Óviðunandi geðheilbrigðisþjónusta ungmenna á Norðurlandi Hjalti Jónsson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Vanlíðan ungs fólks á Norðurlandi er stórt vandamál sem þarf að bregðast við strax. Eftir hálft ár í starfi sem sálfræðingur í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) hefur mér orðið ljóst að geðheilbrigðisþjónusta fyrir norðlensk ungmenni er ekki boðleg. Sérstaklega ber að nefna þá þjónustu sem 16 og 17 ára ungmennum stendur til boða. Eftir að sjálfræðisaldurinn var hækkaður í 18 ár virðist hafa gleymst að gera ráð fyrir þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem 16 og 17 ára börn eiga rétt á samkvæmt lögum. Mörg sveitarfélög leggja áherslu á að sinna börnum sem eru í leik- og grunnskólum en eftir sitja þeir sem eru 16 og 17 ára með skerta þjónustu. Það er því orðið tímabært að ríkið skilgreini sérstaklega hlutverk sitt í samráði við sveitarfélögin þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu nemenda á fyrstu árum framhaldsskóla. VMA hefur tekið skref í rétta átt, fyrstur framhaldsskóla á Íslandi og ráðið til sín sálfræðing til þess að vinna að bættu geðheilbrigði nemenda. Er um tilraunaverkefnið „Nám er vinnandi vegur" að ræða. Sálfræðiþjónustan sem boðið hefur verið upp á í VMA í vetur hefur verið vel nýtt og hafa um 70 nemendur á öllum aldri notfært sér hana að einhverju leyti á haustönn. Þjónustan felst annars vegar í hóptímum fyrir nemendur með kvíða og/eða þunglyndiseinkenni og hins vegar í einstaklingsviðtölum þar sem í báðum tilfellum er unnið eftir hugrænni atferlismeðferð. Þar sem VMA er menntastofnun en ekki meðferðar- eða heilbrigðisstofnun hefur þjónustan beinst að þeim sem eru með vægari einkenni. Þegar kemur að því að vísa nemendum áfram sem þurfa á frekari meðferð að halda hefur komið í ljós að fá úrræði eru til staðar.Þjónustan fer minnkandi Ekki er hægt að ætlast til þess að barna- og unglingageðdeild Sjúkrahússins á Akureyri geti sinnt þeirri þörf sem er fyrir hendi þegar þar starfar einn sálfræðingur í hlutastarfi og einn geðlæknir. Svæðið sem deildin þjónustar nær vestur frá Hrútafirði alla leið austur til Hornafjarðar. Geðheilbrigðisþjónusta barna og unglinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri kemur ekki til með á batna á þessu ári þar sem framkvæmdastjórn Sjúkrahússins hefur nú frá 1. janúar lagt niður barna- og unglingageðdeildina sem sjálfstæða einingu og hafa bæði starfandi barnageðlæknir og sálfræðingur sagt starfi sínu lausu. Deildin hefur því lokið hlutverki sínu í lok mars þegar uppsagnarfrestir starfsmanna hafa runnið út. Engin sérstök meðferðarúrræði eru í boði á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Þar er hins vegar starfrækt unglingamóttaka í eina klukkustund á viku þar sem læknir og/eða hjúkrunarfræðingur veita ráðgjöf og vísa málum á þá staði sem við á. Eftir stendur þá fullorðins geðsviðið á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem biðlistar eru langir og eru sífellt að lengjast og sjálfstætt starfandi sálfræðingar sem alls ekki allir hafa ráð á að notfæra sér. Mikið þarf að gerast til þess að geðheilbrigðisþjónusta ungs fólks á Norðurlandi verði viðunandi. Nýtt ár fer ekki vel af stað og virðist sem þjónustan fari minnkandi sem á ekki að vera hægt þar sem þjónustan er lítil sem engin. Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur tekið stórt skref í rétta átt og er það von mín að ríki og sveitarfélög taki höndum saman og leggi aukna áherslu á meðferð ungs fólks og forvarnir. Greiningar, einar og sér, skila sér ekki í bættri geðheilsu ungs fólks heldur þarf að veita meðferð við hæfi af hæfum meðferðaraðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Vanlíðan ungs fólks á Norðurlandi er stórt vandamál sem þarf að bregðast við strax. Eftir hálft ár í starfi sem sálfræðingur í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) hefur mér orðið ljóst að geðheilbrigðisþjónusta fyrir norðlensk ungmenni er ekki boðleg. Sérstaklega ber að nefna þá þjónustu sem 16 og 17 ára ungmennum stendur til boða. Eftir að sjálfræðisaldurinn var hækkaður í 18 ár virðist hafa gleymst að gera ráð fyrir þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem 16 og 17 ára börn eiga rétt á samkvæmt lögum. Mörg sveitarfélög leggja áherslu á að sinna börnum sem eru í leik- og grunnskólum en eftir sitja þeir sem eru 16 og 17 ára með skerta þjónustu. Það er því orðið tímabært að ríkið skilgreini sérstaklega hlutverk sitt í samráði við sveitarfélögin þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu nemenda á fyrstu árum framhaldsskóla. VMA hefur tekið skref í rétta átt, fyrstur framhaldsskóla á Íslandi og ráðið til sín sálfræðing til þess að vinna að bættu geðheilbrigði nemenda. Er um tilraunaverkefnið „Nám er vinnandi vegur" að ræða. Sálfræðiþjónustan sem boðið hefur verið upp á í VMA í vetur hefur verið vel nýtt og hafa um 70 nemendur á öllum aldri notfært sér hana að einhverju leyti á haustönn. Þjónustan felst annars vegar í hóptímum fyrir nemendur með kvíða og/eða þunglyndiseinkenni og hins vegar í einstaklingsviðtölum þar sem í báðum tilfellum er unnið eftir hugrænni atferlismeðferð. Þar sem VMA er menntastofnun en ekki meðferðar- eða heilbrigðisstofnun hefur þjónustan beinst að þeim sem eru með vægari einkenni. Þegar kemur að því að vísa nemendum áfram sem þurfa á frekari meðferð að halda hefur komið í ljós að fá úrræði eru til staðar.Þjónustan fer minnkandi Ekki er hægt að ætlast til þess að barna- og unglingageðdeild Sjúkrahússins á Akureyri geti sinnt þeirri þörf sem er fyrir hendi þegar þar starfar einn sálfræðingur í hlutastarfi og einn geðlæknir. Svæðið sem deildin þjónustar nær vestur frá Hrútafirði alla leið austur til Hornafjarðar. Geðheilbrigðisþjónusta barna og unglinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri kemur ekki til með á batna á þessu ári þar sem framkvæmdastjórn Sjúkrahússins hefur nú frá 1. janúar lagt niður barna- og unglingageðdeildina sem sjálfstæða einingu og hafa bæði starfandi barnageðlæknir og sálfræðingur sagt starfi sínu lausu. Deildin hefur því lokið hlutverki sínu í lok mars þegar uppsagnarfrestir starfsmanna hafa runnið út. Engin sérstök meðferðarúrræði eru í boði á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Þar er hins vegar starfrækt unglingamóttaka í eina klukkustund á viku þar sem læknir og/eða hjúkrunarfræðingur veita ráðgjöf og vísa málum á þá staði sem við á. Eftir stendur þá fullorðins geðsviðið á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem biðlistar eru langir og eru sífellt að lengjast og sjálfstætt starfandi sálfræðingar sem alls ekki allir hafa ráð á að notfæra sér. Mikið þarf að gerast til þess að geðheilbrigðisþjónusta ungs fólks á Norðurlandi verði viðunandi. Nýtt ár fer ekki vel af stað og virðist sem þjónustan fari minnkandi sem á ekki að vera hægt þar sem þjónustan er lítil sem engin. Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur tekið stórt skref í rétta átt og er það von mín að ríki og sveitarfélög taki höndum saman og leggi aukna áherslu á meðferð ungs fólks og forvarnir. Greiningar, einar og sér, skila sér ekki í bættri geðheilsu ungs fólks heldur þarf að veita meðferð við hæfi af hæfum meðferðaraðilum.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun