Hlutskipti ömmunnar Þórey A. Matthíasdóttir skrifar 26. janúar 2013 06:00 Nú er það komið þannig í okkar samfélagi að illmögulegt er fyrir konur yfir fimmtugu að fá vinnu hérlendis. Konur á þessum aldri eru farnar að hugsa sér til hreyfings og eru jafnvel fluttar erlendis til að komast í vinnu. Börn sem eru afkomendur þeirra þekkja ekki brottfluttar ömmur sínar nema að litlu leyti í samskiptum í gegnum Skype eða Facebook. Er það þannig sem samfélagið okkar vill hafa hlutina, klippa á tengsl kynslóðanna? Eitthvað virðist vera auðveldara fyrir konur yfir fimmtugu að fá vinnu í Noregi en hér og það er fljótt að vinna sig upp eftir 10-15 ár þar í starfi og öðlast lífeyrisréttindin. Þó svo að maður heyri að hugur miðaldra kvenna sem ég veit um liggi alltaf heim til Íslands aftur í ellina. Með betri eftirlaun í sterkum gjaldmiðli. Af hverju eru konur á Íslandi ekki álitnar góður kostur til vinnu eftir fimmtugt? Er einhverjir fordómar sem valda því? Telja atvinnurekendur að þessi aldurshópur sé staðnaður og séu með minni kunnáttu en yngra fólkið? Er talið að þessi aldurshópur sé ábyrgðarminni í sínum störfum? Er Kvenréttindasamband Íslands hætt að berjast fyrir jafnrétti og hag íslenskra kvenna? Ég las reyndar ágætis grein frá þeim nýverið um hag kvenna í Malaví, en eitthvað fer lítið fyrir áhuga þeirra á hag íslenskra kvenna. Því það er deginum ljósara að þær konur sem hafa ekki vinnu og er farið að síga á síðari hluta starfsævinnar eru margar dæmdar til að búa í fátæktargildru í ellinni. Því konur sem eiga ekki maka og lífeyrisréttindi eftir þá eru verr settar. Einnig er spurning sem við 50 plús þurfum að spyrja okkur. Eigum við ekki að setja á þrýsting og eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem eru ekki með fólk á okkar aldri í vinnu? Þegar ég keypti mér nýjan bíl fyrir ári þá keypti ég ekki Mözdu 3 sem ég var að skoða því ég mundi eftir atvinnuauglýsingu frá því fyrirtæki þar sem umsækjendur þurftu að vera undir 45 ára. Mitt mat er að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem er með þannig starfsmannastefnu. Það er sama hvert litið er í samfélaginu, við blasa skekktar myndir og svo margt sem þarf að laga og sem verðum að laga. En hvort prinsipp um ömmulausa þjóð sé gott eða vont verða atvinnurekendur og stjórnmálamenn að gera upp við sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Nú er það komið þannig í okkar samfélagi að illmögulegt er fyrir konur yfir fimmtugu að fá vinnu hérlendis. Konur á þessum aldri eru farnar að hugsa sér til hreyfings og eru jafnvel fluttar erlendis til að komast í vinnu. Börn sem eru afkomendur þeirra þekkja ekki brottfluttar ömmur sínar nema að litlu leyti í samskiptum í gegnum Skype eða Facebook. Er það þannig sem samfélagið okkar vill hafa hlutina, klippa á tengsl kynslóðanna? Eitthvað virðist vera auðveldara fyrir konur yfir fimmtugu að fá vinnu í Noregi en hér og það er fljótt að vinna sig upp eftir 10-15 ár þar í starfi og öðlast lífeyrisréttindin. Þó svo að maður heyri að hugur miðaldra kvenna sem ég veit um liggi alltaf heim til Íslands aftur í ellina. Með betri eftirlaun í sterkum gjaldmiðli. Af hverju eru konur á Íslandi ekki álitnar góður kostur til vinnu eftir fimmtugt? Er einhverjir fordómar sem valda því? Telja atvinnurekendur að þessi aldurshópur sé staðnaður og séu með minni kunnáttu en yngra fólkið? Er talið að þessi aldurshópur sé ábyrgðarminni í sínum störfum? Er Kvenréttindasamband Íslands hætt að berjast fyrir jafnrétti og hag íslenskra kvenna? Ég las reyndar ágætis grein frá þeim nýverið um hag kvenna í Malaví, en eitthvað fer lítið fyrir áhuga þeirra á hag íslenskra kvenna. Því það er deginum ljósara að þær konur sem hafa ekki vinnu og er farið að síga á síðari hluta starfsævinnar eru margar dæmdar til að búa í fátæktargildru í ellinni. Því konur sem eiga ekki maka og lífeyrisréttindi eftir þá eru verr settar. Einnig er spurning sem við 50 plús þurfum að spyrja okkur. Eigum við ekki að setja á þrýsting og eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem eru ekki með fólk á okkar aldri í vinnu? Þegar ég keypti mér nýjan bíl fyrir ári þá keypti ég ekki Mözdu 3 sem ég var að skoða því ég mundi eftir atvinnuauglýsingu frá því fyrirtæki þar sem umsækjendur þurftu að vera undir 45 ára. Mitt mat er að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem er með þannig starfsmannastefnu. Það er sama hvert litið er í samfélaginu, við blasa skekktar myndir og svo margt sem þarf að laga og sem verðum að laga. En hvort prinsipp um ömmulausa þjóð sé gott eða vont verða atvinnurekendur og stjórnmálamenn að gera upp við sig.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar