Íslenski boltinn

Falla Skagamenn í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Þetta er sannkallaður fallbaráttumiðvikudagur því fjögur neðstu liðin í Pepsi-deild karla mætast innbyrðis í kvöld.

Botnlið Skagamanna verður helst að vinna sinn leik því tapi liðið á heimavelli á móti Víkingum og Þór tekur stig á heimavelli á móti Keflavík mun ÍA-liðið falla úr úrvalsdeildinni um sjöleytið. Báðir leikir hefjast klukkan 17.00.

Ólafsvíkur-Víkingar verða helst að ná í þrjú stig á Akranesi í kvöld í baráttu sinni fyrir að spila áfram í deildinni en þrátt fyrir að Víkingsliðið hafi aðeins tapað tvisvar í síðustu ellefu leikjum sínum hafa strákarnir hans Ejub Purisevic ekki unnið leik síðan 22. júlí.

Þór og Keflavík koma á ólíkri ferð inn í leik liðanna á Þórsvelli. Þór vann síðast 3. júlí (fjögur stig í síðustu níu leikjum) en Keflvíkingar hafa aftur á móti náð í 13 stig út úr síðustu sjö leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×