Fótbolti

Spánn vann dramatískan sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Spánverjar fagna sigurmarki sínu í kvöld.
Spánverjar fagna sigurmarki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP
Spánverjar komust upp að hlið Frakka á toppi C-riðils á EM kvenna í Svíþjóð eftir nauman og dramatískan 3-2 sigur á Englendingum. Sigurmarkið kom á 93. mínútu.

Karen Bardsley, markvörður Englands, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en hún stýrði fyrirgjöf Adriana í eigið mark á þriðju mínútu uppbótartíma leiksins.

Spánverjar komust yfir með marki Veronica Boquete, fyrirliða spænska liðsins, strax í upphafi leiksins en Eniola Aluko jafnaði stuttu síðar.

Þannig stóðu leikar þar til á 85. mínútu er Spánverjar endurheimtu forystuna með marki Jennifer Hermoso. En Laura Bassett jafnaði metin með góðu skoti og virtist hafa tryggt þeim ensku jafntefli.

En allt kom fyrir ekki og er England því enn stigalaust í riðlinum, rétt eins og Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×