Konur klæðumst rauðu – fyrir þig og þína nánustu Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Átt þú móður, systur eða vinkonu sem hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag – eða hefur þú sjálf jafnvel lent í þeirri lífsreynslu? Eða hugsar þú eins og margar konur og allt of margir heilbrigðisstarfsmenn, að hjarta- og æðasjúkdómar séu eitthvað sem margir karlar fái, en bara einstaka konur? Það er rétt að framan af ævinni fá hlutfallslega færri konur en karlar hjartaáföll. Eigi að síður eru hjarta- og æðasjúkdómar af einhverju tagi algengasta dánarorsök kvenna jafnt sem karla hér á landi líkt og í Evrópu. Nú má halda því fram að það liggi fyrir okkur öllum að deyja og gildi þá einu úr hverju. Í þeirri umræðu má ekki gleymast að fjöldi kvenna og karla lifa í mörg ár með skerta starfsorku og lífsgæði vegna hjartasjúkdóms eða heilaslags og er því til mikils að vinna að fyrirbyggja þessa sjúkdóma. GoRed For Women átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation (http://www.world-heart-federation.org), sem starfrækt hefur verið frá árinu 2004 í Bandaríkjunum og fjölda Evrópulanda. Hvatinn að baki átaksins er einfaldur. Fjöldinn allur af konum deyr af völdum hjartasjúkdóma og heilaáfalla en það er eins og konur geri sér litla grein fyrir áhættu eða einkennum sjúkdómanna. Átakinu er ætlað að vekja konur af dvalanum, fá þær til að átta sig á hverjir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru og gera eitthvað í málunum. Ennfremur að kenna konum að þekkja einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og fá þær til að leita sér lækninga ef ástæða er til. Á Íslandi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga sem starfa saman að verkefninu. Að auki koma fleiri fagaðilar að átakinu sem nú er haldið er í fimmta sinn á Íslandi um miðjan febrúar. Það vill reyndar svo vel til að Ísland tilheyrir þeim löndum þar sem tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hefur farið lækkandi tengt því að staða áhættuþátta hefur batnað verulega á síðustu áratugum. Má þar nefna minni reykingar, lækkandi kólesteról og blóðþrýsting, aukna hreyfingu og neyslu grænmetis og ávaxta. Á móti kemur að offita og sykursýki er vaxandi vandamál sem vinna gegn þessari jákvæðu þróun áhættuþátta. Þetta sýnir að stefnumörkun yfirvalda, breytingar á samfélagi og venjum ásamt forvörnum hafa mikil áhrif á tilurð þessara sjúkdóma. Einstaklingurinn sjálfur getur haft veruleg áhrif á flesta áhættuþætti fyrir utan aldur og erfðir, enda velur maður ekki foreldra sína.Þekki „tölurnar“ sínar En hvaða konur eru það sem fá hjartasjúkdóm eða heilaslag? Svarið við þessari spurningu er að allar konur geta lent í þessu, en konur eru ekki allar í jafn mikilli áhættu og því ættu konur að þekkja „tölurnar sínar”. Yngri konur með enga áhættuþætti eru t.d. ekki líklegar til að fá kransæðastíflu, en eftir því sem áhættuþættirnir eru fleiri margfaldast áhættan. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem reykja fjórfalda líkurnar á hjarta- og heilaáfalli og að á Íslandi reykja fleiri konur en karlar. Konur sem fá háþrýsting eða sykursýki á meðgöngu eru í sérstökum áhættuhópi fyrir hjarta- og heilaáföll og ættu að vera vel vakandi gagnvart öðrum áhættuþáttum. Háþrýstingur er sterkasti áhættuþáttur hjartabilunar og heilaslags hjá konum og því ástæða til að fylgjast vel með blóðþrýstingnum. Allar konur sem komnar eru á miðjan aldur og yngri konur með ættarsögu ættu því að þekkja „tölurnar sínar” og jafnframt að takast á við þær. Ein aðferð til að sjá hvort maður er í aukinni áhættu er að fara inn á áhættureikni Hjartaverndar (www.hjarta.is), fylla inn tölurnar, skoða útkomuna og sjá hvort sérstök ástæða sé til að taka á málunum. Oft geta einfaldir hlutir eins og aukin dagleg hreyfing og neysla ávaxta og grænmetis haft jákvæð áhrif á áhættuþætti og líðan. En hver eru þá einkennin sem okkur ber að þekkja? Verkur fyrir brjósti, þyngsli eða óeðlileg mæði geta verið einkenni hjartasjúkdóms. Verkurinn getur verið margvíslegur, og leiðir stundum út í handlegg, aftur í bak, upp í háls eða niður í maga. Þessu fylgir jafnvel ógleði, hjartsláttarónot eða kaldsviti. Einkenni kvenna, einkum þeirra sem eru eldri eða með sykursýki eru oft óljósari og konur bíða almennt lengur en karlar með að fara á bráðamóttöku vegna hjartaáfalls. Einkenni heilaslags eru margvísleg en þar má nefna skyndilega truflun á tali, skyni, hreyfigetu eða jafnvægi, eða skyndilegan höfuðverk með ógleði. Við slík einkenni ber að sjálfsögðu að leita aðstoðar strax. Við konur ættum að sameinast um að þekkja til áhættuþátta okkar og veita hver annarri stuðning við að takast á við þá. Þann 14. febrúar gefst einnig tækifæri til taka fram rauða kjólinn, buxurnar, bolinn eða einhverja aðra rauða flík og njóta fræðslu og skemmtunar innan um aðrar konur í Kringlunni. GoRed á Íslandi – fyrir konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Átt þú móður, systur eða vinkonu sem hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag – eða hefur þú sjálf jafnvel lent í þeirri lífsreynslu? Eða hugsar þú eins og margar konur og allt of margir heilbrigðisstarfsmenn, að hjarta- og æðasjúkdómar séu eitthvað sem margir karlar fái, en bara einstaka konur? Það er rétt að framan af ævinni fá hlutfallslega færri konur en karlar hjartaáföll. Eigi að síður eru hjarta- og æðasjúkdómar af einhverju tagi algengasta dánarorsök kvenna jafnt sem karla hér á landi líkt og í Evrópu. Nú má halda því fram að það liggi fyrir okkur öllum að deyja og gildi þá einu úr hverju. Í þeirri umræðu má ekki gleymast að fjöldi kvenna og karla lifa í mörg ár með skerta starfsorku og lífsgæði vegna hjartasjúkdóms eða heilaslags og er því til mikils að vinna að fyrirbyggja þessa sjúkdóma. GoRed For Women átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation (http://www.world-heart-federation.org), sem starfrækt hefur verið frá árinu 2004 í Bandaríkjunum og fjölda Evrópulanda. Hvatinn að baki átaksins er einfaldur. Fjöldinn allur af konum deyr af völdum hjartasjúkdóma og heilaáfalla en það er eins og konur geri sér litla grein fyrir áhættu eða einkennum sjúkdómanna. Átakinu er ætlað að vekja konur af dvalanum, fá þær til að átta sig á hverjir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru og gera eitthvað í málunum. Ennfremur að kenna konum að þekkja einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og fá þær til að leita sér lækninga ef ástæða er til. Á Íslandi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga sem starfa saman að verkefninu. Að auki koma fleiri fagaðilar að átakinu sem nú er haldið er í fimmta sinn á Íslandi um miðjan febrúar. Það vill reyndar svo vel til að Ísland tilheyrir þeim löndum þar sem tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hefur farið lækkandi tengt því að staða áhættuþátta hefur batnað verulega á síðustu áratugum. Má þar nefna minni reykingar, lækkandi kólesteról og blóðþrýsting, aukna hreyfingu og neyslu grænmetis og ávaxta. Á móti kemur að offita og sykursýki er vaxandi vandamál sem vinna gegn þessari jákvæðu þróun áhættuþátta. Þetta sýnir að stefnumörkun yfirvalda, breytingar á samfélagi og venjum ásamt forvörnum hafa mikil áhrif á tilurð þessara sjúkdóma. Einstaklingurinn sjálfur getur haft veruleg áhrif á flesta áhættuþætti fyrir utan aldur og erfðir, enda velur maður ekki foreldra sína.Þekki „tölurnar“ sínar En hvaða konur eru það sem fá hjartasjúkdóm eða heilaslag? Svarið við þessari spurningu er að allar konur geta lent í þessu, en konur eru ekki allar í jafn mikilli áhættu og því ættu konur að þekkja „tölurnar sínar”. Yngri konur með enga áhættuþætti eru t.d. ekki líklegar til að fá kransæðastíflu, en eftir því sem áhættuþættirnir eru fleiri margfaldast áhættan. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem reykja fjórfalda líkurnar á hjarta- og heilaáfalli og að á Íslandi reykja fleiri konur en karlar. Konur sem fá háþrýsting eða sykursýki á meðgöngu eru í sérstökum áhættuhópi fyrir hjarta- og heilaáföll og ættu að vera vel vakandi gagnvart öðrum áhættuþáttum. Háþrýstingur er sterkasti áhættuþáttur hjartabilunar og heilaslags hjá konum og því ástæða til að fylgjast vel með blóðþrýstingnum. Allar konur sem komnar eru á miðjan aldur og yngri konur með ættarsögu ættu því að þekkja „tölurnar sínar” og jafnframt að takast á við þær. Ein aðferð til að sjá hvort maður er í aukinni áhættu er að fara inn á áhættureikni Hjartaverndar (www.hjarta.is), fylla inn tölurnar, skoða útkomuna og sjá hvort sérstök ástæða sé til að taka á málunum. Oft geta einfaldir hlutir eins og aukin dagleg hreyfing og neysla ávaxta og grænmetis haft jákvæð áhrif á áhættuþætti og líðan. En hver eru þá einkennin sem okkur ber að þekkja? Verkur fyrir brjósti, þyngsli eða óeðlileg mæði geta verið einkenni hjartasjúkdóms. Verkurinn getur verið margvíslegur, og leiðir stundum út í handlegg, aftur í bak, upp í háls eða niður í maga. Þessu fylgir jafnvel ógleði, hjartsláttarónot eða kaldsviti. Einkenni kvenna, einkum þeirra sem eru eldri eða með sykursýki eru oft óljósari og konur bíða almennt lengur en karlar með að fara á bráðamóttöku vegna hjartaáfalls. Einkenni heilaslags eru margvísleg en þar má nefna skyndilega truflun á tali, skyni, hreyfigetu eða jafnvægi, eða skyndilegan höfuðverk með ógleði. Við slík einkenni ber að sjálfsögðu að leita aðstoðar strax. Við konur ættum að sameinast um að þekkja til áhættuþátta okkar og veita hver annarri stuðning við að takast á við þá. Þann 14. febrúar gefst einnig tækifæri til taka fram rauða kjólinn, buxurnar, bolinn eða einhverja aðra rauða flík og njóta fræðslu og skemmtunar innan um aðrar konur í Kringlunni. GoRed á Íslandi – fyrir konur.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun