Íslenski boltinn

Ríkharður hættur með Fram | Vildi ekki halda áfram með liðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ríkharður Daðason gerði Fram að bikarmeisturum í sumar.
Ríkharður Daðason gerði Fram að bikarmeisturum í sumar. Anton Brink
Ríkharður Daðason er hættur sem þjálfari Framara en þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Vísi í dag.

„Þetta kom endanlega í ljós í morgun,“ segir Sverrir Einarsson.

„Við gerðum honum tilboð fyrir helgi sem hann lagðist yfir síðustu daga. Hann [Ríkharður Daðason] ákvað síðan að hann myndi ekki halda áfram með liðið.“

Ríkharður var ráðinn í sumar eftir að Þorvaldur Örlygsson hætti með liðið á miðju tímabili.

„Okkur þykir þetta mjög miður enda er Rikki mikill toppmaður og mikill Framari. Þetta bara gekk ekki heim og saman að þessu sinni.“

„Við gerðum honum tilboð launalega séð og því var hafnað. Það fóru aldrei fram neinar umræðum um það hvernig við ætlum að styrkja leikmannahópinn eða neitt slíkt.“

„Þetta er því væntanlega bara persónuleg niðurstaða hjá honum og það verður maður bara að virða.“

Auðun Helgason var einnig ráðinn aðstoðarþjálfari Fram er Ríkharður tók við liðinu.

„Auðun mun einnig hætta að vinna í kringum liðið, þeir hætta báðir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×