Tveir vinir þrífa heimili Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Vinirnir Auðbergur Daníel Hálfdánarson og Hafsteinn Ormar Hannesson stofnuðu fyrirtækið Heimilisþrif Mynd / Vilhelm „Það er greinilega þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Hafsteinn Hannesson, sem stofnaði fyrirtækið Heimilisþrif ásamt vini sínum, Auðbergi Daníel Hálfdánarsyni, síðasta sumar. „Við höfum ekkert þurft að auglýsa og það er samt alveg brjálað að gera. Kúnnarnir okkar mæla með okkur við vini sína sem eru að leita að einhverjum til að þrífa heimilið og svo flýgur orðsporið,“ segir Hafsteinn. Íslendingar virðast í auknum mæli kaupa þrif fyrir heimilið. Hannes segir það fyrst og fremst vera fjölskyldufólk sem kaupi þjónustu þeirra. „Karlarnir á heimilinu virðast ekki sjá mikið um þessi mál. Flestir póstar og símtöl eru frá konum á aldrinum 25-45 ára. Þeir sem við höfum talað við segjast vilja eyða tímanum í annað en þrif og eru ánægðir með að þetta sé ekki svört starfsemi heldur fyrirtæki á bak við sem ber ábyrgð ef eitthvað kemur upp á.“ Hafsteinn og Auðbergur fengu hugmyndina að fyrirtækinu þegar systir Hafsteins lenti í vandræðum með þrif. Hún hafði borgað einstaklingi fyrir að þrífa eftir flutninga en var svo svikin um þjónustuna. „Við sáum að markaðurinn var galopinn. Við byrjuðum á að búa til heimasíðu, gerðum verðskrá og köstuðum okkur út í djúpu laugina. Síðan byrjuðu pantanirnar bara að hrúgast inn. Við erum báðir að vinna í þessu með námi en það er svo mikið að gera að annaðhvort þurfum við að ráða starfsfólk eða minnka við okkur námið.“ Vinirnir tveir sjá fyrst og fremst um þrifin sjálfir. „Sumir verða svolítið hissa þegar tveir gaurar mæta á svæðið. Einu sinni mættum við til konu sem hafði greinilega enga trú á okkur en þegar hún sá afraksturinn varð hún mjög ánægð.“ Heimilisþrif býður bæði upp á regluleg þrif sem og einstaka skipti. Hægt er að velja á milli mismunandi pakka eftir því hve ítarleg þrifin eiga að vera. „Flestir fá okkur til sín einu sinni til tvisvar í mánuði. Við finnum líka að fólk er farið að undirbúa jólin og panta jólaþrifin. Við fengum fyrstu jólabókunina í ágúst,“ segir Hafsteinn. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
„Það er greinilega þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Hafsteinn Hannesson, sem stofnaði fyrirtækið Heimilisþrif ásamt vini sínum, Auðbergi Daníel Hálfdánarsyni, síðasta sumar. „Við höfum ekkert þurft að auglýsa og það er samt alveg brjálað að gera. Kúnnarnir okkar mæla með okkur við vini sína sem eru að leita að einhverjum til að þrífa heimilið og svo flýgur orðsporið,“ segir Hafsteinn. Íslendingar virðast í auknum mæli kaupa þrif fyrir heimilið. Hannes segir það fyrst og fremst vera fjölskyldufólk sem kaupi þjónustu þeirra. „Karlarnir á heimilinu virðast ekki sjá mikið um þessi mál. Flestir póstar og símtöl eru frá konum á aldrinum 25-45 ára. Þeir sem við höfum talað við segjast vilja eyða tímanum í annað en þrif og eru ánægðir með að þetta sé ekki svört starfsemi heldur fyrirtæki á bak við sem ber ábyrgð ef eitthvað kemur upp á.“ Hafsteinn og Auðbergur fengu hugmyndina að fyrirtækinu þegar systir Hafsteins lenti í vandræðum með þrif. Hún hafði borgað einstaklingi fyrir að þrífa eftir flutninga en var svo svikin um þjónustuna. „Við sáum að markaðurinn var galopinn. Við byrjuðum á að búa til heimasíðu, gerðum verðskrá og köstuðum okkur út í djúpu laugina. Síðan byrjuðu pantanirnar bara að hrúgast inn. Við erum báðir að vinna í þessu með námi en það er svo mikið að gera að annaðhvort þurfum við að ráða starfsfólk eða minnka við okkur námið.“ Vinirnir tveir sjá fyrst og fremst um þrifin sjálfir. „Sumir verða svolítið hissa þegar tveir gaurar mæta á svæðið. Einu sinni mættum við til konu sem hafði greinilega enga trú á okkur en þegar hún sá afraksturinn varð hún mjög ánægð.“ Heimilisþrif býður bæði upp á regluleg þrif sem og einstaka skipti. Hægt er að velja á milli mismunandi pakka eftir því hve ítarleg þrifin eiga að vera. „Flestir fá okkur til sín einu sinni til tvisvar í mánuði. Við finnum líka að fólk er farið að undirbúa jólin og panta jólaþrifin. Við fengum fyrstu jólabókunina í ágúst,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira