Á Degi leikskólans Egill Óskarsson skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Fyrir átta árum hóf ég störf á leikskólanum Fögrubrekku í Kópavogi. Ég var 22 ára gamall og hafði, eins og gengur og gerist, brasað við hitt og þetta í gegnum tíðina; unnið á afgreiðslukassa, selt raftæki, borið út póst, gengið í skóla og jú, ég hafði unnið áður á leikskóla í stuttan tíma. Þegar ég gekk í fyrsta skipti inn á Fögrubrekku var það ansi fjarri huga mér að átta árum seinna yrði ég enn þá starfandi þar og orðinn leikskólakennari og deildarstjóri. Mér hafði aldrei dottið í hug að starf á leikskóla, hvað þá leikskólakennaranám, væri eitthvað sem gæti verið sniðugt að leggja fyrir sig. Ég leit fyrst og fremst á leikskólann sem skemmtilegan vinnustað á meðan ég væri að átta mig á því hvenær ég yrði eiginlega stór og hvað ég vildi verða þegar það gerðist. En smátt og smátt fór ég að átta mig á því hvað leikskólinn er spennandi vettvangur og hversu mikil tækifæri hann gefur einstaklingum til þess að nýta sterkar hliðar sínar í starfi. Samskiptin við börnin eru auðvitað eitt það allra skemmtilegasta við starf leikskólakennara. Leikskólabörn eru fróðleiksfús og sífellt að kanna og prófa heiminn í kringum sig, þau kanna heiminn með tilraunum eins og vísindamenn. Og gleðin sem fylgir því að fylgjast með barni sem áttar sig á einhverju nýju og skemmtilegu eða uppgötvar einhverja áður óþekkta hæfni er sennilega með því magnaðasta sem hægt er að upplifa í starfi. Fagheimurinn í leikskólanum er líka spennandi. Uppeldis- og menntunarfræði eru greinar í sífelldri þróun og inn í þær spinnast raun-, hug- og félagsvísindi. Faglegt starf á íslenskum leikskólum er almennt til fyrirmyndar og var það eitt af því sem hreif mig mest þegar ég hóf störf á leikskóla fyrir átta árum. Þá var þróunarverkefni um tónlist í leikskólum nýlokið og vinna við annað, þar sem fimm ára börn saumuðu bútasaumsteppi og kjól í fullri stærð, í fullum gangi. Í dag er Dagur leikskólans. Þá gerum við sem störfum og nemum í leikskólum landsins okkur dagamun. Í ár gerum við það í skugga þess að aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað á síðustu árum. Sumir vilja tengja það við kröfur um meistaragráðu leikskólakennara en mér þykir það hæpin tilgáta, sérstaklega þegar haft er í huga að sama þróun á sér stað víða á Vesturlöndum þar sem ekki er gerð krafa um meistaragráðu. Í stað þess að velta upp þeirri hugmynd að stytta nám leikskólakennara aftur held ég að það væri farsælla að sveitarfélögin styddu enn frekar við starf leikskólanna og hjálpuðu þeim að gera það sýnilegra út á við. Ég er þess líka fullviss að ef sveitarfélögin hæfu aftur að styrkja starfsfólk í leikskólum sem skráir sig í námið þá myndi fjölga í því á ný. En í dag fagna leikskólakennarar og gleðjast. Sjötta febrúar árið 1950 stofnuðu 22 leikskólakennarar úr Uppeldisskóla Sumargjafar fyrsta félag leikskólakennara á Íslandi. Þeir vissu það sem við sem tilheyrum stéttinni í dag vitum líka. Það er gaman að vera leikskólakennari! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir átta árum hóf ég störf á leikskólanum Fögrubrekku í Kópavogi. Ég var 22 ára gamall og hafði, eins og gengur og gerist, brasað við hitt og þetta í gegnum tíðina; unnið á afgreiðslukassa, selt raftæki, borið út póst, gengið í skóla og jú, ég hafði unnið áður á leikskóla í stuttan tíma. Þegar ég gekk í fyrsta skipti inn á Fögrubrekku var það ansi fjarri huga mér að átta árum seinna yrði ég enn þá starfandi þar og orðinn leikskólakennari og deildarstjóri. Mér hafði aldrei dottið í hug að starf á leikskóla, hvað þá leikskólakennaranám, væri eitthvað sem gæti verið sniðugt að leggja fyrir sig. Ég leit fyrst og fremst á leikskólann sem skemmtilegan vinnustað á meðan ég væri að átta mig á því hvenær ég yrði eiginlega stór og hvað ég vildi verða þegar það gerðist. En smátt og smátt fór ég að átta mig á því hvað leikskólinn er spennandi vettvangur og hversu mikil tækifæri hann gefur einstaklingum til þess að nýta sterkar hliðar sínar í starfi. Samskiptin við börnin eru auðvitað eitt það allra skemmtilegasta við starf leikskólakennara. Leikskólabörn eru fróðleiksfús og sífellt að kanna og prófa heiminn í kringum sig, þau kanna heiminn með tilraunum eins og vísindamenn. Og gleðin sem fylgir því að fylgjast með barni sem áttar sig á einhverju nýju og skemmtilegu eða uppgötvar einhverja áður óþekkta hæfni er sennilega með því magnaðasta sem hægt er að upplifa í starfi. Fagheimurinn í leikskólanum er líka spennandi. Uppeldis- og menntunarfræði eru greinar í sífelldri þróun og inn í þær spinnast raun-, hug- og félagsvísindi. Faglegt starf á íslenskum leikskólum er almennt til fyrirmyndar og var það eitt af því sem hreif mig mest þegar ég hóf störf á leikskóla fyrir átta árum. Þá var þróunarverkefni um tónlist í leikskólum nýlokið og vinna við annað, þar sem fimm ára börn saumuðu bútasaumsteppi og kjól í fullri stærð, í fullum gangi. Í dag er Dagur leikskólans. Þá gerum við sem störfum og nemum í leikskólum landsins okkur dagamun. Í ár gerum við það í skugga þess að aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað á síðustu árum. Sumir vilja tengja það við kröfur um meistaragráðu leikskólakennara en mér þykir það hæpin tilgáta, sérstaklega þegar haft er í huga að sama þróun á sér stað víða á Vesturlöndum þar sem ekki er gerð krafa um meistaragráðu. Í stað þess að velta upp þeirri hugmynd að stytta nám leikskólakennara aftur held ég að það væri farsælla að sveitarfélögin styddu enn frekar við starf leikskólanna og hjálpuðu þeim að gera það sýnilegra út á við. Ég er þess líka fullviss að ef sveitarfélögin hæfu aftur að styrkja starfsfólk í leikskólum sem skráir sig í námið þá myndi fjölga í því á ný. En í dag fagna leikskólakennarar og gleðjast. Sjötta febrúar árið 1950 stofnuðu 22 leikskólakennarar úr Uppeldisskóla Sumargjafar fyrsta félag leikskólakennara á Íslandi. Þeir vissu það sem við sem tilheyrum stéttinni í dag vitum líka. Það er gaman að vera leikskólakennari!
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun