Kennir Íslendingum indverska matargerð Sara McMahon skrifar 4. apríl 2013 17:00 Shruthi Basappa kennir Íslendingum hvernig megi elda indverska rétti. Hún flutti hingað til lands ásamt manni sínum í júlí í fyrra. fréttablaðið/Vilhelm Shruthi Basappa flutti ásamt íslenskum manni sínum til Íslands í júlí í fyrra. Shruthi er arkitekt að mennt en eftir komuna hingað varð hún fljótt vör við mikinn áhuga heimamanna á indverskri matargerð og nú heldur hún matreiðslunámskeið fyrir hópa í húsnæði veitingaþjónustunnar Mensa við Baldursgötu. „Við komuna hingað fann ég strax fyrir miklum áhuga fólks á indverskri matargerð. Ég bauðst til þess að kenna ættingjum mannsins mín handtökin í eldhúsinu heima. Þetta vatt svo upp á sig og nú er ég farin að taka á móti hópum," útskýrir Shruthi sem kynntist manni sínum er þau voru bæði við nám í Barcelona. Sjálf er Shruthi ættuð frá borginni Bangalore í suðurhluta Indlands. „Ég er frá Suður-Indlandi og við borðum rétti sem eru ólíkir þeim sem fólk í Norður-Indlandi borðar. Á námskeiðinu kenni ég fólki að elda rétti frá ólíkum svæðum landsins. Yfirleitt samanstendur matseðillinn af grænmetisréttum, hrísgrjónarétti og einum kjötrétti og svo segi ég frá hinum ólíku kryddblöndum og kryddum líka." Aðspurð segir Shruthi það algengan misskilning að indversk matreiðsla sé tímafrek. „Það eina sem hún krefst er svolítið skipulag. Ef þú marinerar kjötið kvöldið áður tekur eldamennskan enga stund." Shruthi viðurkennir að lífið og tilveran á Íslandi sé töluvert frábrugðin því sem hún á að venjast frá Indlandi. „Hitastigið er sérstaklega ólíkt á milli landanna og matarmenningin líka. Heima borðaði ég til dæmis sjaldan lambakjöt en tengdafjölskyldan mín lét mig ekki komast upp með að smakka ekki íslenska lambakjötið," segir hún og hlær. „Mamma mín gerir þó mjög góða lambarétti. Ég er hindúi og samkvæmt trúnni má ég hvorki borða nauta- eða svínakjöt, þess vegna borða Indverjar mikið lambakjöt. Ég reyndar borða allt sem mig langar til," viðurkennir hún. Matreiðslunámskeiðið tekur um fjórar klukkustundir og samanstendur hver hópur af sex til átta manns. Shruthi segir námskeiðið sérstaklega vinsælt meðal vinahópa en einnig sé mikið um að pör bóki sig saman. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á Facebook undir nafninu Whole Spice. Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Shruthi Basappa flutti ásamt íslenskum manni sínum til Íslands í júlí í fyrra. Shruthi er arkitekt að mennt en eftir komuna hingað varð hún fljótt vör við mikinn áhuga heimamanna á indverskri matargerð og nú heldur hún matreiðslunámskeið fyrir hópa í húsnæði veitingaþjónustunnar Mensa við Baldursgötu. „Við komuna hingað fann ég strax fyrir miklum áhuga fólks á indverskri matargerð. Ég bauðst til þess að kenna ættingjum mannsins mín handtökin í eldhúsinu heima. Þetta vatt svo upp á sig og nú er ég farin að taka á móti hópum," útskýrir Shruthi sem kynntist manni sínum er þau voru bæði við nám í Barcelona. Sjálf er Shruthi ættuð frá borginni Bangalore í suðurhluta Indlands. „Ég er frá Suður-Indlandi og við borðum rétti sem eru ólíkir þeim sem fólk í Norður-Indlandi borðar. Á námskeiðinu kenni ég fólki að elda rétti frá ólíkum svæðum landsins. Yfirleitt samanstendur matseðillinn af grænmetisréttum, hrísgrjónarétti og einum kjötrétti og svo segi ég frá hinum ólíku kryddblöndum og kryddum líka." Aðspurð segir Shruthi það algengan misskilning að indversk matreiðsla sé tímafrek. „Það eina sem hún krefst er svolítið skipulag. Ef þú marinerar kjötið kvöldið áður tekur eldamennskan enga stund." Shruthi viðurkennir að lífið og tilveran á Íslandi sé töluvert frábrugðin því sem hún á að venjast frá Indlandi. „Hitastigið er sérstaklega ólíkt á milli landanna og matarmenningin líka. Heima borðaði ég til dæmis sjaldan lambakjöt en tengdafjölskyldan mín lét mig ekki komast upp með að smakka ekki íslenska lambakjötið," segir hún og hlær. „Mamma mín gerir þó mjög góða lambarétti. Ég er hindúi og samkvæmt trúnni má ég hvorki borða nauta- eða svínakjöt, þess vegna borða Indverjar mikið lambakjöt. Ég reyndar borða allt sem mig langar til," viðurkennir hún. Matreiðslunámskeiðið tekur um fjórar klukkustundir og samanstendur hver hópur af sex til átta manns. Shruthi segir námskeiðið sérstaklega vinsælt meðal vinahópa en einnig sé mikið um að pör bóki sig saman. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á Facebook undir nafninu Whole Spice.
Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning