Innlent

Þriggja ára börn í spa-meðferð

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Börnum er boðið upp á dekur eins og fullorðnum á norskum hótelum.
Börnum er boðið upp á dekur eins og fullorðnum á norskum hótelum.
Á nokkrum norskum hótelum geta nú ung börn, allt niður í þriggja ára, fengið ilmolíumeðferð, andlitsbað og andlitsnudd og fóta- og handnudd og lakkaðar neglur. Boðið er upp á sérstaka pakka fyrir stráka.

Á vefsíðu norsks rits fyrir foreldra er haft eftir Fredrik Nylenden á Quality Spa & Resort Norefjell að spa-dagar fyrir börn séu vinsælir. Honum finnist að börn þurfi ekki spa-meðferð séu samskipti þeirra við foreldra náin. Hann tekur fram að reynt sé að leiðbeina foreldrunum og leggur áherslu á að hvorki sé um að ræða detox-meðferðir né sýrumeðferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×