Skattland Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Eiginkona vinar míns fór í sérnám í heilbrigðisgeiranum til Stokkhólms fyrir tveimur árum og fluttist fjölskyldan því búferlum þangað. Þessi vinur minn hafði þann kost að geta sinnt sínu starfi á Íslandi í fjarvinnu og bað hann skattayfirvöld í Svíþjóð um að meta hvort hagkvæmara væri fyrir hann að greiða skatta þar í landi en á Íslandi. Svarið var að svo væri og þegar álagningarseðlar voru sendir út fékk hann endurgreiðslu sem nam rúmlega mánaðarlaunum hans fyrir umrætt ár. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu miklu munar fyrir þessa litlu millistéttarfjölskyldu að hafa einum mánaðarlaunum meira til ráðstöfunar á ári hverju. Hæstu tekjuskattarnir á ÍslandiÞetta er aðeins eitt af mörgum sláandi dæmum um hið ósanngjarna tekjuskattskerfi Íslendinga sem svo margir eru farnir að flýja. Það kemur nefnilega í ljós að þegar hið þrepaskipta tekjuskattskerfi á Íslandi er borið saman við önnur lönd, og lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með, er Ísland með hæstu tekjuskatta í Evrópu. Efsta tekjuskattsþrepið okkar verður 58% þegar lífeyrissjóðsiðgjöldin eru tekin með.Ósanngjörn skilgreining á hátekjum En þetta er ekki það eina sem er ósanngjarnt við tekjuskattskerfið. Annað sem er ekki síður alvarlegt og bitnar mjög illa á millistéttinni er hversu lágt tekjuviðmið er fyrir þriðja og jafnframt efsta þrepið. Efsta þrepið okkar án lífeyrissjóðsiðgjalda er 46% og hafa þeir sem eru með 704.367 krónur í mánaðarlaun eða meira, fallið undir það þrep. Í Svíþjóð er miðað við tæplega eina milljón króna fyrir efsta þrep og í Bretlandi er þetta viðmið tvær og hálf milljón króna í mánaðarlaun. Hér á Íslandi er eitt lægsta tekjuviðmið á efsta skattþrepið í Evrópu sem þýðir í raun að við skilgreinum háar tekjur sem miklu lægri upphæð en önnur lönd. Samkeppnin um fjölskyldurnarÞessi ósanngjarna skattheimta bitnar sérstaklega illa á millistéttinni sem greiðir mun hærri skatta en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur eins og dæmið með vin minn sýnir svo skýrt. Núverandi ríkisstjórn hefur gert 29 breytingar á tekjuskattskerfinu einu síðan hún tók við en í heild eru skattabreytingar á þessu tímabili vel yfir hundrað talsins. Breytingar sem því miður hafa ekki verið í þágu fjölskyldna og fyrirtækja í landinu. Við erum í harðri samkeppni við önnur lönd sem fyrsti búsetukostur fyrir fjölskyldur og það er ekki sjálfgefið að íslenskar fjölskyldur velji að búa á Íslandi ef fórnarkostnaðurinn er jafnmikill og raun ber vitni. Við sem kærum okkur ekki um að sjá á eftir fleiri vinum flytjast af landi brott verðum að beita okkur fyrir réttlátara skattkerfi sem gerir fólki kleift að nýta tækifærin sem okkar góða land getur boðið upp á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Eiginkona vinar míns fór í sérnám í heilbrigðisgeiranum til Stokkhólms fyrir tveimur árum og fluttist fjölskyldan því búferlum þangað. Þessi vinur minn hafði þann kost að geta sinnt sínu starfi á Íslandi í fjarvinnu og bað hann skattayfirvöld í Svíþjóð um að meta hvort hagkvæmara væri fyrir hann að greiða skatta þar í landi en á Íslandi. Svarið var að svo væri og þegar álagningarseðlar voru sendir út fékk hann endurgreiðslu sem nam rúmlega mánaðarlaunum hans fyrir umrætt ár. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu miklu munar fyrir þessa litlu millistéttarfjölskyldu að hafa einum mánaðarlaunum meira til ráðstöfunar á ári hverju. Hæstu tekjuskattarnir á ÍslandiÞetta er aðeins eitt af mörgum sláandi dæmum um hið ósanngjarna tekjuskattskerfi Íslendinga sem svo margir eru farnir að flýja. Það kemur nefnilega í ljós að þegar hið þrepaskipta tekjuskattskerfi á Íslandi er borið saman við önnur lönd, og lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með, er Ísland með hæstu tekjuskatta í Evrópu. Efsta tekjuskattsþrepið okkar verður 58% þegar lífeyrissjóðsiðgjöldin eru tekin með.Ósanngjörn skilgreining á hátekjum En þetta er ekki það eina sem er ósanngjarnt við tekjuskattskerfið. Annað sem er ekki síður alvarlegt og bitnar mjög illa á millistéttinni er hversu lágt tekjuviðmið er fyrir þriðja og jafnframt efsta þrepið. Efsta þrepið okkar án lífeyrissjóðsiðgjalda er 46% og hafa þeir sem eru með 704.367 krónur í mánaðarlaun eða meira, fallið undir það þrep. Í Svíþjóð er miðað við tæplega eina milljón króna fyrir efsta þrep og í Bretlandi er þetta viðmið tvær og hálf milljón króna í mánaðarlaun. Hér á Íslandi er eitt lægsta tekjuviðmið á efsta skattþrepið í Evrópu sem þýðir í raun að við skilgreinum háar tekjur sem miklu lægri upphæð en önnur lönd. Samkeppnin um fjölskyldurnarÞessi ósanngjarna skattheimta bitnar sérstaklega illa á millistéttinni sem greiðir mun hærri skatta en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur eins og dæmið með vin minn sýnir svo skýrt. Núverandi ríkisstjórn hefur gert 29 breytingar á tekjuskattskerfinu einu síðan hún tók við en í heild eru skattabreytingar á þessu tímabili vel yfir hundrað talsins. Breytingar sem því miður hafa ekki verið í þágu fjölskyldna og fyrirtækja í landinu. Við erum í harðri samkeppni við önnur lönd sem fyrsti búsetukostur fyrir fjölskyldur og það er ekki sjálfgefið að íslenskar fjölskyldur velji að búa á Íslandi ef fórnarkostnaðurinn er jafnmikill og raun ber vitni. Við sem kærum okkur ekki um að sjá á eftir fleiri vinum flytjast af landi brott verðum að beita okkur fyrir réttlátara skattkerfi sem gerir fólki kleift að nýta tækifærin sem okkar góða land getur boðið upp á.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun