Fótbolti

Lagerbäck blæs á orðróm um skoska landsliðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars Lagerbäck tilkynnti nýjasta landsliðshóp sinn í gær.
Lars Lagerbäck tilkynnti nýjasta landsliðshóp sinn í gær.
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir skoska knattspyrnusambandið aldrei hafa formlega haft samband við sig.

Hávær orðrómur var í bresku pressunni undir lok nýliðins árs þess efnis að Svíinn væri líklegur til þess að taka við skoska landsliðinu í knattspyrnu. Lagerbäck sagði ekkert hæft í þessum orðrómi í viðtali í útvarpsþættinum Fotbolti.net á X-inu í hádeginu í dag.

Lagerbäck segir skoska knattspyrnusambandið aldrei hafa haft samband við sig formlega. Hann hafi aldrei svikið gerða samninga og það komi ekki til greina af hans hálfu.

Gordon Strachan var á dögunum kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari Skota.


Tengdar fréttir

Lagerbäck: Eiður var jákvæður

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari valdi Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshóp sinn í annað skipti í gær. Þjálfarinn sænski hitti Eið Smára að máli í Belgíu um síðustu helgi og segir að framherjinn sé jákvæður gagnvart íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×