Fótbolti

Arnór Smárason gerði sitt fyrsta mark fyrir Helsingborg

Stefán Árni Pálsson skrifar
MYND/HEIMASÍÐA HELSINGBORGAR
Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason skoraði sitt fyrsta mark fyrir sænska liðið Helsingborg í kvöld þegar liðið mætti Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Leikmaðurinn skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega tuttugu mínútna leik en leikmenn Djurgården svöruðu með tveimur flottum mörkum og unnu að lokum sigur 2-1.

Helsingborg er þrátt fyrir tapið í efsta sæti deildarinnar með 37 stig, tveimur stigum á undan Malmö og AIK.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×