Skattland Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Eiginkona vinar míns fór í sérnám í heilbrigðisgeiranum til Stokkhólms fyrir tveimur árum og fluttist fjölskyldan því búferlum þangað. Þessi vinur minn hafði þann kost að geta sinnt sínu starfi á Íslandi í fjarvinnu og bað hann skattayfirvöld í Svíþjóð um að meta hvort hagkvæmara væri fyrir hann að greiða skatta þar í landi en á Íslandi. Svarið var að svo væri og þegar álagningarseðlar voru sendir út fékk hann endurgreiðslu sem nam rúmlega mánaðarlaunum hans fyrir umrætt ár. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu miklu munar fyrir þessa litlu millistéttarfjölskyldu að hafa einum mánaðarlaunum meira til ráðstöfunar á ári hverju. Hæstu tekjuskattarnir á ÍslandiÞetta er aðeins eitt af mörgum sláandi dæmum um hið ósanngjarna tekjuskattskerfi Íslendinga sem svo margir eru farnir að flýja. Það kemur nefnilega í ljós að þegar hið þrepaskipta tekjuskattskerfi á Íslandi er borið saman við önnur lönd, og lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með, er Ísland með hæstu tekjuskatta í Evrópu. Efsta tekjuskattsþrepið okkar verður 58% þegar lífeyrissjóðsiðgjöldin eru tekin með.Ósanngjörn skilgreining á hátekjum En þetta er ekki það eina sem er ósanngjarnt við tekjuskattskerfið. Annað sem er ekki síður alvarlegt og bitnar mjög illa á millistéttinni er hversu lágt tekjuviðmið er fyrir þriðja og jafnframt efsta þrepið. Efsta þrepið okkar án lífeyrissjóðsiðgjalda er 46% og hafa þeir sem eru með 704.367 krónur í mánaðarlaun eða meira, fallið undir það þrep. Í Svíþjóð er miðað við tæplega eina milljón króna fyrir efsta þrep og í Bretlandi er þetta viðmið tvær og hálf milljón króna í mánaðarlaun. Hér á Íslandi er eitt lægsta tekjuviðmið á efsta skattþrepið í Evrópu sem þýðir í raun að við skilgreinum háar tekjur sem miklu lægri upphæð en önnur lönd. Samkeppnin um fjölskyldurnarÞessi ósanngjarna skattheimta bitnar sérstaklega illa á millistéttinni sem greiðir mun hærri skatta en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur eins og dæmið með vin minn sýnir svo skýrt. Núverandi ríkisstjórn hefur gert 29 breytingar á tekjuskattskerfinu einu síðan hún tók við en í heild eru skattabreytingar á þessu tímabili vel yfir hundrað talsins. Breytingar sem því miður hafa ekki verið í þágu fjölskyldna og fyrirtækja í landinu. Við erum í harðri samkeppni við önnur lönd sem fyrsti búsetukostur fyrir fjölskyldur og það er ekki sjálfgefið að íslenskar fjölskyldur velji að búa á Íslandi ef fórnarkostnaðurinn er jafnmikill og raun ber vitni. Við sem kærum okkur ekki um að sjá á eftir fleiri vinum flytjast af landi brott verðum að beita okkur fyrir réttlátara skattkerfi sem gerir fólki kleift að nýta tækifærin sem okkar góða land getur boðið upp á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eiginkona vinar míns fór í sérnám í heilbrigðisgeiranum til Stokkhólms fyrir tveimur árum og fluttist fjölskyldan því búferlum þangað. Þessi vinur minn hafði þann kost að geta sinnt sínu starfi á Íslandi í fjarvinnu og bað hann skattayfirvöld í Svíþjóð um að meta hvort hagkvæmara væri fyrir hann að greiða skatta þar í landi en á Íslandi. Svarið var að svo væri og þegar álagningarseðlar voru sendir út fékk hann endurgreiðslu sem nam rúmlega mánaðarlaunum hans fyrir umrætt ár. Það þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu miklu munar fyrir þessa litlu millistéttarfjölskyldu að hafa einum mánaðarlaunum meira til ráðstöfunar á ári hverju. Hæstu tekjuskattarnir á ÍslandiÞetta er aðeins eitt af mörgum sláandi dæmum um hið ósanngjarna tekjuskattskerfi Íslendinga sem svo margir eru farnir að flýja. Það kemur nefnilega í ljós að þegar hið þrepaskipta tekjuskattskerfi á Íslandi er borið saman við önnur lönd, og lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með, er Ísland með hæstu tekjuskatta í Evrópu. Efsta tekjuskattsþrepið okkar verður 58% þegar lífeyrissjóðsiðgjöldin eru tekin með.Ósanngjörn skilgreining á hátekjum En þetta er ekki það eina sem er ósanngjarnt við tekjuskattskerfið. Annað sem er ekki síður alvarlegt og bitnar mjög illa á millistéttinni er hversu lágt tekjuviðmið er fyrir þriðja og jafnframt efsta þrepið. Efsta þrepið okkar án lífeyrissjóðsiðgjalda er 46% og hafa þeir sem eru með 704.367 krónur í mánaðarlaun eða meira, fallið undir það þrep. Í Svíþjóð er miðað við tæplega eina milljón króna fyrir efsta þrep og í Bretlandi er þetta viðmið tvær og hálf milljón króna í mánaðarlaun. Hér á Íslandi er eitt lægsta tekjuviðmið á efsta skattþrepið í Evrópu sem þýðir í raun að við skilgreinum háar tekjur sem miklu lægri upphæð en önnur lönd. Samkeppnin um fjölskyldurnarÞessi ósanngjarna skattheimta bitnar sérstaklega illa á millistéttinni sem greiðir mun hærri skatta en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur eins og dæmið með vin minn sýnir svo skýrt. Núverandi ríkisstjórn hefur gert 29 breytingar á tekjuskattskerfinu einu síðan hún tók við en í heild eru skattabreytingar á þessu tímabili vel yfir hundrað talsins. Breytingar sem því miður hafa ekki verið í þágu fjölskyldna og fyrirtækja í landinu. Við erum í harðri samkeppni við önnur lönd sem fyrsti búsetukostur fyrir fjölskyldur og það er ekki sjálfgefið að íslenskar fjölskyldur velji að búa á Íslandi ef fórnarkostnaðurinn er jafnmikill og raun ber vitni. Við sem kærum okkur ekki um að sjá á eftir fleiri vinum flytjast af landi brott verðum að beita okkur fyrir réttlátara skattkerfi sem gerir fólki kleift að nýta tækifærin sem okkar góða land getur boðið upp á.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun