Lífið

Alltof oft er lausnin sú að taka svefnlyf

Ellý Ármanns skrifar
Kolbrún Björnsdóttir.
Kolbrún Björnsdóttir.
„Það er ótrúlegur fjöldi fólks sem er að kljást við einhvers konar svefnvandamál. Og við þurfum að taka því alvarlega þar sem svefninn er grunnur að góðri heilsu, " segir Kolbrún Björnsdóttir sjónvarpskona spurð um umræðuþáttinn hennar sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 20:25. 

Leitar lausna í þættinum

„Vandamálin geta verið að ýmsum toga, til dæmis að finna hreinlega ekki fyrir syfju, að vakna oft og eiga erfitt með að sofna aftur og hreinlega að sofa of stutt. Ástæðurnar eru margvíslegar, streita, barneignir, áföll og líffræðilegar svo eitthvað sé nefnt. Alltof oft er lausnin sú að taka svefnlyf sem er þó ekki varanleg lausn, enda ætti bara að taka þau í stuttan tíma," segir Kolbrún.

„Tvær frábærar konur segja í kvöld frá reynslu sinni af svefnvanda og lyfjafræðingur fer yfir algengustu svefnlyfin og hvernig ætti að nota þau."

„Aðalgestur minn er svo Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, en hún stundar doktorsnám í svefnrannsóknum. Og hún lumar á góðum ráðum fyrir okkur öll til að bæta svefninn," segir Kolbrún jafnframt.

Facebooksíða þáttarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.