Fótbolti

Mourinho sagði Drogba að fara til Galatasaray

Drogba er kominn til Tyrklands.
Drogba er kominn til Tyrklands.
Framherjinn Didier Drogba er orðinn leikmaður Galatasaray en hann kemur til tyrkneska félagsins frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua.

Drogba hefur greint frá því að hann hafi ráðfært sig við sinn gamla þjálfara, Jose Mourinho, áður en hann ákvað hvaða félag ætti að semja við.

"Ég talaði við Mourinho og fleiri. Allir sögðu að Galatasaray væri frábært félag og að ég ætti að fara þangað," sagði Drogba en hann hittir fyrir hjá félaginu landa sinn Emmanuel Eboue.

Tyrkneska liðið er einnig nýbúið að semja við Hollendinginn Wesley Sneijder.

"Með tilkomu mín og Wesley er félagið að senda skýr skilaboð til stóru liðanna í Evrópu. Ég vil vinna Meistaradeildina aftur," sagði Drogba en Galatasaray mætir Schalke í 16-liða úrslitum keppninnar.

Drogba mun spila í treyju númer 12 hjá félaginu en hann hefur hingað til verið í treyju númer 11.

"Ellefan er frátekin hjá félaginu og ég valdi að vera númer tólf því númerið minnir mig á afmæli dóttur minnar."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×