Tækniaðstoð bjargar lífum Þórir Guðmundsson skrifar 2. maí 2013 09:00 Á undanförnum vikum hefur Rauði krossinn á Íslandi lagt sitt af mörkum til að heimamenn í einu fátækasta landi heims geti hjálpað sér sjálfir. Landið er Síerra Leóne, sem enn er þjakað af harðvítugri borgarastyrjöld sem lauk fyrir áratug og þar sem lífslíkur eru ekki nema 50 ár. Hjálpin er í formi þekkingar, tæknilegrar aðstoðar sem gerir Rauða krossinum í Síerra Leóne kleift að veita lífsbjargandi hjálp í landi þar sem farsóttir, flóð og ofsaveður eru stöðug ógn til viðbótar við fátækt, vannæringu og skort á drykkjarvatni.Skilaboð í farsíma Nýlega tók Rauði krossinn í landinu í notkun SMS-kerfi, sem var hannað eftir jarðskjálftana á Haítí. Kerfið gerir Rauða krossinum kleift að senda viðvaranir með smáskilaboðum í farsíma, til dæmis ef von er á óveðri eða kólerufarsótt. Langflestir íbúa landsins hafa nefnilega aðgang að farsíma. Meirihluti fólks býr í þorpum og það þarf ekki nema einn síma í þorpið til að koma skilaboðunum áleiðis. Á næstunni getum við sent svona skilaboð: „Júlí er kólerutími. Skolið hendur með vatni og sápu eftir klósettferð og fyrir matmálstíma.“ „Rigningar eru að hefjast. Hreinsið rusl úr niðurföllum, grafið farveg fyrir vatnið í kringum kofana svo vatnselgurinn fari fram hjá en flæði ekki inn.“ „Farið með börn sem fá malaríu strax á næstu heilsugæslustöð. Gefið þeim nóg vatn og haldið þeim úr sólinni.“ Þar sem fáfræði og upplýsingaskortur viðhalda örbirgð geta svona upplýsingar verið lífsbjargandi og stuðlað að framförum. Stjórnvöld í Síerra Leóne gera sér grein fyrir þessu og hafa skrifað undir samning við Rauða krossinn um að veita þessa upplýsingaþjónustu. Kerfinu hefði ekki verið komið upp nema fyrir stuðning Rauða krossins á Íslandi. Því getum við verið stolt af. Stuðninginn veittum við meðal annars fyrir fé frá utanríkisráðuneytinu, sem hefur að undanförnu aukið mjög framlög til félagasamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi. Á næstu vikum ætlar Rauði krossinn á Íslandi að hjálpa samstarfsfélaginu í Síerra Leóne að uppfæra verulega upplýsingatækni- og fjarskiptabúnað sinn. Það er mikilvægt til að efla hjálparstarfið, gera það hagkvæmara og afkastameira. Þannig björgum við mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur Rauði krossinn á Íslandi lagt sitt af mörkum til að heimamenn í einu fátækasta landi heims geti hjálpað sér sjálfir. Landið er Síerra Leóne, sem enn er þjakað af harðvítugri borgarastyrjöld sem lauk fyrir áratug og þar sem lífslíkur eru ekki nema 50 ár. Hjálpin er í formi þekkingar, tæknilegrar aðstoðar sem gerir Rauða krossinum í Síerra Leóne kleift að veita lífsbjargandi hjálp í landi þar sem farsóttir, flóð og ofsaveður eru stöðug ógn til viðbótar við fátækt, vannæringu og skort á drykkjarvatni.Skilaboð í farsíma Nýlega tók Rauði krossinn í landinu í notkun SMS-kerfi, sem var hannað eftir jarðskjálftana á Haítí. Kerfið gerir Rauða krossinum kleift að senda viðvaranir með smáskilaboðum í farsíma, til dæmis ef von er á óveðri eða kólerufarsótt. Langflestir íbúa landsins hafa nefnilega aðgang að farsíma. Meirihluti fólks býr í þorpum og það þarf ekki nema einn síma í þorpið til að koma skilaboðunum áleiðis. Á næstunni getum við sent svona skilaboð: „Júlí er kólerutími. Skolið hendur með vatni og sápu eftir klósettferð og fyrir matmálstíma.“ „Rigningar eru að hefjast. Hreinsið rusl úr niðurföllum, grafið farveg fyrir vatnið í kringum kofana svo vatnselgurinn fari fram hjá en flæði ekki inn.“ „Farið með börn sem fá malaríu strax á næstu heilsugæslustöð. Gefið þeim nóg vatn og haldið þeim úr sólinni.“ Þar sem fáfræði og upplýsingaskortur viðhalda örbirgð geta svona upplýsingar verið lífsbjargandi og stuðlað að framförum. Stjórnvöld í Síerra Leóne gera sér grein fyrir þessu og hafa skrifað undir samning við Rauða krossinn um að veita þessa upplýsingaþjónustu. Kerfinu hefði ekki verið komið upp nema fyrir stuðning Rauða krossins á Íslandi. Því getum við verið stolt af. Stuðninginn veittum við meðal annars fyrir fé frá utanríkisráðuneytinu, sem hefur að undanförnu aukið mjög framlög til félagasamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi. Á næstu vikum ætlar Rauði krossinn á Íslandi að hjálpa samstarfsfélaginu í Síerra Leóne að uppfæra verulega upplýsingatækni- og fjarskiptabúnað sinn. Það er mikilvægt til að efla hjálparstarfið, gera það hagkvæmara og afkastameira. Þannig björgum við mannslífum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar