Fótbolti

Gascoigne handtekinn fyrir líkamsárás

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paul Gascoigne
Paul Gascoigne Mynd / Getty Images
Englendingurinn Paul Gascoigne var handtekinn fyrir líkamsárás í Stevenage á Englandi en Gascoigne á að hafa ráðist á fyrrverandi konu sína á lestarstöð.

Gascoigne er einn allra besti knattspyrnumaður sem Englendingar hafa átt en hann hefur verið að glíma við mikinn áfengisvanda undanfarinn áratug og ekkert virðist ganga í þeim málum.

Gascoigne þurfti að sitja í fangelsi í tólf klukkustundir.

Þessi fyrrum landsliðsmaður Englands lék með Tottenham, Everton, Newcastle og Glasgow Rangers á sínum ferli en Gascoigne hefur alla tíð átt í vandræðum utan vallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×