Lífið

Ný og seiðandi útgáfa af slagara Geira Sæm

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fréttablaðið/Valli
"Fyrsta smáskífan er í spilun á Rás 2 og ég er að fá æðisleg viðbrögð við henni. Þetta er ný útgáfa af gamla Geira Sæm slagaranum Er ást í tunglinu?," segir leik- og söngkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Hún er að vinna að nýrri plötu sem heitir Vaki eða sef og kemur út á næsta ári. 

"Platan mun innihalda gömul uppáhaldslög í nýjum og seiðandi útsetningum. Töluvert verður þar af 80's lögum sem hafa verið klædd úr herðapúðunum," segir Sigríður á léttum nótum.

Platan er unnin í samstarfi við Karl Olgeirsson upptökustjóra sem leikur á öll hljóðfærin í laginu Er ást í tunglinu? fyrir utan trommur sem voru í umsjá Sigtryggs Sykurmola Baldurssonar. Myndband við lagið er hér fyrir neðan.

"Þar eru klippt saman brot úr dansmyndbandi frá burlesque dansaranum Sally Rand frá 1942 og brot úr myndinni A Trip to the Moon (Voyage dans la Lune) sem er frönsk þögul mynd frá 1902 og leikstýrð af Georges Méliès," bætir Sigríður við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.