Fótbolti

Suárez með mark í sigri á Japan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Suárez  í leiknum gegn Japönum í dag.
Hér má sjá Suárez í leiknum gegn Japönum í dag. mynd / AFP images
Knattspyrnumaðurinn umtalaði Luis Suárez skoraði eitt mark fyrir úrúgvæska landsliðið í 4-2 sigri á Japan í vináttulandsleik í dag.

Diego Forlan gerði tvö mörk Úrúgvæa og það var síðan Alvaro Gonzalez sem skoraði fjórða mark liðsins.

Shinji Kagawa, leikmaður Manchester United, gerði eitt marka marka Japans í leiknum og Keisuke Honda náði að minnka muninn undir lokin fyrir gestina frá Japan.

Luis Suárez hefur ekki tapað markanefinu í sumar þrátt fyrir endalausar sögusagnir um að hann sé að leiðinni frá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×