Innlent

Leita að kyrkislöngu

Þetta er myndin sem lögreglunni barst af slöngunni. Myndin birtist á samfélagsmiðlum.
Þetta er myndin sem lögreglunni barst af slöngunni. Myndin birtist á samfélagsmiðlum.
Lögreglan hefur komist á snoðir um stærðarinnar kyrkislöngu sem flutt hefur verið inn til landsins. Lögreglunni barst mynd af slöngunni sem birtist á samfélagsmiðli.

Kyrkislangan er líklega hátt í 2 metra löng og er af öllum líkindum höfð í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað hvort dýrið sé enn lifandi.

Eins og kemur fram á mbl.is, í viðtali við Margeir Sveinsson lögreglufulltrúa hjá lögreglunni í Hafnarfirði, er innflutningur skriðdýra ólöglegur hér á landi. Ef upp kemst um slíkt dýrahald eru dýrin strax aflífuð og þeim eytt. 



Hættan er fyrst og fremst vegna smithættu en nær undantekningarlaust finnst salmonellusmit í innfluttum skriðdýrum.

Hafi einhver upplýsingar um slönguna getur viðkomandi haft samband við lögreglu í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×