Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga 4. apríl 2013 07:00 Undanfarin ár hefur grimmt verið skorið niður í heilbrigðismálum, jafnt í höfuðborginni sem á landsbyggðinni. Víðast hvar, svo sem í heilsugæslunni og á Landspítalanum, lætur nærri að niðurskurður fjárveitinga sé um 20% síðastliðin fjögur ár. En hvaða áhrif hefur þetta haft? Mikill niðurskurður á fjárframlögum hefur leitt til þess að starfsmönnum hefur fækkað, sjúkrarúmum hefur fækkað, sjúkradeildum og stofnunum hefur verið lokað eða þær sameinaðar. Þetta hefur leitt til verri þjónustu, lengri biðtíma, hærri kostnaðar, óhagræðis og óöryggis fyrir þá sem þjónustu heilbrigðiskerfisins hafa þurft að njóta.Biðlistar hafa lengst Biðlistar eftir ýmsum aðgerðum og rannsóknum hafa lengst (tölur frá Embætti landlæknis), rannsóknir hafa sýnt að endurinnlögnum á lyflækninga- og skurðlækningadeildir Landspítalans hefur fjölgað og sjúklingar hafa kvartað yfir óhóflegri bið eftir þjónustu, ekki síst á bráðadeild spítalans. Ekki má heldur gleyma að tækjamál Landspítalans hafa verið í ólestri vegna of lítilla fjárveitinga mörg undanfarin ár. Í janúar og febrúar herjaði árleg inflúensa, RS- og nóroveirufaraldrar á landsmenn með þeim afleiðingum að spítalinn yfirfylltist af sjúklingum. Álag á starfsfólk jókst og spítalinn var á köflum settur á svonefnt viðbragðsstig. Svona var ástandið ekki fyrir fáum árum, um það eru flestir sammála. Í heilsugæslunni er ástandið með líkum brag. Skortur er á heimilislæknum og árum saman hefur reynst erfitt að manna stöður þeirra, ekki síst á landsbyggðinni. Þótt námsstöðum í heimilislækningum hafi fjölgað er það enn ekki farið að skila sér í nægilegum fjölda fullmenntaðra heimilislækna. Þúsundir manna hafa ekki sinn eigin heimilislækni og fyrirheit ráðamanna um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn virkar ekki sem skyldi. Svona má áfram telja. Mikið hefur verið rætt um vaxandi álag, bág launakjör og flótta starfsmanna úr heilbrigðisgeiranum. Hvað lækna snertir hefur þeim fækkað um 10% frá hruni og meðaldur þeirra hefur hækkað. Starfandi læknum á aldrinum 60-69 ára fjölgaði hlutfallslega úr 16,5% árið 2007 í 24% árið 2011, eða um 45%. Fjölmargir ungir sérfræðilæknar sem lokið hafa sérnámi erlendis treysta sér ekki til að flytja til Íslands vegna bágra starfsaðstæðna og lélegra launakjara. Margir eldri sérfræðilæknar sem búsettir hafa verið á Íslandi árum og áratugum saman hafa flutt til útlanda eða tekið að sér hlutastörf erlendis þannig að starfskraftar þeirra nýtast ekki til fulls á Íslandi. Þetta eru allt breytingar til hins verra fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Við þessu þarf að bregðast.Krafa kjósenda Ummæli ýmissa ráðamanna um að heilbrigðiskerfinu hafi verið sérstaklega hlíft í niðurskurði undanfarinna ára eru á skjön við upplifun starfsmanna. Margir, líklega flestir, sem að heilbrigðismálum starfa telja þvert á móti að heilbrigðiskerfinu hafi hnignað og þjónustan versnað umtalsvert undanfarin ár. Almennt mat er að alltof langt hafi verið gengið í niðurskurðinum undanfarin ár. Við því þarf að bregðast. Nú er að koma vor og alþingiskosningar nálgast óðum. Aldrei hafa fleiri flokkar og samtök boðið fram krafta sína. Fyrir skömmu fór ég inn á heimasíður framboðanna og þar var ekki alltaf um auðugan garð að gresja þegar kom að umfjöllun um heilbrigðismál. Það hlýtur að vera skýlaus krafa kjósenda að þeir sem bjóða fram til Alþingis hafi skýra stefnu í heilbrigðismálum ekki síður en öðrum þjóðfélagsmálum. Hvernig hyggjast stjórnmálaflokkarnir bregðast við vandamálum heilbrigðiskerfisins á næsta kjörtímabili? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur grimmt verið skorið niður í heilbrigðismálum, jafnt í höfuðborginni sem á landsbyggðinni. Víðast hvar, svo sem í heilsugæslunni og á Landspítalanum, lætur nærri að niðurskurður fjárveitinga sé um 20% síðastliðin fjögur ár. En hvaða áhrif hefur þetta haft? Mikill niðurskurður á fjárframlögum hefur leitt til þess að starfsmönnum hefur fækkað, sjúkrarúmum hefur fækkað, sjúkradeildum og stofnunum hefur verið lokað eða þær sameinaðar. Þetta hefur leitt til verri þjónustu, lengri biðtíma, hærri kostnaðar, óhagræðis og óöryggis fyrir þá sem þjónustu heilbrigðiskerfisins hafa þurft að njóta.Biðlistar hafa lengst Biðlistar eftir ýmsum aðgerðum og rannsóknum hafa lengst (tölur frá Embætti landlæknis), rannsóknir hafa sýnt að endurinnlögnum á lyflækninga- og skurðlækningadeildir Landspítalans hefur fjölgað og sjúklingar hafa kvartað yfir óhóflegri bið eftir þjónustu, ekki síst á bráðadeild spítalans. Ekki má heldur gleyma að tækjamál Landspítalans hafa verið í ólestri vegna of lítilla fjárveitinga mörg undanfarin ár. Í janúar og febrúar herjaði árleg inflúensa, RS- og nóroveirufaraldrar á landsmenn með þeim afleiðingum að spítalinn yfirfylltist af sjúklingum. Álag á starfsfólk jókst og spítalinn var á köflum settur á svonefnt viðbragðsstig. Svona var ástandið ekki fyrir fáum árum, um það eru flestir sammála. Í heilsugæslunni er ástandið með líkum brag. Skortur er á heimilislæknum og árum saman hefur reynst erfitt að manna stöður þeirra, ekki síst á landsbyggðinni. Þótt námsstöðum í heimilislækningum hafi fjölgað er það enn ekki farið að skila sér í nægilegum fjölda fullmenntaðra heimilislækna. Þúsundir manna hafa ekki sinn eigin heimilislækni og fyrirheit ráðamanna um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn virkar ekki sem skyldi. Svona má áfram telja. Mikið hefur verið rætt um vaxandi álag, bág launakjör og flótta starfsmanna úr heilbrigðisgeiranum. Hvað lækna snertir hefur þeim fækkað um 10% frá hruni og meðaldur þeirra hefur hækkað. Starfandi læknum á aldrinum 60-69 ára fjölgaði hlutfallslega úr 16,5% árið 2007 í 24% árið 2011, eða um 45%. Fjölmargir ungir sérfræðilæknar sem lokið hafa sérnámi erlendis treysta sér ekki til að flytja til Íslands vegna bágra starfsaðstæðna og lélegra launakjara. Margir eldri sérfræðilæknar sem búsettir hafa verið á Íslandi árum og áratugum saman hafa flutt til útlanda eða tekið að sér hlutastörf erlendis þannig að starfskraftar þeirra nýtast ekki til fulls á Íslandi. Þetta eru allt breytingar til hins verra fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Við þessu þarf að bregðast.Krafa kjósenda Ummæli ýmissa ráðamanna um að heilbrigðiskerfinu hafi verið sérstaklega hlíft í niðurskurði undanfarinna ára eru á skjön við upplifun starfsmanna. Margir, líklega flestir, sem að heilbrigðismálum starfa telja þvert á móti að heilbrigðiskerfinu hafi hnignað og þjónustan versnað umtalsvert undanfarin ár. Almennt mat er að alltof langt hafi verið gengið í niðurskurðinum undanfarin ár. Við því þarf að bregðast. Nú er að koma vor og alþingiskosningar nálgast óðum. Aldrei hafa fleiri flokkar og samtök boðið fram krafta sína. Fyrir skömmu fór ég inn á heimasíður framboðanna og þar var ekki alltaf um auðugan garð að gresja þegar kom að umfjöllun um heilbrigðismál. Það hlýtur að vera skýlaus krafa kjósenda að þeir sem bjóða fram til Alþingis hafi skýra stefnu í heilbrigðismálum ekki síður en öðrum þjóðfélagsmálum. Hvernig hyggjast stjórnmálaflokkarnir bregðast við vandamálum heilbrigðiskerfisins á næsta kjörtímabili?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun