Ég fékk martraðir um vítið í Finnlandi Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar 12. júlí 2013 07:00 Margrét Lára fagnar marki sínu í gær. Nordic Photos / AFP Stelpurnar okkar stigu sögulegt skref í gær í fyrsta leik sínum á EM í Svíþjóð. Íslenska liðið gerði þá 1-1 jafntefli við Noreg og liðið er því strax búið að gera betur á sínu öðru Evrópumóti en fyrir fjórum árum í Finnlandi þegar allir þrír leikirnir töpuðust. Úrslitastund leiksins var vítaspyrna sem Sara Björk Gunnarsdóttir fékk fjórum mínútum fyrir leikslok. Á punktinn steig Margrét Lára Viðarsdóttir og skoraði af öryggi og hreinsaði hugann endanlega af fortíðardraugum.Fékk martraðir eftir vítaklikkið „Þetta víti er búið að sitja mikið í mér og mér fannst ég skulda stelpunum þetta. Ég var mjög miður mín eftir vítið á EM 2009 og ég grínast ekki þegar ég segi að ég hafi fengið martraðir um það nokkrum sinnum. Ég lét það ekki á mig fá og var bara mjög einbeitt,“ sagði Margét Lára Viðarsdóttir um vítaspyrnuna sem hún lét verja frá sér í 1-3 tapi á móti Frakklandi í fyrsta leik á EM 2009. „Margrét Lára tók víti á móti Frakklandi í fyrsta leik fyrir fjórum árum og klikkaði. Hún hefur örugglega hugsað um það í einhverja mánuði á eftir. Það var virkilega ljúft að sjá hana setja boltann örugglega í netið. Hún sagði í viðtölum að hún þyrfti að kenna Svíunum hvernig ætti að taka vítin því þeir klúðruðu tveimur vítum á móti Dönum,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska liðsins. Margrét Lára lærði vissulega af mistökum Svíanna. „Ég sá hvernig Svíarnir brugðust við vítaspyrnunum sem þær fengu í gær. Þær voru taugaveiklaðar þegar þær fóru á punktinn. Ég vissi að myndavélarnar væru á mér og ákvað að brosa og vera létt. Ég hef tekið víti á þessa stelpu áður. Það er bara að hugsa ekki neitt og einbeita sér að því að njóta mómentsins. Þegar maður er kominn með svona mikla reynslu þá eru þetta mómentin sem maður vill fá. Ég hafði mjög gaman af þessu,“ sagði Margrét Lára. Sigurður Ragnar var ekki eins rólegur. „Ég var örugglega miklu stressaðari en hún. Hún leysti þetta ótrúlega vel,“ sagði Sigurður Ragnar.Gott að koma til baka Íslenska liðið var í vandræðum í fyrri hálfleik en kom öflugt til baka og tók öll völd í seinni hálfleiknum. „Þetta var slysalegt mark sem við fengum á okkur en við sýndum virkilega góðan karakter að koma til baka. Við erum á stórmóti og það er svolítið pressa á okkur. Mér fannst við sýna reynsluna í þessu liði. Fyrir fjórum árum hefðum við örugglega dottið í stress og ég er ekki viss um að við hefðum unnið okkur út þessum aðstæðum þá,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér fannst við keyra yfir þær í seinni hálfleik, erum í miklu betra formi en þær og vorum að búa til flottar sóknir. Það vantaði svolítið að reka smiðshöggið á þetta en við vinnum í þeim þáttum núna. Vonandi getum við komið svolítið á óvart á móti Þjóðverjum,“ sagði markaskorarinn. Liðið tók mörg stór skref í gær að mati landsliðsþjálfarans. „Þetta var frábær seinni hálfleikur. Við fengum reyndar á okkur þetta mark í fyrri sem ég var ósáttur með en við unnum okkur inn í leikinn á móti góðu liði í lokakeppni. Þetta voru allt stór skref fyrir okkur,“ sagði Sigurður Ragnar. Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Stelpurnar okkar stigu sögulegt skref í gær í fyrsta leik sínum á EM í Svíþjóð. Íslenska liðið gerði þá 1-1 jafntefli við Noreg og liðið er því strax búið að gera betur á sínu öðru Evrópumóti en fyrir fjórum árum í Finnlandi þegar allir þrír leikirnir töpuðust. Úrslitastund leiksins var vítaspyrna sem Sara Björk Gunnarsdóttir fékk fjórum mínútum fyrir leikslok. Á punktinn steig Margrét Lára Viðarsdóttir og skoraði af öryggi og hreinsaði hugann endanlega af fortíðardraugum.Fékk martraðir eftir vítaklikkið „Þetta víti er búið að sitja mikið í mér og mér fannst ég skulda stelpunum þetta. Ég var mjög miður mín eftir vítið á EM 2009 og ég grínast ekki þegar ég segi að ég hafi fengið martraðir um það nokkrum sinnum. Ég lét það ekki á mig fá og var bara mjög einbeitt,“ sagði Margét Lára Viðarsdóttir um vítaspyrnuna sem hún lét verja frá sér í 1-3 tapi á móti Frakklandi í fyrsta leik á EM 2009. „Margrét Lára tók víti á móti Frakklandi í fyrsta leik fyrir fjórum árum og klikkaði. Hún hefur örugglega hugsað um það í einhverja mánuði á eftir. Það var virkilega ljúft að sjá hana setja boltann örugglega í netið. Hún sagði í viðtölum að hún þyrfti að kenna Svíunum hvernig ætti að taka vítin því þeir klúðruðu tveimur vítum á móti Dönum,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska liðsins. Margrét Lára lærði vissulega af mistökum Svíanna. „Ég sá hvernig Svíarnir brugðust við vítaspyrnunum sem þær fengu í gær. Þær voru taugaveiklaðar þegar þær fóru á punktinn. Ég vissi að myndavélarnar væru á mér og ákvað að brosa og vera létt. Ég hef tekið víti á þessa stelpu áður. Það er bara að hugsa ekki neitt og einbeita sér að því að njóta mómentsins. Þegar maður er kominn með svona mikla reynslu þá eru þetta mómentin sem maður vill fá. Ég hafði mjög gaman af þessu,“ sagði Margrét Lára. Sigurður Ragnar var ekki eins rólegur. „Ég var örugglega miklu stressaðari en hún. Hún leysti þetta ótrúlega vel,“ sagði Sigurður Ragnar.Gott að koma til baka Íslenska liðið var í vandræðum í fyrri hálfleik en kom öflugt til baka og tók öll völd í seinni hálfleiknum. „Þetta var slysalegt mark sem við fengum á okkur en við sýndum virkilega góðan karakter að koma til baka. Við erum á stórmóti og það er svolítið pressa á okkur. Mér fannst við sýna reynsluna í þessu liði. Fyrir fjórum árum hefðum við örugglega dottið í stress og ég er ekki viss um að við hefðum unnið okkur út þessum aðstæðum þá,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér fannst við keyra yfir þær í seinni hálfleik, erum í miklu betra formi en þær og vorum að búa til flottar sóknir. Það vantaði svolítið að reka smiðshöggið á þetta en við vinnum í þeim þáttum núna. Vonandi getum við komið svolítið á óvart á móti Þjóðverjum,“ sagði markaskorarinn. Liðið tók mörg stór skref í gær að mati landsliðsþjálfarans. „Þetta var frábær seinni hálfleikur. Við fengum reyndar á okkur þetta mark í fyrri sem ég var ósáttur með en við unnum okkur inn í leikinn á móti góðu liði í lokakeppni. Þetta voru allt stór skref fyrir okkur,“ sagði Sigurður Ragnar.
Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira