Lífið

Þóra heimsótti flóttamannabúðir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fréttablaðið/Stefán


Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, fór á dögunum til Jórdaníu og nýtti ferðina meðal annars til að kynna sér aðstæður í Za‘atari-flóttamannabúðunum, þeim stærstu sem myndast hafa vegna stríðsins í Sýrlandi. Þar halda til 130 þúsund flóttamenn – meira en helmingurinn börn.

Í tjaldbúðunum verður afar heitt á sumrin en nú verður hins vegar kaldara með hverjum deginum enda veturinn skollinn á.

Þóra slóst í för með UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, á svæðinu og sá hvernig heimsforeldrar á Íslandi hafa hjálpað þar til. Í nýjasta tölublaði Nýs lífs segir Þóra frá heimsókninni og skrifar um börn og fjölskyldur sem hún hitti og vita ekki hvenær þau komast aftur heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.