Fótbolti

Noregur í úrslit eftir vítakeppni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þær norsku fagna marki sínu í kvöld.
Þær norsku fagna marki sínu í kvöld. Nordicphotos/Getty
Það verða kvennalandslið Noregs og Þýskalands sem mætast í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í Svíþjóð. Þetta varð ljóst eftir dramatískan sigur þeirra norsku á frænkum sínum frá Danmörku í Norrköping í kvöld.

Norska liðið fékk óskabyrjun þegar Marit Christensen skoraði á 3. mínútu af stuttu færi eftir hornspyrnu. Liðin sóttu á víxl í 84 mínútur en þá jöfnuðu Danir metin. Mariann Knudsen skoraði þá með hörkuskalla eftir vel útfærða sókn.

Ekkert mark var skorað í framlengingu svo grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Danir slógu Frakka út í vítaspyrnukeppni og komust upp úr riðli sínum á hlutkesti án þess að vinna einn leik. Heppnin var hins vegar ekki með þeim í vítakeppninni. Þær norsku voru svellkaldar á punktinum og Ingrid Hjelmseth varði tvær spyrnur Dananna.

Úrslitaleikur Þýskalands og Noregs fer fram á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×