Fótbolti

Rooney, Wilshere og Gerrard klárir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér sést í Steven Gerrard og Wayne Rooney
Hér sést í Steven Gerrard og Wayne Rooney Mynd / Getty Images
Wayne Rooney, Jack Wilshere og Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins, eru allir klárir fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum sem fram fer í kvöld.

Leikmennirnir hafa allir verið að glíma við smávægileg meiðsli undanfarna daga en virðast hafa náð sér að fullu og munu taka að einhverju leyti þátt í leiknum.

England er í fimmtánda sæti styrkleikalista FIFA og hefur þjóðin ekki verið neðar í fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×