Flögg og eyjur hverfa af Hofsvallagötu Valur Grettisson skrifar 10. október 2013 06:15 Starfsmenn borgarinnar athafna sig á Hofsvallagötunni. Fréttablaðið/Vilhelm „Mín skoðun er sú að það hefði verið best að viðurkenna mistök og engin skömm að því,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í gær breytingar á Hofsvallagötu. Sjálfstæðismenn sátu hjá. Umdeild flögg og eyjur verða fjarlægð verði málið samþykkt í borgarstjórn en hart hefur verið tekist á um götuna eftir umdeildar breytingar. Fundur var haldinn með óánægðum íbúum í hverfinu í lok ágúst. Þar kom fram hörð gagnrýni á hendur borgarfulltrúum vegna samráðsleysis. Júlíus Vífill segir að með samþykktinni í ráðinu í gær felist viðurkenning á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum. Hann gagnrýnir hins vegar að þetta sé í fyrsta skiptið sem málið rati fyrir umhverfis- og skipulagsráð. „Það er eiginlega bara mjög furðulegt að ekki hafi verið kallað fyrr til fundar um málið,“ segir Júlíus Vífill. Spurður hvort hann sé sáttur við breytingarnar segir Júlíus Vífill að hann hefði viljað ganga lengra.Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi.Þrátt fyrir að flöggin og eyjurnar verði fjarlægð verða áfram hjólastígar báðum megin á götunni auk þess sem enn verður aðeins ein akrein. Júlíus Vífill gagnrýnir að ekki skuli vera tvær akreinar við gatnamót Hringbrautar. „Og ég hefði viljað fá útskot fyrir strætó, þannig hann stoppi ekki alla umferð þegar farþegum er hleypt út. Það skapar oft óþarfa hættu,“ segir Júlíus Vífill. Kristinn Fannar Pálsson, verkfræðingur og íbúi í hverfinu, er einn þeirra sem mættu á íbúafundinn og gagnrýndu framkvæmdirnar harðlega; meðal annars í viðtali á visir.is. „Við erum mjög ósátt við hjólastígana nærri ljósunum,“ segir Kristinn Fannar og útskýrir að það hafi verið vilji íbúa að hjólastígurinn færðist upp á stétt nærri ljósunum þannig það væri hægt að nýta tvær akreinar, við gatnamót Hringbrautar. Að öðru leyti kveðst Kristinn sáttur við breytingarnar. „Við erum að sjálfsögðu ánægð með að það sé hlustað á okkur,“ segir Kristinn sem vonast til þess að nú verði lagst í að laga götuna „almennilega“ og í sátt og samlyndi við íbúa hverfisins. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
„Mín skoðun er sú að það hefði verið best að viðurkenna mistök og engin skömm að því,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í gær breytingar á Hofsvallagötu. Sjálfstæðismenn sátu hjá. Umdeild flögg og eyjur verða fjarlægð verði málið samþykkt í borgarstjórn en hart hefur verið tekist á um götuna eftir umdeildar breytingar. Fundur var haldinn með óánægðum íbúum í hverfinu í lok ágúst. Þar kom fram hörð gagnrýni á hendur borgarfulltrúum vegna samráðsleysis. Júlíus Vífill segir að með samþykktinni í ráðinu í gær felist viðurkenning á því að ekki hafi verið staðið rétt að málum. Hann gagnrýnir hins vegar að þetta sé í fyrsta skiptið sem málið rati fyrir umhverfis- og skipulagsráð. „Það er eiginlega bara mjög furðulegt að ekki hafi verið kallað fyrr til fundar um málið,“ segir Júlíus Vífill. Spurður hvort hann sé sáttur við breytingarnar segir Júlíus Vífill að hann hefði viljað ganga lengra.Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi.Þrátt fyrir að flöggin og eyjurnar verði fjarlægð verða áfram hjólastígar báðum megin á götunni auk þess sem enn verður aðeins ein akrein. Júlíus Vífill gagnrýnir að ekki skuli vera tvær akreinar við gatnamót Hringbrautar. „Og ég hefði viljað fá útskot fyrir strætó, þannig hann stoppi ekki alla umferð þegar farþegum er hleypt út. Það skapar oft óþarfa hættu,“ segir Júlíus Vífill. Kristinn Fannar Pálsson, verkfræðingur og íbúi í hverfinu, er einn þeirra sem mættu á íbúafundinn og gagnrýndu framkvæmdirnar harðlega; meðal annars í viðtali á visir.is. „Við erum mjög ósátt við hjólastígana nærri ljósunum,“ segir Kristinn Fannar og útskýrir að það hafi verið vilji íbúa að hjólastígurinn færðist upp á stétt nærri ljósunum þannig það væri hægt að nýta tvær akreinar, við gatnamót Hringbrautar. Að öðru leyti kveðst Kristinn sáttur við breytingarnar. „Við erum að sjálfsögðu ánægð með að það sé hlustað á okkur,“ segir Kristinn sem vonast til þess að nú verði lagst í að laga götuna „almennilega“ og í sátt og samlyndi við íbúa hverfisins.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira