Lífið

Líf og fjör á herrafatasýningu í Þjóðleikhúskjallaranum

Bjarki Ármannsson skrifar
Böðvar Guðjónsson, kenndur við Kex, ásamt öðrum herramönnum.
Böðvar Guðjónsson, kenndur við Kex, ásamt öðrum herramönnum.
Hin árlega herrafatasýning Kormáks og Skjaldar var haldin með pompi og prakt í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðið miðvikudagskvöld.

Hér má sjá nokkrar myndir af þeim glæsilegu flíkum og herramönnum sem fyrir augu bar. 

Skari Skrípó skemmti hópnum
Góð stemning myndaðist í hópnum og brugðu margir á leik. Sú uppákoma átti sér stað að fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan og Bjarni Geir Alfreðsson, einnig þekktur sem Bjarni „snæðingur", giftu sig áður en kvöldið var úti. Hlaut það góðar undirtektir viðstaddra.

Það var Guðmundur Jörundsson, eigandi tískuverslunarinnar Jör, sem gaf hjónin saman.

Hilmar Guðjónsson leikari stígur léttan dans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.