Innlent

Vegagerðin bætir tjón vegna tjörublæðinga

Þorgils Jónsson skrifar
Vegagerðin mun bæta það tjón sem varð á ökutækjum vegna tjörublæðinganna. Fréttablaðið/Pjetur
Vegagerðin mun bæta það tjón sem varð á ökutækjum vegna tjörublæðinganna. Fréttablaðið/Pjetur
Eigendur ökutækja sem urðu fyrir skemmdum vegna malbiksblæðinga á þjóðvegum síðustu daga fá tjón sitt bætt, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegagerðin hefur samið við sitt tryggingafélag, Sjóvá, um að bæta tjón á ökutækjum „sem sannanlega má rekja til framangreindra blæðinga dagana 18.-23. janúar".

Vegagerðin segir ákvörðun þessa tekna þrátt fyrir að orsök blæðinganna liggi ekki nákvæmlega fyrir. Hún hafi ekki fordæmisgildi.

Vegagerðin biður vegfarendur velvirðingar á ástandinu sem skapaðist og óþægindum sem það olli.

Þeim sem hafa orðið fyrir tjóni af þessum völdum er bent á að hafa samband við Sjóvá og fylla þar út tjónaskýrslu.

Vegagerðin býður ökumönnum þeirra ökutækja sem eru verulega óhrein af völdum tjörunnar að fá beiðni fyrir þrifum á næstu starfsstöð Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×