Fótbolti

Alfreð með jöfnunarmark á elleftu stundu

Alfreð fagnar.
Alfreð fagnar.
Alfreð Finnbogason var hetja Heerenveen í kvöld er hann tryggði liðinu stig gegn VVV Venlo á 90. mínútu í kvöld.

Heerenveen hafði lent 0-2 undir í leiknum en kom til baka og Alfreð tryggði stigið mikilvæga.

Heerenveen er eftir sem áður í miklum fallslag og aðeins fjórum stigum frá fallsæti.

Alfreð lék allan leikinn fyrir sitt lið eins og oftast áður. Hann er nú orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk. Bony hjá Vitesse hefur einnig skorað 16 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×