Icesave-niðurstaða ekki meitluð í stein 26. janúar 2013 07:00 Íslendingar hafa komið þeim vilja skýrt á framfæri, í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum, að þeir telji sig ekki eiga að þurfa að greiða fyrir Icesave-málið. Á mánudag kemur í ljós hvort EFTA-dómstóllinn sé sammála þjóðinni. fréttablaðið/vilhelm EFTA-dómstólinn mun kveða upp dóm í Icesave-málinu á mánudag, þann 28. janúar, klukkan 10.30 að íslenskum tíma. Niðurstaðan gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenska ríkið fari allt á versta veg. Um hvað snýst málið? Í raun mun EFTA-dómstóllinn kveða upp dóm um tvennt: annars vegar hvort að hinn íslenski Tryggingasjóður innstæðueigenda (TIF) hafi brotið gegn ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) með því að greiða ekki út lágmarkstryggingu upp á 20.887 evrur til allra þeirra sem áttu innstæður hjá dótturfélögum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Samkvæmt EES hafa innstæðutryggingasjóðir eitt ár frá því að tryggingin á að taka gildi til að greiða hana út. Því hefur ætlað brot TIF staðið yfir frá því í október 2009. Í öðru lagi snýst málatilbúnaðurinn um hvort íslensk stjórnvöld hafi mismunað innstæðueigendum á grundvelli þjóðernis. Með setningu neyðarlaganna, og þeim aðgerðum sem ráðist var í á grundvelli þeirra, voru allar innlendar innstæður færðar til nýju bankanna. Þannig voru þær allar tryggðar upp í topp og íslenskir innstæðueigendur í Landsbankanum höfðu aðgang að sparifé sínu í nýja Landsbankanum, sem var reistur á rústum þess gamla. Hollendingar og Bretar sem geymdu peninga sína inni á Icesave–reikningum fengu ekki nema hluta af innstæðum sínum greiddar í kjölfar hrunsins, og enginn hluti þeirrar greiðslu kom frá TIF. Hollensk og bresk stjórnvöld ákváðu að nota innstæðutryggingakerfi sín til að greiða út tæplega 1.100 milljarða króna til þeirra, sem var lágmarkstryggingin auk svokallaðrar viðbótartryggingar (e. top-up) sem ákveðið var einhliða að greiða eftir hrunið. Þetta dugði ekki til að gera upp við alla sem geymdu fé á slíkum reikningum, en þó að mestu. Með því að íslensk stjórnvöld hafi tryggt allar innlendar innstæður, en ekki þær sem voru í erlendum dótturfélögum, þá telja Hollendingar og Bretar að þau hafi brotið gegn ákvæðum sem heimila ekki mismunum á grundvelli þjóðernis. Fyrir þetta vilja ríkin að Ísland verði dæmt.Hver er möguleg niðurstaða? Til einföldunar þá er sú niðurstaða sem íslensk stjórnvöld geta átt von á tvíþætt: annaðhvort vinna þau málið eða tapa því. Ef málið vinnst þá mun þrotabú Landsbankans einfaldlega halda áfram að að greiða út til kröfuhafa. Tapist málið getur það þó gerst með ýmsum hætti. Á hádegisverðarfundi sem Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) stóðu fyrir á fimmtudag fóru Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður og aðstoðarmálflytjandi íslenska ríkisins í málinu, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, yfir málaferlin og möguleg áhrif af niðurstöðu dómsins. Í samantekt af fundinum sem Arion banki tók saman, og Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að þeir líti svo á að eðli tapsniðurstöðu skipti miklu máli. Það er hvort litið verði á brotið sem alvarlegt eða veikt. Ef málið tapast þá ber íslenskum stjórnvöldum í fyrsta lagið skylda til að lagfæra brotið, það er þann innri strúktúr sem brást. Í öðru lagi þurfa Bretar, Hollendingar og Íslendingar þá að leita sátta um hvernig Íslendingar geri málið upp. Gangi það ekki geta Bretar og Hollendingar höfðað mál á hendur íslenska ríkinu fyrir íslenskum dómstólum. Jóhannes tiltók þó á fundinum að það sé með öllu óþekkt að ríki fari gegn öðru ríki í skaðabótamáli.Hvað gæti þetta kostað? Ef málið vinnst þá kostar það Ísland eðlilega ekkert. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur síðan sett fram nokkrar sviðsmyndir um áætlaðan kostnað sem gæti hugsanlega fallið á íslenska ríkið ef málið tapast. Í fyrsta lagi þyrfti ríkið þá mögulega að borga 647 milljarða króna auk samningsvaxtanna sem settir voru fram í síðasta Icesave-samningi sem var hafnað. Höfuðstólinn myndi ríkið fá endurgreiddan úr þrotabúi Landsbankans en vextirnir yrði á bilinu 35 til 100 milljarðar króna. Munurinn felst í mismunandi forsendum sem settar eru fram um gengi krónunnar. Þar er þó ekki gert ráð fyrir neinum skaðabótum. Miðað við skuldastöðu ríkissjóðs í dag myndi skuldastaða hans fara úr 81 prósenti af landsframleiðslu í 83 til 87 prósent. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
EFTA-dómstólinn mun kveða upp dóm í Icesave-málinu á mánudag, þann 28. janúar, klukkan 10.30 að íslenskum tíma. Niðurstaðan gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenska ríkið fari allt á versta veg. Um hvað snýst málið? Í raun mun EFTA-dómstóllinn kveða upp dóm um tvennt: annars vegar hvort að hinn íslenski Tryggingasjóður innstæðueigenda (TIF) hafi brotið gegn ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) með því að greiða ekki út lágmarkstryggingu upp á 20.887 evrur til allra þeirra sem áttu innstæður hjá dótturfélögum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Samkvæmt EES hafa innstæðutryggingasjóðir eitt ár frá því að tryggingin á að taka gildi til að greiða hana út. Því hefur ætlað brot TIF staðið yfir frá því í október 2009. Í öðru lagi snýst málatilbúnaðurinn um hvort íslensk stjórnvöld hafi mismunað innstæðueigendum á grundvelli þjóðernis. Með setningu neyðarlaganna, og þeim aðgerðum sem ráðist var í á grundvelli þeirra, voru allar innlendar innstæður færðar til nýju bankanna. Þannig voru þær allar tryggðar upp í topp og íslenskir innstæðueigendur í Landsbankanum höfðu aðgang að sparifé sínu í nýja Landsbankanum, sem var reistur á rústum þess gamla. Hollendingar og Bretar sem geymdu peninga sína inni á Icesave–reikningum fengu ekki nema hluta af innstæðum sínum greiddar í kjölfar hrunsins, og enginn hluti þeirrar greiðslu kom frá TIF. Hollensk og bresk stjórnvöld ákváðu að nota innstæðutryggingakerfi sín til að greiða út tæplega 1.100 milljarða króna til þeirra, sem var lágmarkstryggingin auk svokallaðrar viðbótartryggingar (e. top-up) sem ákveðið var einhliða að greiða eftir hrunið. Þetta dugði ekki til að gera upp við alla sem geymdu fé á slíkum reikningum, en þó að mestu. Með því að íslensk stjórnvöld hafi tryggt allar innlendar innstæður, en ekki þær sem voru í erlendum dótturfélögum, þá telja Hollendingar og Bretar að þau hafi brotið gegn ákvæðum sem heimila ekki mismunum á grundvelli þjóðernis. Fyrir þetta vilja ríkin að Ísland verði dæmt.Hver er möguleg niðurstaða? Til einföldunar þá er sú niðurstaða sem íslensk stjórnvöld geta átt von á tvíþætt: annaðhvort vinna þau málið eða tapa því. Ef málið vinnst þá mun þrotabú Landsbankans einfaldlega halda áfram að að greiða út til kröfuhafa. Tapist málið getur það þó gerst með ýmsum hætti. Á hádegisverðarfundi sem Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) stóðu fyrir á fimmtudag fóru Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður og aðstoðarmálflytjandi íslenska ríkisins í málinu, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, yfir málaferlin og möguleg áhrif af niðurstöðu dómsins. Í samantekt af fundinum sem Arion banki tók saman, og Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að þeir líti svo á að eðli tapsniðurstöðu skipti miklu máli. Það er hvort litið verði á brotið sem alvarlegt eða veikt. Ef málið tapast þá ber íslenskum stjórnvöldum í fyrsta lagið skylda til að lagfæra brotið, það er þann innri strúktúr sem brást. Í öðru lagi þurfa Bretar, Hollendingar og Íslendingar þá að leita sátta um hvernig Íslendingar geri málið upp. Gangi það ekki geta Bretar og Hollendingar höfðað mál á hendur íslenska ríkinu fyrir íslenskum dómstólum. Jóhannes tiltók þó á fundinum að það sé með öllu óþekkt að ríki fari gegn öðru ríki í skaðabótamáli.Hvað gæti þetta kostað? Ef málið vinnst þá kostar það Ísland eðlilega ekkert. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur síðan sett fram nokkrar sviðsmyndir um áætlaðan kostnað sem gæti hugsanlega fallið á íslenska ríkið ef málið tapast. Í fyrsta lagi þyrfti ríkið þá mögulega að borga 647 milljarða króna auk samningsvaxtanna sem settir voru fram í síðasta Icesave-samningi sem var hafnað. Höfuðstólinn myndi ríkið fá endurgreiddan úr þrotabúi Landsbankans en vextirnir yrði á bilinu 35 til 100 milljarðar króna. Munurinn felst í mismunandi forsendum sem settar eru fram um gengi krónunnar. Þar er þó ekki gert ráð fyrir neinum skaðabótum. Miðað við skuldastöðu ríkissjóðs í dag myndi skuldastaða hans fara úr 81 prósenti af landsframleiðslu í 83 til 87 prósent.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira