Tveir vinir þrífa heimili Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Vinirnir Auðbergur Daníel Hálfdánarson og Hafsteinn Ormar Hannesson stofnuðu fyrirtækið Heimilisþrif Mynd / Vilhelm „Það er greinilega þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Hafsteinn Hannesson, sem stofnaði fyrirtækið Heimilisþrif ásamt vini sínum, Auðbergi Daníel Hálfdánarsyni, síðasta sumar. „Við höfum ekkert þurft að auglýsa og það er samt alveg brjálað að gera. Kúnnarnir okkar mæla með okkur við vini sína sem eru að leita að einhverjum til að þrífa heimilið og svo flýgur orðsporið,“ segir Hafsteinn. Íslendingar virðast í auknum mæli kaupa þrif fyrir heimilið. Hannes segir það fyrst og fremst vera fjölskyldufólk sem kaupi þjónustu þeirra. „Karlarnir á heimilinu virðast ekki sjá mikið um þessi mál. Flestir póstar og símtöl eru frá konum á aldrinum 25-45 ára. Þeir sem við höfum talað við segjast vilja eyða tímanum í annað en þrif og eru ánægðir með að þetta sé ekki svört starfsemi heldur fyrirtæki á bak við sem ber ábyrgð ef eitthvað kemur upp á.“ Hafsteinn og Auðbergur fengu hugmyndina að fyrirtækinu þegar systir Hafsteins lenti í vandræðum með þrif. Hún hafði borgað einstaklingi fyrir að þrífa eftir flutninga en var svo svikin um þjónustuna. „Við sáum að markaðurinn var galopinn. Við byrjuðum á að búa til heimasíðu, gerðum verðskrá og köstuðum okkur út í djúpu laugina. Síðan byrjuðu pantanirnar bara að hrúgast inn. Við erum báðir að vinna í þessu með námi en það er svo mikið að gera að annaðhvort þurfum við að ráða starfsfólk eða minnka við okkur námið.“ Vinirnir tveir sjá fyrst og fremst um þrifin sjálfir. „Sumir verða svolítið hissa þegar tveir gaurar mæta á svæðið. Einu sinni mættum við til konu sem hafði greinilega enga trú á okkur en þegar hún sá afraksturinn varð hún mjög ánægð.“ Heimilisþrif býður bæði upp á regluleg þrif sem og einstaka skipti. Hægt er að velja á milli mismunandi pakka eftir því hve ítarleg þrifin eiga að vera. „Flestir fá okkur til sín einu sinni til tvisvar í mánuði. Við finnum líka að fólk er farið að undirbúa jólin og panta jólaþrifin. Við fengum fyrstu jólabókunina í ágúst,“ segir Hafsteinn. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
„Það er greinilega þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Hafsteinn Hannesson, sem stofnaði fyrirtækið Heimilisþrif ásamt vini sínum, Auðbergi Daníel Hálfdánarsyni, síðasta sumar. „Við höfum ekkert þurft að auglýsa og það er samt alveg brjálað að gera. Kúnnarnir okkar mæla með okkur við vini sína sem eru að leita að einhverjum til að þrífa heimilið og svo flýgur orðsporið,“ segir Hafsteinn. Íslendingar virðast í auknum mæli kaupa þrif fyrir heimilið. Hannes segir það fyrst og fremst vera fjölskyldufólk sem kaupi þjónustu þeirra. „Karlarnir á heimilinu virðast ekki sjá mikið um þessi mál. Flestir póstar og símtöl eru frá konum á aldrinum 25-45 ára. Þeir sem við höfum talað við segjast vilja eyða tímanum í annað en þrif og eru ánægðir með að þetta sé ekki svört starfsemi heldur fyrirtæki á bak við sem ber ábyrgð ef eitthvað kemur upp á.“ Hafsteinn og Auðbergur fengu hugmyndina að fyrirtækinu þegar systir Hafsteins lenti í vandræðum með þrif. Hún hafði borgað einstaklingi fyrir að þrífa eftir flutninga en var svo svikin um þjónustuna. „Við sáum að markaðurinn var galopinn. Við byrjuðum á að búa til heimasíðu, gerðum verðskrá og köstuðum okkur út í djúpu laugina. Síðan byrjuðu pantanirnar bara að hrúgast inn. Við erum báðir að vinna í þessu með námi en það er svo mikið að gera að annaðhvort þurfum við að ráða starfsfólk eða minnka við okkur námið.“ Vinirnir tveir sjá fyrst og fremst um þrifin sjálfir. „Sumir verða svolítið hissa þegar tveir gaurar mæta á svæðið. Einu sinni mættum við til konu sem hafði greinilega enga trú á okkur en þegar hún sá afraksturinn varð hún mjög ánægð.“ Heimilisþrif býður bæði upp á regluleg þrif sem og einstaka skipti. Hægt er að velja á milli mismunandi pakka eftir því hve ítarleg þrifin eiga að vera. „Flestir fá okkur til sín einu sinni til tvisvar í mánuði. Við finnum líka að fólk er farið að undirbúa jólin og panta jólaþrifin. Við fengum fyrstu jólabókunina í ágúst,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira