Innlent

Yfir 900 þúsund söfnuðust - Fólk vill enn styrkja Guðnýju Rós og vinkonu hennar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þesi mynd er frá því í dag  þegar söfnunin var komin langt.
Þesi mynd er frá því í dag þegar söfnunin var komin langt. mynd/365
Takmarki Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur að safna upp í málskostnað vegna dómsmáls á hendur vinkonu hennar vegna ummæla sem hún lét falla og var dæmd fyrir í Héraðsdómi Austurlands í vikunni, hefur verið náð.

Klukkan 16:30 í dag skrifaði Guðný Rós inn á síðuna sína að 932 þúsund krónur hefðu safnast. Hún segir á síðunni að henni finnist ekki nóg að segja takk, heldur segir hún húrra yfir þeim og öllum og þakkar fyrir ómetanlegan stuðning.

Á síðunni má sjá að fólk vill enn styrkja þær stúlkur þrátt fyrir að takmarkinu hafi verið náð. Guðný Rós segir á síðunni að hún ætli sér að loka reikningnum þegar upphæðinni hafi verið náð, en allt sem umfram komi fari til Stígamóta í þakkarskyni fyrir þann stuðning sem starfskonur þar veita þolendum kynferðisbrota.

Inga Lilja, vinkona Guðnýjar Rósar og sú sem var dæmd segir á síðunni að hún sé ólýsanlega þakklát vinkonu sinnu fyrir að hafa stofnað reikninginn og viðburðinn til þess að hjálpa sér að borga málskostnaðinn. Hún segist hafa verið dæmd fyrir að staðið á sinni skoðun. Hún tekur fram að hún sé þakklát fólki fyrir veittan stuðning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×