Innlent

Erilsamt hjá lögreglu í nótt

Mikið var að gera hjá lögreglu í nótt
Mikið var að gera hjá lögreglu í nótt Mynd/ Úr safni

Sjö gistu fangageymslur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Einn var vistaður vegna heimilisofbeldis, tveir vegna vímuástands og fjórir fengu gistingu að eigin ósk. Mikið var um tilkynningar til lögreglu í nótt vegna hávaða, slagsmála og fleiri mála tengd ölvun. Engar alvarlegar líkamsárásar hafa verið tilkynntar. Þá var einn tekinn fyrir ölvun við akstur í austurborginni.

Á Akureyri gistu fimm fangageymslur í nótt, tveir fyrir líkamsárás og þrír sváfu þar úr sér.

Hjá Lögreglunni á Selfossi voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnaakstur. Þá var ökumaður tekinn á hundrað og þrjátíu kílómetra hraða á Suðurlandsvegi, við Litlu kaffistofuna, nú í morgunsárið. Hann er grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna auk þess sem bifreiðin sem hann ók er talin vera stolin.

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni eru allar helstu leiðir á landinu greiðfærar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×