Lífið

Daniel Radcliffe leikur Sebastian Coe

Daniel Radcliffe
Daniel Radcliffe AFP/NordicPhotos
Harry Potter leikarinn, Daniel Radcliffe, hefur tekið að sér hlutverk Sebastians Coe, bresku íþróttahetjunnar, í nýrri kvikmynd byggðri á ævi íþróttakappans.

Coe hefur fjórum sinnum unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum,

Kvikmyndin er skrifuð af Óskarsverðlaunahöfunum Simon Beaufoy og Will Davie, og segir frá frægum óvinskap Coes við Steve Ovett, annan Ólympíuverðlaunahafa.

„Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu góð sagan er,“ segir Beaufoy.

„Þeir voru rosalega ólíkt fólk og ólíkir íþróttamenn. Og hittust eiginlega aldrei,“ segir hann jafnframt.

Undirbúningur er nú hafinn að tökum myndarinnar en hún hefur hlotið vinnuheitið Gold.

Tökur koma til með að fara fram í Bretlandi og í Rússlandi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.