Fótbolti

Klinsmann: Einn mest spennandi leikmaðurinn í Evrópu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron sést hér á æfingu með bandaríska landsliðinu lengst til vinstri.
Aron sést hér á æfingu með bandaríska landsliðinu lengst til vinstri.
Fjórir nýliðar varða í bandaríska landsliðshópnum í knattspyrnu fyrir vináttulandsleikinn gegn Bosníu og Herzegovina  á morgun en Aron Jóhannsson er einn af þeim.

Bobby Wood, John Anthony Brooks og Cody Cropper eru einnig nýliðar í hópnum.

„Hann er einn af mest spennandi framherjum í Evrópu í dag,“ sagði Jurgen Klinsmann, þjálfari Bandaríkjanna, um Aron Jóhannsson.

„Hann hefur spilað virkilega vel í Danmörku og einnig byrjaði hann vel hjá Alkmaar í Hollandi. Þetta er markaskorar og við erum himinlifandi með að hann hafi valið að leika fyrir Bandaríkin.“

„Það er mikilvægt að leikmaðurinn fái að æfa með okkur og kynnist hópnum, svo honum líði vel. Um leið og leikmaðurinn verður orðin löglegur með okkur og öll pappírsvinna frágengin þá mun hann taka þátt í alvöru leikjum með landsliðinu.“

Aron Jóhannsson mun að öllum líkindum ekki taka þátt í leiknum á morgun þar sem hann hefur ekki fengið formlegt leyfi frá FIFA um leikheimild með bandaríska landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×