Sátt um sjávarútveg Vífill Karlsson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Í nýjum Hagvísi Vesturlands kemur fram að ungt fólk (20-40 ára) kallar fyrst og fremst eftir atvinnuöryggi. Þetta var efst á forgangslista þess löngu fyrir bankahrun og gerir enn. Það biður ekkert sérstaklega um hærri laun, fín menningarhús, betri vegi eða annað sem fær oft meiri athygli ráðamanna og fjölmiðla. Það vill atvinnuöryggi og burt með óvissuna. Þó þetta séu sjónarmið ungs fólks á Vesturlandi má ætla að Vesturland sé á vissan hátt fulltrúi margra samfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Á sunnanverðu Vesturlandi er nokkuð fjölbreytt atvinnulíf og er hluti af höfuðborgarsvæðinu en landbúnaður (Dalir) og sjávarútvegur (Snæfellsnes) eru burðarásar atvinnulífsins á því norðanverðu og því á vissan hátt dæmigerðari fyrir samfélög á landsbyggðinni fjær. En það er annað umhugsunarvert í þessum Hagvísi. Það er nefnilega hvergi meira af ungu fólki á Vesturlandi en í sveitarfélögum sem byggja mest á sjávarútvegi (Snæfells- og Grundarfjarðarbær). Það bendir til að sjávarbyggðir hafi verið eftirsóknarverðar til búsetu. Þegar rýnt er í tölur sem Hagvísirinn byggir á kemur í ljós að árið 1991 var ungt fólk hlutfallslega fleira í þessum sveitarfélögum en á höfuðborgarsvæðinu, en hafði snúist við árið 2011. Enn fremur að forskot sem þessi sveitarfélög höfðu árið 1991 á spútnikksveitarfélög Vesturlands, Akranes og Borgarbyggð, hafði minnkað um helming árið 2011. Það er því ljóst að sjávarbyggðir hafa gengið í gegnum óvenjulegar þrengingar á þessu tímabili þrátt fyrir óskorað forskot í upphafi þess.Fjöregg hvers samfélags Fólk á þessum aldri er öllum byggðum sérstaklega mikilvægt þar sem það er hraustasti og vinnusamasti aldurshópurinn, fæðir og elur upp börnin og byggir upp sín heimili. Það leggur því grunn að framtíðinni og drífur áfram verslun og viðskipti. Því er ljóst að þetta fólk er fjöregg hvers samfélags og þar með ætti það að vera sérstakt keppikefli hverra stjórnvalda að stuðla að búsetu þess í byggðarlögum um land allt, hafi þau raunverulegan áhuga á því að stuðla að dreifðri búsetu á Íslandi. Þess vegna er mjög mikilvægt að þær breytingar sem gerðar verða á frumvarpi um stjórn fiskveiða verði í sátt við sem flesta svo ekki verði farið í stórfelldar breytingar aftur þegar ný ríkisstjórn kemur að borðinu. Það væri að æra óstöðugan við þær aðstæður sem þjóðin býr við eins og efnahagsmálum er háttað nú um stundir. Flestir geta eflaust tekið undir það að lögum þessum þurfi að breyta til að koma til móts við kröfur í samfélaginu og að friður ríki þar með um þessa atvinnugrein. Af breytingunum hlytist hins vegar mikill skaði ef ekki næðist um þetta almenn sátt vegna þess að hagkvæmt er að stunda útgerð dreift um landið þar sem fiskimiðin eru. Hér er um fjöregg þjóðarinnar að ræða og einu lífsbjörg margra landsvæða. Þetta snýst heldur ekki eingöngu um sjávarútveginn því hann styður við aðrar atvinnugreinar sem byggja á landnýtingu eins og ferðaþjónustu, landbúnað og jafnvel orkufrekan iðnað. Enn þá er ferðaþjónusta það óarðbær utan höfuðborgarsvæðisins að hún verður ekki drifin án þess að fólk sem þar vinnur hafi íhlaup í aðra vinnu, eins og sjávarútveg, utan háannatíma. Hafa verður í huga að hátt í 90% gjaldeyristekna þjóðarinnar er aflað af fyrrnefndum atvinnugreinum, gjaldeyri sem mun skipta okkur miklu í endurreisninni. Þess vegna getur veiking sjávarútvegsins sett skaðleg dómínóáhrif af stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í nýjum Hagvísi Vesturlands kemur fram að ungt fólk (20-40 ára) kallar fyrst og fremst eftir atvinnuöryggi. Þetta var efst á forgangslista þess löngu fyrir bankahrun og gerir enn. Það biður ekkert sérstaklega um hærri laun, fín menningarhús, betri vegi eða annað sem fær oft meiri athygli ráðamanna og fjölmiðla. Það vill atvinnuöryggi og burt með óvissuna. Þó þetta séu sjónarmið ungs fólks á Vesturlandi má ætla að Vesturland sé á vissan hátt fulltrúi margra samfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Á sunnanverðu Vesturlandi er nokkuð fjölbreytt atvinnulíf og er hluti af höfuðborgarsvæðinu en landbúnaður (Dalir) og sjávarútvegur (Snæfellsnes) eru burðarásar atvinnulífsins á því norðanverðu og því á vissan hátt dæmigerðari fyrir samfélög á landsbyggðinni fjær. En það er annað umhugsunarvert í þessum Hagvísi. Það er nefnilega hvergi meira af ungu fólki á Vesturlandi en í sveitarfélögum sem byggja mest á sjávarútvegi (Snæfells- og Grundarfjarðarbær). Það bendir til að sjávarbyggðir hafi verið eftirsóknarverðar til búsetu. Þegar rýnt er í tölur sem Hagvísirinn byggir á kemur í ljós að árið 1991 var ungt fólk hlutfallslega fleira í þessum sveitarfélögum en á höfuðborgarsvæðinu, en hafði snúist við árið 2011. Enn fremur að forskot sem þessi sveitarfélög höfðu árið 1991 á spútnikksveitarfélög Vesturlands, Akranes og Borgarbyggð, hafði minnkað um helming árið 2011. Það er því ljóst að sjávarbyggðir hafa gengið í gegnum óvenjulegar þrengingar á þessu tímabili þrátt fyrir óskorað forskot í upphafi þess.Fjöregg hvers samfélags Fólk á þessum aldri er öllum byggðum sérstaklega mikilvægt þar sem það er hraustasti og vinnusamasti aldurshópurinn, fæðir og elur upp börnin og byggir upp sín heimili. Það leggur því grunn að framtíðinni og drífur áfram verslun og viðskipti. Því er ljóst að þetta fólk er fjöregg hvers samfélags og þar með ætti það að vera sérstakt keppikefli hverra stjórnvalda að stuðla að búsetu þess í byggðarlögum um land allt, hafi þau raunverulegan áhuga á því að stuðla að dreifðri búsetu á Íslandi. Þess vegna er mjög mikilvægt að þær breytingar sem gerðar verða á frumvarpi um stjórn fiskveiða verði í sátt við sem flesta svo ekki verði farið í stórfelldar breytingar aftur þegar ný ríkisstjórn kemur að borðinu. Það væri að æra óstöðugan við þær aðstæður sem þjóðin býr við eins og efnahagsmálum er háttað nú um stundir. Flestir geta eflaust tekið undir það að lögum þessum þurfi að breyta til að koma til móts við kröfur í samfélaginu og að friður ríki þar með um þessa atvinnugrein. Af breytingunum hlytist hins vegar mikill skaði ef ekki næðist um þetta almenn sátt vegna þess að hagkvæmt er að stunda útgerð dreift um landið þar sem fiskimiðin eru. Hér er um fjöregg þjóðarinnar að ræða og einu lífsbjörg margra landsvæða. Þetta snýst heldur ekki eingöngu um sjávarútveginn því hann styður við aðrar atvinnugreinar sem byggja á landnýtingu eins og ferðaþjónustu, landbúnað og jafnvel orkufrekan iðnað. Enn þá er ferðaþjónusta það óarðbær utan höfuðborgarsvæðisins að hún verður ekki drifin án þess að fólk sem þar vinnur hafi íhlaup í aðra vinnu, eins og sjávarútveg, utan háannatíma. Hafa verður í huga að hátt í 90% gjaldeyristekna þjóðarinnar er aflað af fyrrnefndum atvinnugreinum, gjaldeyri sem mun skipta okkur miklu í endurreisninni. Þess vegna getur veiking sjávarútvegsins sett skaðleg dómínóáhrif af stað.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar