Fótbolti

Elfsborg tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skúli Jón í leik með Elfsborg
Skúli Jón í leik með Elfsborg
Åtvidaberg vann fínan sigur, 1-0, á Skúla Jóni Friðgeirssyni og félögum í Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn fór fram í Borås, heimavelli Elfsborg.

Skúli tók ekki þátt í leiknum vegna meiðsla en liðið tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni eftir þetta tap.

Daniel Sjölund gerði eina mark leiksins eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Þá vann Kalmar sigur á Brommapojkarna 1-0 .

Mjällby og Öster gerðu 1-1 jafntefli en Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Öster, kom inná af varamannabekknum þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum.

IFK Göteborg er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig en Elfsborg er aðeins með tveimur stigum minna með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×