn vestræna heim unnið markvisst gegn einsleitni, mismunun og einangrun. Í því felast miklar áskoranir og engin ein leið er rétt. En skólafólk missir ekki sjónar á leiðarljósinu, því ávinningurinn fyrir menntun barna er ótvíræður. Hugmyndin er ekki bara góð, hún er merkileg og mikilvæg.Ísland er fyrirmynd Í alþjóðlegum samanburði einkennast íslenskir skólar af miklum jöfnuði. Aðrar þjóðir öfunda okkur af þeirri staðreynd og víst er að fátt er dýrmætara í íslensku samfélagi en sá jöfnuður sem einkennir okkar mikilvægustu stofnanir, skólana. Jöfnuðinn má þakka fjölbreytileika nemendahópsins, þar sem börn fá tækifæri til að ná árangri óháð uppruna, atgervi og efnahag foreldra. Hann má líka þakka sterkri stöðu hins almenna leik- og grunnskóla og öflugri skólaþróun síðastliðna áratugi. Kennarar um allan heim sinna krefjandi starfi. Gott skólastarf sem hlúir að nemendum hér og nú, sem og býr þá undir líf og starf í síbreytilegum heimi, byggir á fagmennsku kennara og samstarfi skólasamfélagsins alls. Samtal um umbætur í skólastarfi er alltaf af hinu góða og auðvitað vilja allir leggja sig fram um að skapa nemendum gott umhverfi og góðan stuðning. Mælingar á árangri og líðan barna og unglinga í skólum, t.d. í Reykjavík, bera metnaði og fagmennsku skólafólks glæsilegt vitni; árlegar mælingar meðal nemenda sýna að kvíði, vanlíðan og einelti hefur minnkað verulega, jafnar og góðar framfarir nemenda milli ára eru staðreynd í 80% reykvískra skóla, skimanir á læsis- og stærðfræðikunnáttu hafa sýnt betri árangur með hverju árinu og ánægja foreldra hefur aukist. Ótal góð dæmi birtast okkur á hverjum degi um framsækið skólastarf og það er ljóst að kennarar hafa staðið vaktina fyrir börn og unglinga á erfiðum tímum. Þeir hafa hvergi slegið af metnaði sínum og starfa í stöðugri viðleitni til að þróa námsaðferðir til að mæta ólíkum styrkleikum barna og unglinga. Það ber að þakka.Eru þín börn „normal"? Síðustu mánuði hefur umræða um skólamál snúist um hindranir í innleiðingu skólastefnu án aðgreiningar og dæmi eru tekin af erfiðleikum í framkvæmd hennar. Það er mikilvægt að greina hismið frá kjarnanum í þessu sem öðru. Það er mikilvægt að skella ekki skuldinni á vanda einstakra barna og taka upp gamlar hugmyndir um „normalt" barn. Það barn hefur aldrei verið til, er ekki til og verður aldrei til. Hvert einasta barn er sérstakt. Skólastefna sem byggir á þeirri sýn getur ekki verið vandamálið. Tölum frekar um nauðsynlega ráðgjöf og stuðning við þróun árangursríkra námsaðferða, fjölbreytilega kennsluhætti og mikilvægi jákvæðs stuðnings foreldra við nám barna sinna. Höldum sveitarfélögum við efnið, því þau verða að vera óþreytandi í viðleitni sinni til að styðja betur við skólana svo þeir vinni að því að þróa gott skólastarf án aðgreiningar. Virðum kennarastarfið og virðum ekki bara börnin okkar, heldur börn allra hinna foreldranna líka. Í Reykjavík eins og í öðrum sveitarfélögum er sífellt leitað leiða og lausna fyrir nemendur með það fyrir augum að virkja styrkleika þeirra og virða veikleika þeirra. Stundum tekst okkur mjög vel upp, stundum síður. En við getum ekki skellt skuldinni á skólastefnuna í heild sinni þótt misvel gangi að koma til móts við þarfir nemenda. Ástin á rétt á sér þó að hver og einn gangi í gegnum ástarsorg og hreyfing er af hinu góða þó að stundum verði slys á íþróttafólki. Það er mikil einföldun og hættuleg skilaboð að gagnrýna heilt hugmyndakerfi, byggt á áratugalangri réttindabaráttu, vegna hins augljósa: að nemendahópurinn er og verður krefjandi og það verður ávallt krefjandi fyrir skólakerfið að mæta þörfum hans. Ef engin væru vandamálin þyrftum við lítið að gera.Segjum