Íslenski boltinn

Margrét Lára snýr aftur í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur valið 23 leikmenn í A-landslið kvenna sem mun leika æfingaleik gegn Skotum á Laugardalsvelli þann 1. júní næstkomandi. Þetta er síðasti leikur Íslands hér á landi áður en EM hefst í Svíþjóð í byrjun júlímánaðar.

Margrét Lára Viðarsdóttir er í landsliðshópnum en hún hefur verið að koma til baka eftir meiðsli en liðið endurheimtir einnig Hólmfríði Magnúsdóttur, Katrínu Ómarsdóttur, Sif Atladóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur.

Katrín Ásbjörnsdóttir er nýliði en hefur verið valin í landsliðshóp Sigurðar Ragnars áður. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, snýr einnig aftur í liðið eftir nokkra fjarveru.

„Þetta eru þeir leikmenn sem ég vildi sjá á þessum tímapunkti. Það er gott að mæta Skotum sem hafa náð góðum úrslitum og sjá hvernig leikmenn standa,“ sagði Sigurður Ragnar á blaðamannafundi í dag.

Sigurður Ragnar valdi jafn marga leikmenn í hópinn nú og fara á EM í sumar, þar af þrjá markverði.

Hópurinn er þannig skipaður:

Katrín Jónsdóttir, Umeå

Edda Garðarsdóttir, Chelsea

Þóra Björg Helgadóttir, Malmö

Dóra María Lárusdóttir, Val

Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Chelsea

Sara Björk Gunnarsdóttir, Malmö

Katrín Ómarsdóttir, Liverpool

Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki

Sif Atladóttir, Kristianstad

Hallbera Guðný Gísladóttir, Piteå

Fanndís Friðriksdóttir, Kolbotn

Dagný Brynjarsdóttir, Val

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Avaldsnes

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Arna-Björnar

Elísa Viðarsdóttir, ÍBV

Glódís Perla Viggósdóttir, Stjörnunni

Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni

Elín Metta Jensen, Val

Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni

Katrín Ásbjörnsdóttir, Þór




Fleiri fréttir

Sjá meira


×