Nei við þjóðaratkvæðagreiðslu um Vatnsmýrarflugvöll Gunnar H. Gunnarsson skrifar 20. mars 2013 06:00 Marteinn M. Guðgeirsson (MMG) skrifar grein í Fréttablaðið 28. febrúar sl. þar sem hann mælir með því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. Aðalrök MMG fyrir þessu eru skýrsla KPMG sem sjö sveitarfélög á landsbyggðinni létu gera fyrir sig. Þessi skýrsla sýnir óhagræði og kostnað fyrir þá dreifbýlinga sem nota innanlandsflugið ef miðstöð þess yrði flutt til Keflavíkur. Í skýrslu KPMG er ekki nefnt að hver einasti flugmiði í innanlandsflugi, sem einungis 9% Íslendinga nýta sér einhvern tíma á þriggja ára tímabili, er niðurgreiddur af ríkinu um 5.500 kr. vegna rekstrar innanlandsflugvalla og um 17.500 kr. vegna ógreiddrar lóðaleigu af landi ríkis og borgar undir Vatnsmýrarflugvelli. Ekki er þess heldur getið, sem þó er vitað úr opinberri skýrslu ParX fyrir Sturlu Böðvarsson frá 2007, að það er bullandi þjóðhagslega arðsamt að flytja þessa miðstöð úr Vatnsmýri, annaðhvort á Hólmsheiði eða til Keflavíkurflugvallar. Og ekki að furða. Fyrrnefnt óhagræði verður hverfandi ef þá nokkuð ef títtnefnd miðstöð verður flutt á Hólmsheiði. En þá spyrja sumir: „Er ekki svo óhagstætt veður uppi á Hólmsheiði?“ Svarið er að sjálfsögðu nei sbr. m.a. yfirlýsingu dr. Haralds Ólafssonar frá 2008 (sjá m.a. mbl.is) þess efnis að lendandi sé 96-98% úr árinu á Hólmsheiði en vitað er að flugrekendur telja 95% fullnægjandi. Enn er spurt: „En kostnaðurinn fyrir ríkið við nýjan Hólmsheiðarflugvöll?“ Svarið er að kostnaðurinn við hann er á við eitt stk. Vaðlaheiðargöng, sem munu væntanlega aldrei standa undir sér. Verðmæti ríkislóðanna í Vatnsmýri er margfalt meira. Auk þess á Reykjavíkurborg afganginn af lóðunum og þær eru tvöfalt verðmætari en ríkislóðirnar.Stjórnlaus útþensla Þann 6. júlí 1946, þegar Vatnsmýrarflugvöllur var festur í sessi á nákvæmlega þeim stað þar sem framtíðarmiðborg vaxandi höfuðborgar átti að rísa, urðu til vísar að nýju þéttbýli þar sem fram að því var ekkert nema Reykjavík og Hafnarfjörður, þ.e.a.s. vísar að Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Þá hófst stjórnlaus útþensla byggðar á höfuðborgarsvæðinu, ein af helstu þjóðarmeinsemdum Íslendinga, sem enn sér ekki fyrir endann á. Þétting byggðar er eitt helsta verkefni borga heims um þessar mundir í örvæntingarfullri baráttu við orsakir og afleiðingar hlýnunar jarðar. Því borgirnar, þar sem nú býr röskur helmingur mannkyns, eru helsti orsakavaldur útblásturs gróðurhúsalofttegunda, ekki síst frá umferð. Höfuðborgarsvæðið íslenska þekur nú meira en 150 ferkílómetra, ámóta svæði og París og Manhattan samanlagt. Vandinn, orsakavaldurinn og sívaxandi eyðingarmáttur hans blasa við öllum sem ekki eru andlega staurblindir. Óhætt er að fullyrða að velflestar borgir heims, sem nærri allar eru mun þéttbýlli en íslenska höfuðborgin, séu uppteknar við enn meiri þéttingu. En hér er ekki verið að gera neitt. Þvert á móti reka ríkisvaldið og fjórflokkurinn hatramma baráttu gegn almannahag á þessu sviði með öflugum stuðningi skrautlegs hóps flugvallarsinna, sem margir hafa einkahagsmuni að verja. Þrátt fyrir jarðhita og fremur hreina raforku er íslenska höfuðborgarsvæðið í hópi alverstu