sögur Það er mikilvægt að deila reynslu, segja frá og rýna til gagns. Á hverjum degi fæðist ný saga um jákvæð áhrif skólastefnu án aðgreiningar. Þær sögur verðum við líka að segja og ég hvet kennara, foreldra og stjórnendur til að segja þær sögur. Þær skipta líka máli. Umræðan kemur okkur öllum við og við eigum öll að vera þátttakendur í henni. Við höfum sannað það sem samfélag að skólastarf leikskóla og grunnskóla stendur traustum fótum, eftir fjögur ár í kröppum dansi í efnahagslífinu. Við getum gert betur og viljum gera betur. En við gefum engan afslátt af viðhorfi okkar til barna og unglinga, því viðhorfi að skólinn er fyrir öll börnin okkar, óháð atgervi þeirra og upplagi, getu, geðslagi, bakgrunni og þörfum. Þeirra er skólinn, þeirra stoð og þeirra skjól. Margbreytileikinn í íslenskum skólum og íslensku samfélagi er hvorki veikleiki né vandamál. Hann er styrkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Íslenskir leik- og grunnskólar starfa eftir hugmyndinni um skóla án aðgreiningar, eins og skólar í velflestum löndum hins vestræna heims. Hugmyndin er einfaldlega að finna sem allra flestum börnum stað í almenna skólakerfinu og nýta mátt þess stóra samfélags til að koma þeim öllum til þess þroska sem þau hafa burði til. Baráttan gegn aðgreiningu hófst fyrir mörgum áratugum og er samferða baráttunni fyrir réttindum fólks með fötlun. En skóli án aðgreiningar snýst ekki bara um nemendur sem þurfa stuðning. Skóli án aðgreiningar snýst um þátttöku allra barna í skólasamfélaginu og hann snýst um að fjarlægja hindranir. Skóli án aðgreiningar nær aldrei fullkomnun, skólastarf er ferli sem þarf og á að vera í stöðugri endurskoðun. Með því að bregða birtu á það sem vel tekst, og það sem misferst, fáum við dýrmæt tækifæri á hverjum degi til að þróa skóla sem er fyrir öll börn.Aukin gæði menntunar Allir sem aðhyllast jöfn tækifæri og réttlátt samfélag sjá í hendi sér að skóli án aðgreiningar er eftirsóknarverður og hugmyndin spennandi. Sem betur fer benda ótal rannsóknir til þess að hugmyndin sé líka góð. Rannsóknir hafa sýnt fram á að í skólum þar sem námshópar einkennast af fjölbreytni aukast gæði menntunar hjá öllum nemendum, ekki bara þeim sem að öðrum kosti væru einangraðir í sérlausnum á jaðri skólakerfisins. Fordómar minnka, vitsmunaþroski eykst hraðar, gagnrýnin hugsun, borgaravitund og sjálfsöryggi er meira. Auk þess mælast jákvæð áhrif á bekkjaranda í skólum þar sem nemendahópurinn er fjölbreytilegur og þróun námskráa er örari. Rannsóknir sýna líka að einsleitur nemendahópur getur leitt til neikvæðra staðalmynda og mismununar sem getur orðið viðvarandi gagnvart ákveðnum nemendum. Með skóla án aðgreiningar hafa samfélög um allan hinn vestræna heim unnið markvisst gegn einsleitni, mismunun og einangrun. Í því felast miklar áskoranir og engin ein leið er rétt. En skólafólk missir ekki sjónar á leiðarljósinu, því ávinningurinn fyrir menntun barna er ótvíræður. Hugmyndin er ekki bara góð, hún er merkileg og mikilvæg.Ísland er fyrirmynd Í alþjóðlegum samanburði einkennast íslenskir skólar af miklum jöfnuði. Aðrar þjóðir öfunda okkur af þeirri staðreynd og víst er að fátt er dýrmætara í íslensku samfélagi en sá jöfnuður sem einkennir okkar mikilvægustu stofnanir, skólana. Jöfnuðinn má þakka fjölbreytileika nemendahópsins, þar sem börn fá tækifæri til að ná árangri óháð uppruna, atgervi og efnahag foreldra. Hann má líka þakka sterkri stöðu hins almenna leik- og grunnskóla og öflugri skólaþróun síðastliðna áratugi. Kennarar um allan heim sinna krefjandi starfi. Gott skólastarf sem hlúir að nemendum hér og nú, sem og býr þá undir líf og starf í síbreytilegum heimi, byggir á fagmennsku kennara og samstarfi skólasamfélagsins alls. Samtal um umbætur í skólastarfi er alltaf af hinu góða og auðvitað vilja allir leggja sig fram um að skapa nemendum gott umhverfi og góðan stuðning. Mælingar á árangri og líðan barna og unglinga í skólum, t.d. í Reykjavík, bera metnaði og fagmennsku skólafólks glæsilegt vitni; árlegar mælingar meðal nemenda sýna að kvíði, vanlíðan og einelti hefur minnkað verulega, jafnar og góðar framfarir nemenda milli ára eru staðreynd í 80% reykvískra skóla, skimanir á læsis- og stærðfræðikunnáttu hafa sýnt betri árangur með hverju árinu og ánægja foreldra hefur aukist. Ótal góð dæmi birtast okkur á hverjum degi um framsækið skólastarf og það er ljóst að kennarar hafa staðið vaktina fyrir börn og unglinga á erfiðum tímum. Þeir hafa hvergi slegið af metnaði sínum og starfa í stöðugri viðleitni til að þróa námsaðferðir til að mæta ólíkum styrkleikum barna og unglinga. Það ber að þakka.Eru þín börn „normal"? Síðustu mánuði hefur umræða um skólamál snúist um hindranir í innleiðingu skólastefnu án aðgreiningar og dæmi eru tekin af erfiðleikum í framkvæmd hennar. Það er mikilvægt að greina hismið frá kjarnanum í þessu sem öðru. Það er mikilvægt að skella ekki skuldinni á vanda einstakra barna og taka upp gamlar hugmyndir um „normalt" barn. Það barn hefur aldrei verið til, er ekki til og verður aldrei til. Hvert einasta barn er sérstakt. Skólastefna sem byggir á þeirri sýn getur ekki verið vandamálið. Tölum frekar um nauðsynlega ráðgjöf og stuðning við þróun árangursríkra námsaðferða, fjölbreytilega kennsluhætti og mikilvægi jákvæðs stuðnings foreldra við nám barna sinna. Höldum sveitarfélögum við efnið, því þau verða að vera óþreytandi í viðleitni sinni til að styðja betur við skólana svo þeir vinni að því að þróa gott skólastarf án aðgreiningar. Virðum kennarastarfið og virðum ekki bara börnin okkar, heldur börn allra hinna foreldranna líka. Í Reykjavík eins og í öðrum sveitarfélögum er sífellt leitað leiða og lausna fyrir nemendur með það fyrir augum að virkja styrkleika þeirra og virða veikleika þeirra. Stundum tekst okkur mjög vel upp, stundum síður. En við getum ekki skellt skuldinni á skólastefnuna í heild sinni þótt misvel gangi að koma til móts við þarfir nemenda. Ástin á rétt á sér þó að hver og einn gangi í gegnum ástarsorg og hreyfing er af hinu góða þó að stundum verði slys á íþróttafólki. Það er mikil einföldun og hættuleg skilaboð að gagnrýna heilt hugmyndakerfi, byggt á áratugalangri réttindabaráttu, vegna hins augljósa: að nemendahópurinn er og verður krefjandi og það verður ávallt krefjandi fyrir skólakerfið að mæta þörfum hans. Ef engin væru vandamálin þyrftum við lítið að gera.Segjum sögur Það er mikilvægt að deila reynslu, segja frá og rýna til gagns. Á hverjum degi fæðist ný saga um jákvæð áhrif skólastefnu án aðgreiningar. Þær sögur verðum við líka að segja og ég hvet kennara, foreldra og stjórnendur til að segja þær sögur. Þær skipta líka máli. Umræðan kemur okkur öllum við og við eigum öll að vera þátttakendur í henni. Við höfum sannað það sem samfélag að skólastarf leikskóla og grunnskóla stendur traustum fótum, eftir fjögur ár í kröppum dansi í efnahagslífinu. Við getum gert betur og viljum gera betur. En við gefum engan afslátt af viðhorfi okkar til barna og unglinga, því viðhorfi að skólinn er fyrir öll börnin okkar, óháð atgervi þeirra og upplagi, getu, geðslagi, bakgrunni og þörfum. Þeirra er skólinn, þeirra stoð og þeirra skjól. Margbreytileikinn í íslenskum skólum og íslensku samfélagi er hvorki veikleiki né vandamál. Hann er styrkur.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun