Stoltur í „klámiðnaðinum“ Arnar Ingi Bragason skrifar 1. mars 2013 06:00 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 21. febrúar komu fram áætlanir ÍTR um að neita fyrirtæki, sem rekur íþróttamiðstöð þar sem líkamsrækt á súlu er stunduð, um aðild að frístundakorti ÍTR. Formaður ráðsins, Eva Einarsdóttir, hélt því fram að íþrótt þessi væri á „gráu svæði“ hvað varðar skilgreiningu 2.1.3 í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, en í grein 2.1.3 segir að „Reykjavíkurborg einsetur sér að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Af þeim sökum er mikilvægt að sporna áfram gegn rekstri nektardansstaða í borginni“. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem slíkir hlutir eru tengdir við þessa íþrótt og virðast sumir vera voða fljótir að tengja þetta við strippdans eða klám. Sögu súlufimi, eða súludans, má rekja til Indlands og Kína þar sem hún hefur verið stunduð í mörg hundruð ár. Fyrstu skráðu heimildirnar um nektardans með súlu eru frá árinu 1968 í Oregon-fylki í Bandaríkjunum. Því er óhætt að segja að súlufimi eða súludans hafi verið mun lengur við lýði en nektardans með súlu. Fordómarnir eru miklir og svo virðist sem fólk horfi öðruvísi á það íþróttafólk sem gerir æfingar á súlu en annað íþróttafólk. Ég er ekki viss um að þau sem hafa mestu fordómana hafi almennt gert sér grein fyrir því hvernig þessi íþrótt virkar. Í súlufimi er mikið verið að gera æfingar sem krefjast þess að iðkandi noti eigin styrk til þess að lyfta líkama sínum ásamt því að vera með góðan liðleika í líkamanum. Það krefst gríðarlega mikils styrks og þols að gera æfingar á súlu og iðkendur þurfa að nota alla útlimi til að gera æfingarnar. Nú er ég einn af fáum karlmönnum hérna á Íslandi sem stunda þessa íþrótt. Ég hef aldrei verið nakinn á æfingu og ég hef aldrei séð aðra manneskju nakta á æfingu. Venjulega klæðist ég stuttbuxum og bol á æfingum þó að það komi fyrir að ég fari úr bolnum. Ástæða þess að fólk er svona klæðalítið er einfaldlega sú að ákveðnar æfingar krefjast þess að húðin sé í snertingu við súluna til þess að halda sér uppi á súlunni. Þrátt fyrir að mesta áreynslan sé án efa á vöðvana kemur það fyrir að það þarf að nota húðina líka. Ég hef prófað margar íþróttir og súlufimi er án efa ein erfiðasta íþrótt sem ég hef stundað. Þessi íþrótt er alveg jafn saklaus og fimleikar (þar sem súlur eru láréttar en ekki lóðréttar), sund (þar sem íþróttamenn sýna mikið hold) og lyftingar (þar sem fólk lyftir þungum hlutum). Ég hvet eindregið alla til að prófa, þar skiptir hvorki máli kyn, aldur né vaxtarlag. Ef fólk kýs að horfa á mig sem „kjötstykki“ eða aðila innan „klámiðnaðarins“ þegar ég er að gera æfingar á súlu, þá verður það að eiga það við sig en ég held að vandamálið liggi ekki hjá mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 21. febrúar komu fram áætlanir ÍTR um að neita fyrirtæki, sem rekur íþróttamiðstöð þar sem líkamsrækt á súlu er stunduð, um aðild að frístundakorti ÍTR. Formaður ráðsins, Eva Einarsdóttir, hélt því fram að íþrótt þessi væri á „gráu svæði“ hvað varðar skilgreiningu 2.1.3 í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, en í grein 2.1.3 segir að „Reykjavíkurborg einsetur sér að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Af þeim sökum er mikilvægt að sporna áfram gegn rekstri nektardansstaða í borginni“. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem slíkir hlutir eru tengdir við þessa íþrótt og virðast sumir vera voða fljótir að tengja þetta við strippdans eða klám. Sögu súlufimi, eða súludans, má rekja til Indlands og Kína þar sem hún hefur verið stunduð í mörg hundruð ár. Fyrstu skráðu heimildirnar um nektardans með súlu eru frá árinu 1968 í Oregon-fylki í Bandaríkjunum. Því er óhætt að segja að súlufimi eða súludans hafi verið mun lengur við lýði en nektardans með súlu. Fordómarnir eru miklir og svo virðist sem fólk horfi öðruvísi á það íþróttafólk sem gerir æfingar á súlu en annað íþróttafólk. Ég er ekki viss um að þau sem hafa mestu fordómana hafi almennt gert sér grein fyrir því hvernig þessi íþrótt virkar. Í súlufimi er mikið verið að gera æfingar sem krefjast þess að iðkandi noti eigin styrk til þess að lyfta líkama sínum ásamt því að vera með góðan liðleika í líkamanum. Það krefst gríðarlega mikils styrks og þols að gera æfingar á súlu og iðkendur þurfa að nota alla útlimi til að gera æfingarnar. Nú er ég einn af fáum karlmönnum hérna á Íslandi sem stunda þessa íþrótt. Ég hef aldrei verið nakinn á æfingu og ég hef aldrei séð aðra manneskju nakta á æfingu. Venjulega klæðist ég stuttbuxum og bol á æfingum þó að það komi fyrir að ég fari úr bolnum. Ástæða þess að fólk er svona klæðalítið er einfaldlega sú að ákveðnar æfingar krefjast þess að húðin sé í snertingu við súluna til þess að halda sér uppi á súlunni. Þrátt fyrir að mesta áreynslan sé án efa á vöðvana kemur það fyrir að það þarf að nota húðina líka. Ég hef prófað margar íþróttir og súlufimi er án efa ein erfiðasta íþrótt sem ég hef stundað. Þessi íþrótt er alveg jafn saklaus og fimleikar (þar sem súlur eru láréttar en ekki lóðréttar), sund (þar sem íþróttamenn sýna mikið hold) og lyftingar (þar sem fólk lyftir þungum hlutum). Ég hvet eindregið alla til að prófa, þar skiptir hvorki máli kyn, aldur né vaxtarlag. Ef fólk kýs að horfa á mig sem „kjötstykki“ eða aðila innan „klámiðnaðarins“ þegar ég er að gera æfingar á súlu, þá verður það að eiga það við sig en ég held að vandamálið liggi ekki hjá mér.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun