Lífið

Bono, Sting og Lou Reed eins og þeir hafa aldrei sést áður

Tónleikar haldnir á vegum Amnesty International frá árunum 1986-1998 til þess að berjast fyrir auknum mannréttindum um allan heim hafa aldrei birst í sjónvarpi síðan sýnt var beint frá þeim á sínum tíma.

Á tónleikunum koma fram hljómsveitir og tónlistarmenn á borð við U2, Bruce Springsteen, Sting, Radiohead, Peter Gabriel, Lou Reed, Joni Mitchell, Bono og fjöldi annarra listamanna í efni sem hefur ekki sést áður.

Nú koma þessir merku tónlistarburðir til með að vera gefnir út á DVD og geisladiskum í fyrsta sinn.

Til þess að fagna áfanganum tók Martin Lewis saman klippur af tónleikunum, sem eru tuttugu og átta talsins og hafa verið haldnir í fimm heimsálfum, og bjó til stuttmynd sem hægt er að sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.