Íslenski boltinn

Præst sá sem Stjarnan þurfti

Kolbeinnn Tumi Daðason skrifar
Michael Præst reyndist Stjörnunni vel í sumar.
Michael Præst reyndist Stjörnunni vel í sumar. Mynd/Valli
Henrik Bödker, aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar, hrósar löndum sínum í liðinu, þeim Michael Præst, Kennie Chopart og Martin Rauschenberg, í hástert í viðtali við Bold.dk. Stjarnan náði sínum besta árangri frá upphafi með því að lenda í þriðja sæti.

„Michael varð að leiðtoganum og stjórnandanum sem liðið þurfti á að halda,“ segir Bödker. Hann bendir á að Chopart hafi staðið sig vel þrátt fyrir að lenda í erfiðum meiðslum.

Præst og Chopart komu á frjálsri sölu til Stjörnunnar en Rauschenberg var lánaður frá Esbjerg. Honum var falið að fylla í skarð Alexander Scholz sem nú spilar með Lokeren í Belgíu.

„Ég vissi að hann væri skotmark fyrir gagnrýni af þeim sökum,“ sagði Bödker. Hann segir óvíst hvort þremenningarnir verði áfram hjá liðinu á næstu leiktíð. Hann vilji þó hafa danskt blóð í Garðabænum og þátttaka í Evrópudeildinni gæti aukið áhuga leikmanna að koma hingað.

„Það þarf að styrkja leikmannahópinn og því vel mögulegt að fleiri Danir komi í Garðabæinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×