Enski boltinn

Mourinho: Ég er ennþá sérstakur

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Mourinho vann deildina tvisvar, enska bikarinn einu sinni og deildarbikarinn einu sinni þegar hann stýrði Chelsea.
Mourinho vann deildina tvisvar, enska bikarinn einu sinni og deildarbikarinn einu sinni þegar hann stýrði Chelsea.

Jose Mourinho, nýráðinn þjálfari Chelsea, segir að hann sé ennþá sérstakur og að það sé erfitt að bera annan þjálfara saman við hann. Mourinho verður við stjórnvölin hjá Chelsea á næsta tímabili en hann stýrði einnig liðinu á árunum 2004 til 2007 með góðum árangri. Mourinho hefur síðan unnið meistaratitla með bæði Inter á Ítalíu og Real Madrid á Spáni.

"Til þess að verða meistari þarftu sérstaka hæfileika. Að vera sérstakur krefst þess að maður nái öllu því besta úr sjálfum sér og þeim sem eru að spila fyrir mann. Ég held að það sé ekki neinn betri í sínu starfi en ég í heiminum," sagði Mourinho.

"Ég vil ekki vera kallaður goðsögn en ég hef átt frábæran feril sem erfitt er toppa. Ég eyði ekki of miklum tíma í að fagna titlum vegna þess að ég vil aldrei fá þá tilfinningu að þetta sé síðasti titillinn sem ég vinn. Ég held að það sé nokkuð sjálfgefið að ég komi til með að vinna fleiri titla á mínum ferli," sagði Mourinho að lokum og augljóslega stutt í hrokann hjá þessum litríka Portúgala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×