umhverfissóða heims miðað við íbúatölu með 14 íbúa á hvern hektara, meira en 700 bíla á hverja 1.000 íbúa og enga möguleika á nothæfum almannasamgöngum fyrr en byggð þéttist á ný. Og það er einmitt ekki mögulegt að hefja þá þéttingu fyrr en orsakavaldurinn er fjarlægður úr Vatnsmýri og reist þar miðborgin sem átti að rísa á 6. og 7. áratug 20. aldar.Bílaborg Bílaborgin af völdum Vatnsmýrarflugvallar leiðir til mikillar mengunar, umferðarslysa, heilsuvanda, tímasóunar og óhagkvæmni í rekstri heimila, fyrirtækja og stofnana. Þétting byggðar er lausnarorðið. Það vekur furðu að MMG, sem býr í Grafarvogi, skuli láta sér detta í hug að ætlast til að ríkið reyni að taka skipulagsvaldið af sveitarfélaginu Reykjavík. Það er að sjálfsögðu ómetanlegur og óskoraður réttur hvers sveitarfélags að skipuleggja allt land innan sinnar lögsögu. Það sér hver maður að það myndi enda illa fyrir sveitarfélögin almennt á Íslandi ef fordæmi skapaðist fyrir slíku inngripi ríkisvaldsins. Flestir Íslendingar eru skv. skoðanakönnunum hlynntir auknu beinu lýðræði, en það verður ávallt að vera á réttum forsendum. Þessi umbeðna þjóðaratkvæðagreiðsla, ef af yrði, kæmi miklu óorði á þjóðaratkvæðagreiðslur og myndi þar af leiðandi vinna gegn því að þær yrðu algengari. Að lokum er rétt að leiðrétta þann misskilning að rúmlega 37% þátttaka í flugvallarkosningunni 2001 sé lítil. Þetta er ekki lítil þátttaka, hvorki í alþjóðlegum samanburði né heldur í íslenskum þegar tekið er tillit til þess að forysta stærsta flokksins í Reykjavík, Sjálfstæðisflokksins, skoraði á sína stuðningsmenn að mæta ekki á kjörstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Marteinn M. Guðgeirsson (MMG) skrifar grein í Fréttablaðið 28. febrúar sl. þar sem hann mælir með því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. Aðalrök MMG fyrir þessu eru skýrsla KPMG sem sjö sveitarfélög á landsbyggðinni létu gera fyrir sig. Þessi skýrsla sýnir óhagræði og kostnað fyrir þá dreifbýlinga sem nota innanlandsflugið ef miðstöð þess yrði flutt til Keflavíkur. Í skýrslu KPMG er ekki nefnt að hver einasti flugmiði í innanlandsflugi, sem einungis 9% Íslendinga nýta sér einhvern tíma á þriggja ára tímabili, er niðurgreiddur af ríkinu um 5.500 kr. vegna rekstrar innanlandsflugvalla og um 17.500 kr. vegna ógreiddrar lóðaleigu af landi ríkis og borgar undir Vatnsmýrarflugvelli. Ekki er þess heldur getið, sem þó er vitað úr opinberri skýrslu ParX fyrir Sturlu Böðvarsson frá 2007, að það er bullandi þjóðhagslega arðsamt að flytja þessa miðstöð úr Vatnsmýri, annaðhvort á Hólmsheiði eða til Keflavíkurflugvallar. Og ekki að furða. Fyrrnefnt óhagræði verður hverfandi ef þá nokkuð ef títtnefnd miðstöð verður flutt á Hólmsheiði. En þá spyrja sumir: „Er ekki svo óhagstætt veður uppi á Hólmsheiði?“ Svarið er að sjálfsögðu nei sbr. m.a. yfirlýsingu dr. Haralds Ólafssonar frá 2008 (sjá m.a. mbl.is) þess efnis að lendandi sé 96-98% úr árinu á Hólmsheiði en vitað er að flugrekendur telja 95% fullnægjandi. Enn er spurt: „En kostnaðurinn fyrir ríkið við nýjan Hólmsheiðarflugvöll?“ Svarið er að kostnaðurinn við hann er á við eitt stk. Vaðlaheiðargöng, sem munu væntanlega aldrei standa undir sér. Verðmæti ríkislóðanna í Vatnsmýri er margfalt meira. Auk þess á Reykjavíkurborg afganginn af lóðunum og þær eru tvöfalt verðmætari en ríkislóðirnar.Stjórnlaus útþensla Þann 6. júlí 1946, þegar Vatnsmýrarflugvöllur var festur í sessi á nákvæmlega þeim stað þar sem framtíðarmiðborg vaxandi höfuðborgar átti að rísa, urðu til vísar að nýju þéttbýli þar sem fram að því var ekkert nema Reykjavík og Hafnarfjörður, þ.e.a.s. vísar að Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Þá hófst stjórnlaus útþensla byggðar á höfuðborgarsvæðinu, ein af helstu þjóðarmeinsemdum Íslendinga, sem enn sér ekki fyrir endann á. Þétting byggðar er eitt helsta verkefni borga heims um þessar mundir í örvæntingarfullri baráttu við orsakir og afleiðingar hlýnunar jarðar. Því borgirnar, þar sem nú býr röskur helmingur mannkyns, eru helsti orsakavaldur útblásturs gróðurhúsalofttegunda, ekki síst frá umferð. Höfuðborgarsvæðið íslenska þekur nú meira en 150 ferkílómetra, ámóta svæði og París og Manhattan samanlagt. Vandinn, orsakavaldurinn og sívaxandi eyðingarmáttur hans blasa við öllum sem ekki eru andlega staurblindir. Óhætt er að fullyrða að velflestar borgir heims, sem nærri allar eru mun þéttbýlli en íslenska höfuðborgin, séu uppteknar við enn meiri þéttingu. En hér er ekki verið að gera neitt. Þvert á móti reka ríkisvaldið og fjórflokkurinn hatramma baráttu gegn almannahag á þessu sviði með öflugum stuðningi skrautlegs hóps flugvallarsinna, sem margir hafa einkahagsmuni að verja. Þrátt fyrir jarðhita og fremur hreina raforku er íslenska höfuðborgarsvæðið í hópi alverstu umhverfissóða heims miðað við íbúatölu með 14 íbúa á hvern hektara, meira en 700 bíla á hverja 1.000 íbúa og enga möguleika á nothæfum almannasamgöngum fyrr en byggð þéttist á ný. Og það er einmitt ekki mögulegt að hefja þá þéttingu fyrr en orsakavaldurinn er fjarlægður úr Vatnsmýri og reist þar miðborgin sem átti að rísa á 6. og 7. áratug 20. aldar.Bílaborg Bílaborgin af völdum Vatnsmýrarflugvallar leiðir til mikillar mengunar, umferðarslysa, heilsuvanda, tímasóunar og óhagkvæmni í rekstri heimila, fyrirtækja og stofnana. Þétting byggðar er lausnarorðið. Það vekur furðu að MMG, sem býr í Grafarvogi, skuli láta sér detta í hug að ætlast til að ríkið reyni að taka skipulagsvaldið af sveitarfélaginu Reykjavík. Það er að sjálfsögðu ómetanlegur og óskoraður réttur hvers sveitarfélags að skipuleggja allt land innan sinnar lögsögu. Það sér hver maður að það myndi enda illa fyrir sveitarfélögin almennt á Íslandi ef fordæmi skapaðist fyrir slíku inngripi ríkisvaldsins. Flestir Íslendingar eru skv. skoðanakönnunum hlynntir auknu beinu lýðræði, en það verður ávallt að vera á réttum forsendum. Þessi umbeðna þjóðaratkvæðagreiðsla, ef af yrði, kæmi miklu óorði á þjóðaratkvæðagreiðslur og myndi þar af leiðandi vinna gegn því að þær yrðu algengari. Að lokum er rétt að leiðrétta þann misskilning að rúmlega 37% þátttaka í flugvallarkosningunni 2001 sé lítil. Þetta er ekki lítil þátttaka, hvorki í alþjóðlegum samanburði né heldur í íslenskum þegar tekið er tillit til þess að forysta stærsta flokksins í Reykjavík, Sjálfstæðisflokksins, skoraði á sína stuðningsmenn að mæta ekki á kjörstað.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar