Reykjavíkurdætur í lífsháska 27. desember 2013 17:00 Reykjavíkurdætur „Ekki nóg með það að hafa þroskast í kjaftinum og brunnið af skáldskaparþörf, hafa okkur einnig vaxið horn! Við getum ekki hætt,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra, en hljómsveitin hefur vakið mikla athygli undanfarið. Sveitin samanstendur af 14 stelpum sem rappa. „Þetta er bara fáránlega gaman!“ heldur Kolfinna áfram. „Reykjavíkurdætur munu skemmta sér og ykkur á Rappkonukvöldi númer 3, sem haldið verður á Gamla Gauknum í kvöld," segir Kolfinna jafnframt, en þær hafa staðið í stífum æfingum fyrir kvöldið. „Við fórum í sólarhrings-æfingabúðir á Þorláksmessu og urðum næstum því úti í óveðrinu. Það munaði litlu að við misstum allar af jólamatnum. Það tók okkur fjórar klukkustundir að moka litlu rútunni upp úr snjónum, utan vegar!“ segir Kolfinna og bætir við að þessi lífsreynsla hafi styrkt hópinn.„Dagskráin verður töluvert þéttari fyrir vikið. Það er ekkert sem styrkir hóp meira en að lenda saman í lífsháska,“ segir Kolfinna. Húsið opnar 21.30. „DJ Sunna Ben hitar hrollkaldan pöpulinn upp með eðal kvennarappi frá öllum heimshornum,“ segir Kolfinna og bætir við, „ásamt því sem við Reykjavíkurdætur komum til með að æra pöpulinn með okkar tónlist ætlar enginn önnur en Beta Rokk að koma fram, en hún er fræg fyrir lag sitt, Vaknað í Brussel.“ Loks kemur Cell7 til með að loka kvöldinu. „Ragna, betur þekkt sem Cell 7, var að gefa út nýja plötu sem er tryllt! Hún verður þarna með nýtt efni í bland við gamalt,“ segir Kolfinna og hvetur sem flesta til að mæta, en kvöldin hafa áður vakið mikla lukku. Reykjavíkurdætur eru: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir Ásthildur Sigurðardóttir Valdís Steinarsdóttir Bergþóra Einarsdóttir Tinna Sverrisdóttir Anna Tara Andrésdóttir Katrín Helga Andrésdóttir Salka Sól Eyfeld Kolfinna Nikulásdóttir Steinunn Jonsdottir Salka Valsdóttir Jóhanna Rakel Þuríður Blær Jóhannsdóttir Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
„Ekki nóg með það að hafa þroskast í kjaftinum og brunnið af skáldskaparþörf, hafa okkur einnig vaxið horn! Við getum ekki hætt,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra, en hljómsveitin hefur vakið mikla athygli undanfarið. Sveitin samanstendur af 14 stelpum sem rappa. „Þetta er bara fáránlega gaman!“ heldur Kolfinna áfram. „Reykjavíkurdætur munu skemmta sér og ykkur á Rappkonukvöldi númer 3, sem haldið verður á Gamla Gauknum í kvöld," segir Kolfinna jafnframt, en þær hafa staðið í stífum æfingum fyrir kvöldið. „Við fórum í sólarhrings-æfingabúðir á Þorláksmessu og urðum næstum því úti í óveðrinu. Það munaði litlu að við misstum allar af jólamatnum. Það tók okkur fjórar klukkustundir að moka litlu rútunni upp úr snjónum, utan vegar!“ segir Kolfinna og bætir við að þessi lífsreynsla hafi styrkt hópinn.„Dagskráin verður töluvert þéttari fyrir vikið. Það er ekkert sem styrkir hóp meira en að lenda saman í lífsháska,“ segir Kolfinna. Húsið opnar 21.30. „DJ Sunna Ben hitar hrollkaldan pöpulinn upp með eðal kvennarappi frá öllum heimshornum,“ segir Kolfinna og bætir við, „ásamt því sem við Reykjavíkurdætur komum til með að æra pöpulinn með okkar tónlist ætlar enginn önnur en Beta Rokk að koma fram, en hún er fræg fyrir lag sitt, Vaknað í Brussel.“ Loks kemur Cell7 til með að loka kvöldinu. „Ragna, betur þekkt sem Cell 7, var að gefa út nýja plötu sem er tryllt! Hún verður þarna með nýtt efni í bland við gamalt,“ segir Kolfinna og hvetur sem flesta til að mæta, en kvöldin hafa áður vakið mikla lukku. Reykjavíkurdætur eru: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir Ásthildur Sigurðardóttir Valdís Steinarsdóttir Bergþóra Einarsdóttir Tinna Sverrisdóttir Anna Tara Andrésdóttir Katrín Helga Andrésdóttir Salka Sól Eyfeld Kolfinna Nikulásdóttir Steinunn Jonsdottir Salka Valsdóttir Jóhanna Rakel Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira