Ég fékk martraðir um vítið í Finnlandi Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar 12. júlí 2013 07:00 Margrét Lára fagnar marki sínu í gær. Nordic Photos / AFP Stelpurnar okkar stigu sögulegt skref í gær í fyrsta leik sínum á EM í Svíþjóð. Íslenska liðið gerði þá 1-1 jafntefli við Noreg og liðið er því strax búið að gera betur á sínu öðru Evrópumóti en fyrir fjórum árum í Finnlandi þegar allir þrír leikirnir töpuðust. Úrslitastund leiksins var vítaspyrna sem Sara Björk Gunnarsdóttir fékk fjórum mínútum fyrir leikslok. Á punktinn steig Margrét Lára Viðarsdóttir og skoraði af öryggi og hreinsaði hugann endanlega af fortíðardraugum.Fékk martraðir eftir vítaklikkið „Þetta víti er búið að sitja mikið í mér og mér fannst ég skulda stelpunum þetta. Ég var mjög miður mín eftir vítið á EM 2009 og ég grínast ekki þegar ég segi að ég hafi fengið martraðir um það nokkrum sinnum. Ég lét það ekki á mig fá og var bara mjög einbeitt,“ sagði Margét Lára Viðarsdóttir um vítaspyrnuna sem hún lét verja frá sér í 1-3 tapi á móti Frakklandi í fyrsta leik á EM 2009. „Margrét Lára tók víti á móti Frakklandi í fyrsta leik fyrir fjórum árum og klikkaði. Hún hefur örugglega hugsað um það í einhverja mánuði á eftir. Það var virkilega ljúft að sjá hana setja boltann örugglega í netið. Hún sagði í viðtölum að hún þyrfti að kenna Svíunum hvernig ætti að taka vítin því þeir klúðruðu tveimur vítum á móti Dönum,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska liðsins. Margrét Lára lærði vissulega af mistökum Svíanna. „Ég sá hvernig Svíarnir brugðust við vítaspyrnunum sem þær fengu í gær. Þær voru taugaveiklaðar þegar þær fóru á punktinn. Ég vissi að myndavélarnar væru á mér og ákvað að brosa og vera létt. Ég hef tekið víti á þessa stelpu áður. Það er bara að hugsa ekki neitt og einbeita sér að því að njóta mómentsins. Þegar maður er kominn með svona mikla reynslu þá eru þetta mómentin sem maður vill fá. Ég hafði mjög gaman af þessu,“ sagði Margrét Lára. Sigurður Ragnar var ekki eins rólegur. „Ég var örugglega miklu stressaðari en hún. Hún leysti þetta ótrúlega vel,“ sagði Sigurður Ragnar.Gott að koma til baka Íslenska liðið var í vandræðum í fyrri hálfleik en kom öflugt til baka og tók öll völd í seinni hálfleiknum. „Þetta var slysalegt mark sem við fengum á okkur en við sýndum virkilega góðan karakter að koma til baka. Við erum á stórmóti og það er svolítið pressa á okkur. Mér fannst við sýna reynsluna í þessu liði. Fyrir fjórum árum hefðum við örugglega dottið í stress og ég er ekki viss um að við hefðum unnið okkur út þessum aðstæðum þá,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér fannst við keyra yfir þær í seinni hálfleik, erum í miklu betra formi en þær og vorum að búa til flottar sóknir. Það vantaði svolítið að reka smiðshöggið á þetta en við vinnum í þeim þáttum núna. Vonandi getum við komið svolítið á óvart á móti Þjóðverjum,“ sagði markaskorarinn. Liðið tók mörg stór skref í gær að mati landsliðsþjálfarans. „Þetta var frábær seinni hálfleikur. Við fengum reyndar á okkur þetta mark í fyrri sem ég var ósáttur með en við unnum okkur inn í leikinn á móti góðu liði í lokakeppni. Þetta voru allt stór skref fyrir okkur,“ sagði Sigurður Ragnar. Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Stelpurnar okkar stigu sögulegt skref í gær í fyrsta leik sínum á EM í Svíþjóð. Íslenska liðið gerði þá 1-1 jafntefli við Noreg og liðið er því strax búið að gera betur á sínu öðru Evrópumóti en fyrir fjórum árum í Finnlandi þegar allir þrír leikirnir töpuðust. Úrslitastund leiksins var vítaspyrna sem Sara Björk Gunnarsdóttir fékk fjórum mínútum fyrir leikslok. Á punktinn steig Margrét Lára Viðarsdóttir og skoraði af öryggi og hreinsaði hugann endanlega af fortíðardraugum.Fékk martraðir eftir vítaklikkið „Þetta víti er búið að sitja mikið í mér og mér fannst ég skulda stelpunum þetta. Ég var mjög miður mín eftir vítið á EM 2009 og ég grínast ekki þegar ég segi að ég hafi fengið martraðir um það nokkrum sinnum. Ég lét það ekki á mig fá og var bara mjög einbeitt,“ sagði Margét Lára Viðarsdóttir um vítaspyrnuna sem hún lét verja frá sér í 1-3 tapi á móti Frakklandi í fyrsta leik á EM 2009. „Margrét Lára tók víti á móti Frakklandi í fyrsta leik fyrir fjórum árum og klikkaði. Hún hefur örugglega hugsað um það í einhverja mánuði á eftir. Það var virkilega ljúft að sjá hana setja boltann örugglega í netið. Hún sagði í viðtölum að hún þyrfti að kenna Svíunum hvernig ætti að taka vítin því þeir klúðruðu tveimur vítum á móti Dönum,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska liðsins. Margrét Lára lærði vissulega af mistökum Svíanna. „Ég sá hvernig Svíarnir brugðust við vítaspyrnunum sem þær fengu í gær. Þær voru taugaveiklaðar þegar þær fóru á punktinn. Ég vissi að myndavélarnar væru á mér og ákvað að brosa og vera létt. Ég hef tekið víti á þessa stelpu áður. Það er bara að hugsa ekki neitt og einbeita sér að því að njóta mómentsins. Þegar maður er kominn með svona mikla reynslu þá eru þetta mómentin sem maður vill fá. Ég hafði mjög gaman af þessu,“ sagði Margrét Lára. Sigurður Ragnar var ekki eins rólegur. „Ég var örugglega miklu stressaðari en hún. Hún leysti þetta ótrúlega vel,“ sagði Sigurður Ragnar.Gott að koma til baka Íslenska liðið var í vandræðum í fyrri hálfleik en kom öflugt til baka og tók öll völd í seinni hálfleiknum. „Þetta var slysalegt mark sem við fengum á okkur en við sýndum virkilega góðan karakter að koma til baka. Við erum á stórmóti og það er svolítið pressa á okkur. Mér fannst við sýna reynsluna í þessu liði. Fyrir fjórum árum hefðum við örugglega dottið í stress og ég er ekki viss um að við hefðum unnið okkur út þessum aðstæðum þá,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér fannst við keyra yfir þær í seinni hálfleik, erum í miklu betra formi en þær og vorum að búa til flottar sóknir. Það vantaði svolítið að reka smiðshöggið á þetta en við vinnum í þeim þáttum núna. Vonandi getum við komið svolítið á óvart á móti Þjóðverjum,“ sagði markaskorarinn. Liðið tók mörg stór skref í gær að mati landsliðsþjálfarans. „Þetta var frábær seinni hálfleikur. Við fengum reyndar á okkur þetta mark í fyrri sem ég var ósáttur með en við unnum okkur inn í leikinn á móti góðu liði í lokakeppni. Þetta voru allt stór skref fyrir okkur,“ sagði Sigurður Ragnar.
Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira