Tækniaðstoð bjargar lífum Þórir Guðmundsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Á undanförnum vikum hefur Rauði krossinn á Íslandi lagt sitt af mörkum til að heimamenn í einu fátækasta landi heims geti hjálpað sér sjálfir. Landið er Síerra Leóne, sem enn er þjakað af harðvítugri borgarastyrjöld sem lauk fyrir áratug og þar sem lífslíkur eru ekki nema 50 ár. Hjálpin er í formi þekkingar, tæknilegrar aðstoðar sem gerir Rauða krossinum í Síerra Leóne kleift að veita lífsbjargandi hjálp í landi þar sem farsóttir, flóð og ofsaveður eru stöðug ógn til viðbótar við fátækt, vannæringu og skort á drykkjarvatni.Skilaboð í farsíma Nýlega tók Rauði krossinn í landinu í notkun SMS-kerfi, sem var hannað eftir jarðskjálftana á Haítí. Kerfið gerir Rauða krossinum kleift að senda viðvaranir með smáskilaboðum í farsíma, til dæmis ef von er á óveðri eða kólerufarsótt. Langflestir íbúa landsins hafa nefnilega aðgang að farsíma. Meirihluti fólks býr í þorpum og það þarf ekki nema einn síma í þorpið til að koma skilaboðunum áleiðis. Á næstunni getum við sent svona skilaboð: „Júlí er kólerutími. Skolið hendur með vatni og sápu eftir klósettferð og fyrir matmálstíma.“ „Rigningar eru að hefjast. Hreinsið rusl úr niðurföllum, grafið farveg fyrir vatnið í kringum kofana svo vatnselgurinn fari fram hjá en flæði ekki inn.“ „Farið með börn sem fá malaríu strax á næstu heilsugæslustöð. Gefið þeim nóg vatn og haldið þeim úr sólinni.“ Þar sem fáfræði og upplýsingaskortur viðhalda örbirgð geta svona upplýsingar verið lífsbjargandi og stuðlað að framförum. Stjórnvöld í Síerra Leóne gera sér grein fyrir þessu og hafa skrifað undir samning við Rauða krossinn um að veita þessa upplýsingaþjónustu. Kerfinu hefði ekki verið komið upp nema fyrir stuðning Rauða krossins á Íslandi. Því getum við verið stolt af. Stuðninginn veittum við meðal annars fyrir fé frá utanríkisráðuneytinu, sem hefur að undanförnu aukið mjög framlög til félagasamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi. Á næstu vikum ætlar Rauði krossinn á Íslandi að hjálpa samstarfsfélaginu í Síerra Leóne að uppfæra verulega upplýsingatækni- og fjarskiptabúnað sinn. Það er mikilvægt til að efla hjálparstarfið, gera það hagkvæmara og afkastameira. Þannig björgum við mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur Rauði krossinn á Íslandi lagt sitt af mörkum til að heimamenn í einu fátækasta landi heims geti hjálpað sér sjálfir. Landið er Síerra Leóne, sem enn er þjakað af harðvítugri borgarastyrjöld sem lauk fyrir áratug og þar sem lífslíkur eru ekki nema 50 ár. Hjálpin er í formi þekkingar, tæknilegrar aðstoðar sem gerir Rauða krossinum í Síerra Leóne kleift að veita lífsbjargandi hjálp í landi þar sem farsóttir, flóð og ofsaveður eru stöðug ógn til viðbótar við fátækt, vannæringu og skort á drykkjarvatni.Skilaboð í farsíma Nýlega tók Rauði krossinn í landinu í notkun SMS-kerfi, sem var hannað eftir jarðskjálftana á Haítí. Kerfið gerir Rauða krossinum kleift að senda viðvaranir með smáskilaboðum í farsíma, til dæmis ef von er á óveðri eða kólerufarsótt. Langflestir íbúa landsins hafa nefnilega aðgang að farsíma. Meirihluti fólks býr í þorpum og það þarf ekki nema einn síma í þorpið til að koma skilaboðunum áleiðis. Á næstunni getum við sent svona skilaboð: „Júlí er kólerutími. Skolið hendur með vatni og sápu eftir klósettferð og fyrir matmálstíma.“ „Rigningar eru að hefjast. Hreinsið rusl úr niðurföllum, grafið farveg fyrir vatnið í kringum kofana svo vatnselgurinn fari fram hjá en flæði ekki inn.“ „Farið með börn sem fá malaríu strax á næstu heilsugæslustöð. Gefið þeim nóg vatn og haldið þeim úr sólinni.“ Þar sem fáfræði og upplýsingaskortur viðhalda örbirgð geta svona upplýsingar verið lífsbjargandi og stuðlað að framförum. Stjórnvöld í Síerra Leóne gera sér grein fyrir þessu og hafa skrifað undir samning við Rauða krossinn um að veita þessa upplýsingaþjónustu. Kerfinu hefði ekki verið komið upp nema fyrir stuðning Rauða krossins á Íslandi. Því getum við verið stolt af. Stuðninginn veittum við meðal annars fyrir fé frá utanríkisráðuneytinu, sem hefur að undanförnu aukið mjög framlög til félagasamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi. Á næstu vikum ætlar Rauði krossinn á Íslandi að hjálpa samstarfsfélaginu í Síerra Leóne að uppfæra verulega upplýsingatækni- og fjarskiptabúnað sinn. Það er mikilvægt til að efla hjálparstarfið, gera það hagkvæmara og afkastameira. Þannig björgum við mannslífum.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun