Todmobile og Jon Anderson í Eldborg Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. nóvember 2013 10:00 Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jon Anderson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Andrea Gylfadóttir eru hér á æfingu fyrir tónleikana. fréttablaðið/daníel „Ég hlakka mikið til og við tökum fullt af lögum sem fólk þekkir,“ segir enski tónlistarmaðurinn Jon Anderson, sem er líklega best þekktur sem fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Yes. Hann kemur fram sem sérstakur gestur á tónleikum Todmobile sem fram fara í Eldborgarsalnum í Hörpu á föstudagskvöldið. „Við Jon höfum þekkst í nokkur ár. Hann var að leita að útsetjara og ég sendi honum verk eftir mig. Þá varð hann mjög hrifinn af minni vinnu og síðan þá höfum við haldið sambandi,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarmaður og meðlimur Todmobile. „Ég heimsótti Jon til Los Angeles árið 2011 og þá ræddum við mögulegt tónleikahald saman og nú er afrakstur þeirrar umræðu að koma í ljós á föstudagskvöldið,“ segir Þorvaldur Bjarni. Saman sömdu þeir lagið Wings of Heaven sem verður flutt á tónleikunum. „Á tónleikunum ætlum við að flytja öll okkar þekktustu lög en einnig ætlum við að spila talsvert af lögum hljómsveitarinnar Yes eins og Roundabout, Owner of a Lonely Heart og Heart of the Sunrise, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Þorvaldur Bjarni. „Þetta verða heljarinnar tónleikar og við flytjum fjölbreytt efni, meðal annars flytjum við verkið Awaken eftir Yes sem verður mjög skemmtilegt,“ bætir Jon við, sem er mjög ánægður með að vera kominn til Íslands. Todmobile er þessa dagana á fullu við að vinna plötu sem væntanleg er fljótlega á næsta ári. „Við erum með nýtt lag í spilun og það eru fleiri lög á leiðinni. Þetta er einnig önnur platan sem Eyþór Ingi tekur þátt í með okkur,“ bætir Þorvaldur við. Jon Anderson segist styðja íslenska landsliðið í knattspyrnu. „Ég ætla að fylgjast með landsleiknum og mun mögulega kíkja á völlinn. Áfram Ísland,“ segir Jon Anderson. Tónleikarnir, sem fram fara í Eldborgarsalnum í Hörpu, hefjast klukkan 22.00 sem er örlítið seinna en gerist og gengur með tónleika. „Við seinkuðum tónleikunum aðeins út af landsleiknum.“ Miðasala er á midi.is. Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Stjörnulífið: Stórafmæli, Macbeth og barnasturtur Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„Ég hlakka mikið til og við tökum fullt af lögum sem fólk þekkir,“ segir enski tónlistarmaðurinn Jon Anderson, sem er líklega best þekktur sem fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Yes. Hann kemur fram sem sérstakur gestur á tónleikum Todmobile sem fram fara í Eldborgarsalnum í Hörpu á föstudagskvöldið. „Við Jon höfum þekkst í nokkur ár. Hann var að leita að útsetjara og ég sendi honum verk eftir mig. Þá varð hann mjög hrifinn af minni vinnu og síðan þá höfum við haldið sambandi,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarmaður og meðlimur Todmobile. „Ég heimsótti Jon til Los Angeles árið 2011 og þá ræddum við mögulegt tónleikahald saman og nú er afrakstur þeirrar umræðu að koma í ljós á föstudagskvöldið,“ segir Þorvaldur Bjarni. Saman sömdu þeir lagið Wings of Heaven sem verður flutt á tónleikunum. „Á tónleikunum ætlum við að flytja öll okkar þekktustu lög en einnig ætlum við að spila talsvert af lögum hljómsveitarinnar Yes eins og Roundabout, Owner of a Lonely Heart og Heart of the Sunrise, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Þorvaldur Bjarni. „Þetta verða heljarinnar tónleikar og við flytjum fjölbreytt efni, meðal annars flytjum við verkið Awaken eftir Yes sem verður mjög skemmtilegt,“ bætir Jon við, sem er mjög ánægður með að vera kominn til Íslands. Todmobile er þessa dagana á fullu við að vinna plötu sem væntanleg er fljótlega á næsta ári. „Við erum með nýtt lag í spilun og það eru fleiri lög á leiðinni. Þetta er einnig önnur platan sem Eyþór Ingi tekur þátt í með okkur,“ bætir Þorvaldur við. Jon Anderson segist styðja íslenska landsliðið í knattspyrnu. „Ég ætla að fylgjast með landsleiknum og mun mögulega kíkja á völlinn. Áfram Ísland,“ segir Jon Anderson. Tónleikarnir, sem fram fara í Eldborgarsalnum í Hörpu, hefjast klukkan 22.00 sem er örlítið seinna en gerist og gengur með tónleika. „Við seinkuðum tónleikunum aðeins út af landsleiknum.“ Miðasala er á midi.is.
Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Stjörnulífið: Stórafmæli, Macbeth og barnasturtur Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira