Tveir vinir þrífa heimili Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Vinirnir Auðbergur Daníel Hálfdánarson og Hafsteinn Ormar Hannesson stofnuðu fyrirtækið Heimilisþrif Mynd / Vilhelm „Það er greinilega þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Hafsteinn Hannesson, sem stofnaði fyrirtækið Heimilisþrif ásamt vini sínum, Auðbergi Daníel Hálfdánarsyni, síðasta sumar. „Við höfum ekkert þurft að auglýsa og það er samt alveg brjálað að gera. Kúnnarnir okkar mæla með okkur við vini sína sem eru að leita að einhverjum til að þrífa heimilið og svo flýgur orðsporið,“ segir Hafsteinn. Íslendingar virðast í auknum mæli kaupa þrif fyrir heimilið. Hannes segir það fyrst og fremst vera fjölskyldufólk sem kaupi þjónustu þeirra. „Karlarnir á heimilinu virðast ekki sjá mikið um þessi mál. Flestir póstar og símtöl eru frá konum á aldrinum 25-45 ára. Þeir sem við höfum talað við segjast vilja eyða tímanum í annað en þrif og eru ánægðir með að þetta sé ekki svört starfsemi heldur fyrirtæki á bak við sem ber ábyrgð ef eitthvað kemur upp á.“ Hafsteinn og Auðbergur fengu hugmyndina að fyrirtækinu þegar systir Hafsteins lenti í vandræðum með þrif. Hún hafði borgað einstaklingi fyrir að þrífa eftir flutninga en var svo svikin um þjónustuna. „Við sáum að markaðurinn var galopinn. Við byrjuðum á að búa til heimasíðu, gerðum verðskrá og köstuðum okkur út í djúpu laugina. Síðan byrjuðu pantanirnar bara að hrúgast inn. Við erum báðir að vinna í þessu með námi en það er svo mikið að gera að annaðhvort þurfum við að ráða starfsfólk eða minnka við okkur námið.“ Vinirnir tveir sjá fyrst og fremst um þrifin sjálfir. „Sumir verða svolítið hissa þegar tveir gaurar mæta á svæðið. Einu sinni mættum við til konu sem hafði greinilega enga trú á okkur en þegar hún sá afraksturinn varð hún mjög ánægð.“ Heimilisþrif býður bæði upp á regluleg þrif sem og einstaka skipti. Hægt er að velja á milli mismunandi pakka eftir því hve ítarleg þrifin eiga að vera. „Flestir fá okkur til sín einu sinni til tvisvar í mánuði. Við finnum líka að fólk er farið að undirbúa jólin og panta jólaþrifin. Við fengum fyrstu jólabókunina í ágúst,“ segir Hafsteinn. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Það er greinilega þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Hafsteinn Hannesson, sem stofnaði fyrirtækið Heimilisþrif ásamt vini sínum, Auðbergi Daníel Hálfdánarsyni, síðasta sumar. „Við höfum ekkert þurft að auglýsa og það er samt alveg brjálað að gera. Kúnnarnir okkar mæla með okkur við vini sína sem eru að leita að einhverjum til að þrífa heimilið og svo flýgur orðsporið,“ segir Hafsteinn. Íslendingar virðast í auknum mæli kaupa þrif fyrir heimilið. Hannes segir það fyrst og fremst vera fjölskyldufólk sem kaupi þjónustu þeirra. „Karlarnir á heimilinu virðast ekki sjá mikið um þessi mál. Flestir póstar og símtöl eru frá konum á aldrinum 25-45 ára. Þeir sem við höfum talað við segjast vilja eyða tímanum í annað en þrif og eru ánægðir með að þetta sé ekki svört starfsemi heldur fyrirtæki á bak við sem ber ábyrgð ef eitthvað kemur upp á.“ Hafsteinn og Auðbergur fengu hugmyndina að fyrirtækinu þegar systir Hafsteins lenti í vandræðum með þrif. Hún hafði borgað einstaklingi fyrir að þrífa eftir flutninga en var svo svikin um þjónustuna. „Við sáum að markaðurinn var galopinn. Við byrjuðum á að búa til heimasíðu, gerðum verðskrá og köstuðum okkur út í djúpu laugina. Síðan byrjuðu pantanirnar bara að hrúgast inn. Við erum báðir að vinna í þessu með námi en það er svo mikið að gera að annaðhvort þurfum við að ráða starfsfólk eða minnka við okkur námið.“ Vinirnir tveir sjá fyrst og fremst um þrifin sjálfir. „Sumir verða svolítið hissa þegar tveir gaurar mæta á svæðið. Einu sinni mættum við til konu sem hafði greinilega enga trú á okkur en þegar hún sá afraksturinn varð hún mjög ánægð.“ Heimilisþrif býður bæði upp á regluleg þrif sem og einstaka skipti. Hægt er að velja á milli mismunandi pakka eftir því hve ítarleg þrifin eiga að vera. „Flestir fá okkur til sín einu sinni til tvisvar í mánuði. Við finnum líka að fólk er farið að undirbúa jólin og panta jólaþrifin. Við fengum fyrstu jólabókunina í ágúst,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira