Skattland Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Eiginkona vinar míns fór í sérnám í heilbrigðisgeiranum til Stokkhólms fyrir tveimur árum og fluttist fjölskyldan því búferlum þangað. Þessi vinur minn hafði þann kost að geta sinnt sínu starfi á Íslandi í fjarvinnu og bað hann skattayfirvöld í Svíþjóð um að meta hvort hagkvæmara væri fyrir hann að greiða skatta þar í landi en á Íslandi. Svarið var að svo væri og þegar álagningarseðlar voru sendir út fékk hann endurgreiðslu sem nam rúmlega mánaðarlaunum hans fyrir umrætt ár. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu miklu munar fyrir þessa litlu millistéttarfjölskyldu að hafa einum mánaðarlaunum meira til ráðstöfunar á ári hverju. Hæstu tekjuskattarnir á ÍslandiÞetta er aðeins eitt af mörgum sláandi dæmum um hið ósanngjarna tekjuskattskerfi Íslendinga sem svo margir eru farnir að flýja. Það kemur nefnilega í ljós að þegar hið þrepaskipta tekjuskattskerfi á Íslandi er borið saman við önnur lönd, og lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með, er Ísland með hæstu tekjuskatta í Evrópu. Efsta tekjuskattsþrepið okkar verður 58% þegar lífeyrissjóðsiðgjöldin eru tekin með.Ósanngjörn skilgreining á hátekjum En þetta er ekki það eina sem er ósanngjarnt við tekjuskattskerfið. Annað sem er ekki síður alvarlegt og bitnar mjög illa á millistéttinni er hversu lágt tekjuviðmið er fyrir þriðja og jafnframt efsta þrepið. Efsta þrepið okkar án lífeyrissjóðsiðgjalda er 46% og hafa þeir sem eru með 704.367 krónur í mánaðarlaun eða meira, fallið undir það þrep. Í Svíþjóð er miðað við tæplega eina milljón króna fyrir efsta þrep og í Bretlandi er þetta viðmið tvær og hálf milljón króna í mánaðarlaun. Hér á Íslandi er eitt lægsta tekjuviðmið á efsta skattþrepið í Evrópu sem þýðir í raun að við skilgreinum háar tekjur sem miklu lægri upphæð en önnur lönd. Samkeppnin um fjölskyldurnarÞessi ósanngjarna skattheimta bitnar sérstaklega illa á millistéttinni sem greiðir mun hærri skatta en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur eins og dæmið með vin minn sýnir svo skýrt. Núverandi ríkisstjórn hefur gert 29 breytingar á tekjuskattskerfinu einu síðan hún tók við en í heild eru skattabreytingar á þessu tímabili vel yfir hundrað talsins. Breytingar sem því miður hafa ekki verið í þágu fjölskyldna og fyrirtækja í landinu. Við erum í harðri samkeppni við önnur lönd sem fyrsti búsetukostur fyrir fjölskyldur og það er ekki sjálfgefið að íslenskar fjölskyldur velji að búa á Íslandi ef fórnarkostnaðurinn er jafnmikill og raun ber vitni. Við sem kærum okkur ekki um að sjá á eftir fleiri vinum flytjast af landi brott verðum að beita okkur fyrir réttlátara skattkerfi sem gerir fólki kleift að nýta tækifærin sem okkar góða land getur boðið upp á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eiginkona vinar míns fór í sérnám í heilbrigðisgeiranum til Stokkhólms fyrir tveimur árum og fluttist fjölskyldan því búferlum þangað. Þessi vinur minn hafði þann kost að geta sinnt sínu starfi á Íslandi í fjarvinnu og bað hann skattayfirvöld í Svíþjóð um að meta hvort hagkvæmara væri fyrir hann að greiða skatta þar í landi en á Íslandi. Svarið var að svo væri og þegar álagningarseðlar voru sendir út fékk hann endurgreiðslu sem nam rúmlega mánaðarlaunum hans fyrir umrætt ár. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu miklu munar fyrir þessa litlu millistéttarfjölskyldu að hafa einum mánaðarlaunum meira til ráðstöfunar á ári hverju. Hæstu tekjuskattarnir á ÍslandiÞetta er aðeins eitt af mörgum sláandi dæmum um hið ósanngjarna tekjuskattskerfi Íslendinga sem svo margir eru farnir að flýja. Það kemur nefnilega í ljós að þegar hið þrepaskipta tekjuskattskerfi á Íslandi er borið saman við önnur lönd, og lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með, er Ísland með hæstu tekjuskatta í Evrópu. Efsta tekjuskattsþrepið okkar verður 58% þegar lífeyrissjóðsiðgjöldin eru tekin með.Ósanngjörn skilgreining á hátekjum En þetta er ekki það eina sem er ósanngjarnt við tekjuskattskerfið. Annað sem er ekki síður alvarlegt og bitnar mjög illa á millistéttinni er hversu lágt tekjuviðmið er fyrir þriðja og jafnframt efsta þrepið. Efsta þrepið okkar án lífeyrissjóðsiðgjalda er 46% og hafa þeir sem eru með 704.367 krónur í mánaðarlaun eða meira, fallið undir það þrep. Í Svíþjóð er miðað við tæplega eina milljón króna fyrir efsta þrep og í Bretlandi er þetta viðmið tvær og hálf milljón króna í mánaðarlaun. Hér á Íslandi er eitt lægsta tekjuviðmið á efsta skattþrepið í Evrópu sem þýðir í raun að við skilgreinum háar tekjur sem miklu lægri upphæð en önnur lönd. Samkeppnin um fjölskyldurnarÞessi ósanngjarna skattheimta bitnar sérstaklega illa á millistéttinni sem greiðir mun hærri skatta en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur eins og dæmið með vin minn sýnir svo skýrt. Núverandi ríkisstjórn hefur gert 29 breytingar á tekjuskattskerfinu einu síðan hún tók við en í heild eru skattabreytingar á þessu tímabili vel yfir hundrað talsins. Breytingar sem því miður hafa ekki verið í þágu fjölskyldna og fyrirtækja í landinu. Við erum í harðri samkeppni við önnur lönd sem fyrsti búsetukostur fyrir fjölskyldur og það er ekki sjálfgefið að íslenskar fjölskyldur velji að búa á Íslandi ef fórnarkostnaðurinn er jafnmikill og raun ber vitni. Við sem kærum okkur ekki um að sjá á eftir fleiri vinum flytjast af landi brott verðum að beita okkur fyrir réttlátara skattkerfi sem gerir fólki kleift að nýta tækifærin sem okkar góða land getur boðið upp á.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun