Innlent

Gáfust upp á Breiðafirðinum

Stóru síldveiðiskipin, sem verið hafa í Breiðafirði það sem af er vertíðinni, gáfust upp í gær og sigldu suður fyrir land. Að minnsta kosti sex þeirra eru komin í Breiðamerkurdýpi, suður af Breiðamerkursandi, og hófu þau fyrstu veiðar í gærkvöldi.

Síldin á svæðinu er að jafnaði mun smærri en var í Breiðafirðinum, eða um 250 grömm, sem er hundrað grömmum minna en það sem fékkst í Breiðafirði. Á þessu svæði er veitt á nóttunni, gangstætt veiðunum á daginn í Breiðafirði.

Yfir 30 þúsund tonn eru enn eftir af síldarkvótanum núna, en hann var löngu upp veiddur á sama tíma í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×